24.12.2007 | 13:35
Lítil jólasaga-Gleðileg jól kæru vinir
Það var á aðfangadag fyrir mörgum árum í verslun í Stórþorpi úti á landi. Erill undanfarinna daga hafði verði mikill, flestir þreyttir og ungafólkið í búðinni farið að telja niður mínúturnar í lokun og fáir eftir í versluninni. Unga fólkið vissi að auglýstur lokunartími var afstæður og ekki yrði lokað fyrr en fólk hætti að koma inn og ef einhver bankaði á glerið var auðvitað opnað fyrir honum. Þetta voru nú einu sinni jólin. Þegar allt hafði verið kyrrt í dálítinn tíma gaf verslunarstjórinn bendingu um að leikfangaversluninni yrði lokað og gleði starfsfólksins var augljós. Einhver benti þó á að inni á milli rekka í dótahorni væri hreyfing og við eftirgrennslan vissum við að þar var einhver enn að versla. Tíu mínútum síðar var enginn farinn að koma fram að kössum svo verslunarstjórinn gerði sér ferð þangað til að veita aðstoð ef þyrfti. Maður um þrítugt af erlendu bergi stóð þar vandræðalegar í víðri úlpu, niðurlútur og örlítið fát mátti merkja en hann stóð þó bara þarna eins og illa gerður hlutur. Get ég aðstoðað þig vinur sagði stjórinn en fékk ekkert svar, get ég hjálpað þér vinur minn með eitthvað endurtók hann en maðurinn stóð bara kyrr og horfið niður en þó mátti greina öran andardrátt og vandræðalegar hreyfingar.........Verslunarstjórinn kom alveg upp að honum og leit örlítið niður eins og til að ná augnsambandi við hinn niðurlúta mann sem einhvern veginn virtist svo umkomulaus eins og hræddur fugl, titrandi og tárvot augu komu í ljós þegar augu þeirra mættust. Er eitthvað að vinur sagði stjórinn en bætti svo við eftir að hafa rennt vökulum augum yfir manninn, ertu með eitthvað innan á þér. Sá umkomulausi renndi niður víðri úlpunni og þar glitti í eitthvað. Út undan henni dró hann litla dúkku í pakkningu. Skömmin var mikil og greinilegt að þessi maður var þjófur þessa stundina og hafði sett inn á sig dúkku sem kostaði ekki nema tæpar þrjúhundruð krónur, hafði verð í ódýru grindinni, hálfgert drasl en þó einhverra hluta vegna verið að því er virtist þessum manni ofviða að greiða fyrir hana. Unglingarnir í búðinni fylgdust hljóðir með úr fjarlægð og í útvarpskerfi búðarinnar hljómaði lag um kærleika og frið í anda jólanna. Margir hlutir æddu í gegn um huga verslunarstjórans, reglur og reglubrot, samviskusemi og vorkunn, kærleikur og auðmýkt.
Mörgum sinnum í viku er lögreglan kölluð til vegna búðaþjófnaða enda reglur fyrirtækisins ljósar. Allur þjófnaður skyldi kærður til lögreglu og unga fólkið í búðinni beið með öndina í hálsinum. Fjórir tímar þar til jólabjöllur glymdu. Hvað fær mann eins og þennan til að stinga inn á sig þrjúhundruð króna dúkku annað en eymd og fátækt einhvers sem hefur áhyggjur af því að lítil stúlka í lítilli íbúð einhversstaðar úti í Þorpi fái ekki jólagjöf. Þetta var það sem upp kom í huga verslunarstjórans og hann greip í handlegg mannsins, leiddi hann að kössunum, gaf einni kassadömunni bendingu með höfðinu um að koma, tók upp kortið sitt og setti á afgreiðsluborðið ásamt dúkkunni. Við skulum afgreiða þetta svona sagði hann og rétti svo manninum dúkkuna en sá erlendi starði bara á hann. Tárin tóku að streyma og hann ætlaði ekki að vilja sleppa þéttu handartaki. Þakklætið leyndi sér ekki. Út fór hann, en allan tímann hafði hann ekki mælt eitt orð. Þrjár kassadömur voru með glansandi tárvot augu en við brostum þó hvert til annars sannfærð um að þannig átti þetta að vera. Jæja, sagði stjórinn, við skulum taka léttan frágang og koma okkur heim. Undantekningin sannar regluna og það eru nú einu sinni jól. Svik Júdasar í þetta skiptið voru ef til vill stærri en honum fannst sjálfum en það veit Guð að þetta myndi hann gera aftur við sömu aðstæður.
