Hrokafullir bæjarbúar

     Ég ferðaðist í dag til Þorpsins og var þar að vinna í dag að ákveðnum verkefnum.  Fallegt þorp á margan hátt og íbúarnir búnir að jóla skreyta eins og höfuðborgarbúar.  Þetta er lítið samfélag sem þó er talið stórt af íbúunum sjálfum og jafnvel stórt á heimsmælikvarða,  halda þeir.  Óneytanlega spretta fram minningar þegar ég kem þangað en þær góðu sem eru í miklum meirihluta drukkna í biturleika sem þó snýst aðeins um það að hafa ekki flutt þaðan fyrr.  Furðulegt því það var ekki slæmt að alast þarna upp og allt var í rjómalogni.................í orðsins fyllstu merkingu.  Stöðnunin var algjör og er það jafnvel enn.   Það er þessi stöðnun sem pirrar mig.   Allt niðurnjörvað af íbúunum sjálfum sem meira að segja hafa hrakið burt úr bænum heiðursmenn og dugnaðarforka af því þeir brutu „stöðnunarreglurnar“ og sögðu eða framkvæmdu hluti sem ekki hentuðu hrokafullum bæjarbúum.  En við hverju er að búast þegar menn standa sperrtir, sjálfumglaðir, hrokafullir og sjálfselskir, pissa upp í vindinn og standa svo rauðeygir og hlandblautir,  svíðandi í augun og sjá ekki neitt.  Þetta eru Þeir og Þeir búa í Þorpinu.

     Bönnum þetta og bönnum hitt, þessi má en ekki hinn.   Vaknaðu Þorp, til lífsins.

     Ég rakst á nokkra gamlar skólasystur og þá meina ég gamlar.  Hvernig getur staðið á því að þær hafi elst svona hratt?  Miklu hraðar en ég.  Mér fannst þær bara reglulega gamlar en þó sjarmerandi nokkrar þeirra.  Ég rakst líka á tvo gamla skólabræður, báðir orðnir hárlausir með öllu og gamlir að sjá.  Ferlega líður tíminn í Þorpinu hratt.  Eins gott að ég kom mér í burtu í tæka tíð.

  

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fiðrildi

 . . hrikalega flott færsla.

Fiðrildi, 20.12.2007 kl. 00:27

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Regla númer eitt : Aldrei að sjá eftir því sem maður hefur ekki gert, það er ekki hægt að breyta því og af hverju þá að eyða á það hugsun..... Regla númer tvö : Sjá reglu númer eitt.  Það hlýtur að standa uppúr að þú fluttir þó í burtu, enda er greinilegt á öllum þínum skrifum, að þú ert ekki eitt af hrokafullu, hlandblautu þorpsfíflunum

Njóttu dagsins

Jónína Dúadóttir, 20.12.2007 kl. 07:24

3 Smámynd: Júdas

  Þið eruð yndislegar og velkomin aftur á bloggið mitt Arna.

Júdas, 20.12.2007 kl. 08:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Júdas

Höfundur

Júdas
Júdas

"Einn sem hefur allt en bíður þó eftir einhverju sem hann hefur ekki" Þetta á víst ekki við í dag.  Í dag væri nær að segja. Einn sem hefur allt en þarf að muna, viðhalda og sýna þakklæti. judas_@msn.com

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 48796

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...0808_722078
  • Tröppur
  • Unga konan
  • Bekkurinn okkar
  • Lítill drengur með blóm

http://www.projectplaylist.com/myspace/20002550

Dire Straits - Romeo And Juliet

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband