24.12.2007 | 09:46
Lét einhver orð falla um óskapnaðinn
Þetta verða svo sannarlega Gleðileg jól í okkar hreiðri. Það er ljóst. Þegar ég læddist fram úr áðan eftir tæplega fimm tíma svefn staðráðinn í að vekja ekki kútinn grunaði mig ekki að snjór hefði lagst yfir borgina. Ég hefði tárast ef ég hefði verið kona en Júdas veit nú hvað hann má og hvað ekki í þeim málum, en fallegt er þetta. Annir undanfarinna daga hafa verið gríðarlegar og því hef ég ekki talið mig geta bloggað í tvo daga. Ég settist í gær inn á kaffihús og ætlaði að fá smá kyrrðarstund með sjálfum mér og tölvunni og blogga en síminn hringdi án afláts og eftir 20 mínútna veru, einn tvöfaldan expresso og sex símtöl átti ég þó þrjú símtöl eftir sem ég ekki gat svarað. Ég átti greinilega ekki að fá að setjast niður svo ég æddi út aftur, renndi niður á skrifstofu og í erilinn á nýjan leik. Flestir hlutir voru á réttri leið í jólaundirbúningnum, aðeins ein gjöf ókeypt, pakkarnir í Þorpið komnir á hestapóst og búið að gera samning við ofurljúfa fullorðna konu um að þrífa kotið því við eldri feðgar erum búnir að vara svo önnum kafnir í vinnu að við hefðum þurft að gera þetta að nóttu til ef við hefðum átt að ná saman með það. Hinsvegar þurfti ég að kóróna þetta allt, alveg eins og bjáni með því að storma inn í húsgagnaverslun í gær þegar allt var að ganga upp og versla mér leðurhornsófa án þess að vera búinn að koma hinum fyrir eða henda honum þannig að þegar ég kom heim í seint í gærkveldi með ofurþreyttan kút og níu poka af matvörum beið mín út um alla íbúð innpakkað ferlíki sem hvergi virtist eiga heima og það leit ekki út fyrir að það kæmist nokkur staðar fyrir með góðu móti. Það er eins og maður þrífist best á hamagangi og látum og ef rofar til skal það fyllt með einhverjum nýjum verkefnum frekar en að slaka duglega á. Kúturinn horfði rauðeygur á og ekki löngu seinna kom unglingurinn heim og lét einhver orð falla um óskapnaðinn. Ertu ruglaður pabbi Hvað ætlarðu að gera við hinn sófann? Það tók okkur nokkra klukkutíma að koma þessu öllu fyrir og ekki var lagst til hvílu fyrr en rúmlega þrjú í nótt. Ég verð samt svo bloggvinir haldi ekki að ég sé eyðslusamur yfirdráttar og vísa notandi sem fer hamförum í jólaeyðslunni að svo er ekki. Vísakort eða yfirdrættir eru ekki notaðir á þessum bænum og gamla sófann keypti ég notaðan fyrir sex árum þegar rauðhærð kona flutti út frá mér og borgaði ég 25 þúsund íslenskar krónu fyrir hann. Þá var ég nefnilega ekki viss um að ég yrði í húsinu áfram og stofan stóð auð. Nýja sófann hef ég litið löngunaraugum í heilt ár og það að ég skildi kaupa hann núna kemur sjálfum mér á óvart því ég læt yfirleitt ekki eftir mér svona hluti sjálfum mér til handa svo þar hafið þið það. Enga fordóma takk. Júdasar eru líka fólk.
Fyrir utan gamlan hornsófa á víðavangi var gott að koma á fætur í morgun, værð yfir kotinu, stútfullur ísskápur, svo fullur að unglingurinn sagðist ekki hafa séð hann svona fullan frá síðustu jólum, snjóþekja yfir fallegri borginni......................og nú heyri ég neyðarhróp kútsins innan úr svefnherbergi svo ég læt þetta duga þar til síðar í dag. Ég bíð með jólakveðjuna.
Um bloggið
Júdas
Eldri færslur
Færsluflokkar
Bloggvinir
- tilfinningar
- tolliagustar
- lindalea
- kisabella
- siggasin
- saxi
- svavaralfred
- ein
- gisgis
- totally
- mofi
- vilborgo
- rebby
- scorpio
- gurrihar
- erla1001
- stormsker
- aslaugh
- jensgud
- eggmann
- blossom
- gretaulfs
- limran
- malacai
- arabina
- toshiki
- gurkan
- gelin
- asarich
- kona
- neytendatalsmadur
- myndamen
- brandarar
- little-miss-silly
- rose
- hebron
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 48796
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Kelling....
Jónína Dúadóttir, 24.12.2007 kl. 10:36
ehhhh...........ég elska samt konur...........eða gerði það......allavega konuna sem "þrífur ofninn minn" , jú og líka þessa sem les af rafmagninu hjá mér.
Júdas, 24.12.2007 kl. 11:13
Ég er kona, leit út táralaust þegar að ég sá snjóinn en hann gladdi mig samt.
Gleðileg jól og hafið það gott yfir hátiðarnar.
Ragga (IP-tala skráð) 24.12.2007 kl. 11:16
Hverslags frík er ég að verða...................Takk Ragga mín og sömuleiðis.
Júdas, 24.12.2007 kl. 11:58
Þú ert ekkert frík, þú ert yndislegur náungi með hjartað á réttum stað
Jónína Dúadóttir, 24.12.2007 kl. 12:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.