Mörgum árum seinna á öðrum vettvangi rakst hann á tvær stúlkur, orðnar ungar konur á förnum vegi. Eftir smá spjall rifjaði önnur þeirra upp þetta atvik sem hafði gleymst í önnum hversdagsleikans. Þetta var svo rétt, sagði hún og kenndi okkur svo mikið......ég gleymi þessu aldrei.......
Við þurfum stundum að hlusta á samvisku okkar þótt erfitt sé í daganna önnum og treysta því að þar, í glímu góðs og ills, hljómi hin fallega réttláta rödd þess Guðs sem við höfum valið og getum leitað til og þakkað í blíðu og stríðu. Við göngum upprétt inn í þessa komandi hátíð ljóss og friðar en munum að biðja góðan Guð að standa við bakið á þeim sem lítið eiga og minna mega sín og notum hvert tækifæri sem gefst til góðra verka og munum að lítið bros í hversdagsleikanum og leiðbeiningar samvisku okkar geta glatt marga.
Guð gefi ykkur öllum Gleðileg jól kæru vinir. Njótið líðandi stundar.
Um bloggið
Júdas
Eldri færslur
Færsluflokkar
Bloggvinir
- tilfinningar
- tolliagustar
- lindalea
- kisabella
- siggasin
- saxi
- svavaralfred
- ein
- gisgis
- totally
- mofi
- vilborgo
- rebby
- scorpio
- gurrihar
- erla1001
- stormsker
- aslaugh
- jensgud
- eggmann
- blossom
- gretaulfs
- limran
- malacai
- arabina
- toshiki
- gurkan
- gelin
- asarich
- kona
- neytendatalsmadur
- myndamen
- brandarar
- little-miss-silly
- rose
- hebron
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 48796
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta var yndisleg jólasaga og sérstaklega af því að hún er sönn
Megi þessi sami góði Guð gefa þér og öllum þínum ástvinum, gleði og frið á jólunum og nýja árið færa ykkur allt það besta sem hægt er að óska sér
Takk fyrir gamla árið minn kæri bloggvinur
Jónína Dúadóttir, 24.12.2007 kl. 15:31
Hef fylgst með blogginu þínu undanfarið eftir að hafa rambað inn á síðuna hjá þér í gegnum tenglavafr og hreifst af ljóðum og einlægum sögnum af dags daglegu lífi takk fyrir það.... en nú get ég ei stillt mig eftir að hafa leyft 3 tárum að renna niður kinnar mínar eftir lesturinn og þörf er hjá mér til þess að loksins kvitta hér hjá þér. Takk fyrir þessa sögu Júdas og takk fyrir frábær blogg sem gefa til kynna að þarna að baki er manneskja sem áhugavert er að fylgjast með í cyber spaceinu...
Nilla (IP-tala skráð) 25.12.2007 kl. 23:28
Jólakveðjur til litla kúts, unglingskúts og gamla kúts . . . . en ef ég hefði verið verslunarstjóri þá hefði ég stungið ýmsu öðru í pokann með dúkkunni . . . en ég yrði líklega ekki góður svoleiðis stjóri Njótið hátíðarinnar !
Fiðrildi, 26.12.2007 kl. 15:11
Takk kæru vinir, þið gleðjið mig með þessum kveðjum , og ég óska ykkur líka gleðilegra jóla.
Takk Nilla fyrir þetta comment, þér er velkomið að eiga þau fleiri. Það kemur mér skemmtilega á óvart að einhver skuli nenna að fylgjast með hversdagslegum færslum og tilbreytingalausum hugrenningum einfeldnings þar sem vafalaust sáraeinföld mál verða flókin eða eru flækt hér á blogginu. Ég gleðst þó yfir því og finnst ég jafnvel eiga fleiri vini hér.............en þar. Takk.
Júdas, 27.12.2007 kl. 00:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.