30.12.2007 | 09:09
Svik hans við sjálfan sig eru í fararbroddi
Ég sit í eldhúsinu, með kaffibolla ,38 gráðu líkamshita hita, kúturinn sefur á tveimur eldhússtólum hérna hjá mér og ég hlusta á veðrið. Ég held að þetta verði góður dagur. Ég fékk kútinn minn óvænt tvisvar í gær, fyrst í tvo tíma seinnipartinn og svo í gærkveldi en við fórum hinsvegar allt of seint að sofa. Við vorum bara svo vel vakandi og lékum okkur að lego-kubbum. Ég þarf að vinna eitthvað í dag svo kúturinn fer til mömmu sinnar á eftir.
Jólasamveran þótt ljúf væri hafði svolitla eftirmála svo við eldri feðgar verðum líklega einir á gamlárskvöld í matnum en svo reikna ég með að hann fari út til vina svo ég verð einn yfir blá áramótin. Það er hinsvegar alveg ljóst að skemmtanir og áfengisáhrif verða ekki upp á pallborðinu heldur ætla ég að fara að sofa fyrir kl 02 og vakna þá snemma á nýársmorgun nema eitthvað óvænt komi upp. Óvænt er hinsvegar orð sem ég nota nánast aldrei því einfeldningur sem lifir einföldu lífi þarf hvorki að hafa áhyggjur af eða reikna með einhverju óvæntu. Meira að segja sambandsslit á fjögurra til níu ára fresti teljast ekki lengur óvænt.
Einhver slæmska hefur blundað í mér frá föstudagsmorgni en núna virðast kvef og hálsbólga vera að skríða fram með lágum hita og slappleika en það er ekkert sem kaffi, rigning og rok vinna ekki á. Ég þarf að ákveða í dag hvað við unglingskútur snæðum á gamlársdag en andabringur hafa verið ofarlega í kollinum síðan í gær. Það gæti orðið ofaná en ég þarf auðvitað samþykki hans fyrir því.
Ég ef verið svolítið liðtækur í konfektáti þessa dagana og ræktin verið hunsuð í ábyggilega þrjár vikur. Full þörf er því á vasklegum áramótaheitum en þar kemur Júdas sterkur inn. Svik hans við sjálfan sig eru í fararbroddi og áramótaheitin hrannast upp í einföldum hugrenningum hans. Þetta verður gaman að sjá. Ég fann einmitt margra ára gamlan miða um daginn, en hann datt úr bók sem ég var að glugga í. Þar var reyndar hægt með smá lagni að svínbeygja nokkur heitanna svo hluti þeirra gæti þótt með illu móti væri flokkast undir að vera efnd og held ég að Júdas komi þar sterkari inn en margur. Hver segir svo að hann sé alvondur? Hann er langlyndur, góðviljaður, öfundar ekki, er ekki raupsamur, gleðst ekki yfir óréttvísinni og samgleðst oftast sannleikanum. Ef vel er samt lesið eru nokkur atriði sem hann getur ekki talið þarna upp en þau eru ábyggilega nú þegar komin í ljós í þessum pistlum mínum.
Njótið dagsins
Um bloggið
Júdas
Eldri færslur
Færsluflokkar
Bloggvinir
- tilfinningar
- tolliagustar
- lindalea
- kisabella
- siggasin
- saxi
- svavaralfred
- ein
- gisgis
- totally
- mofi
- vilborgo
- rebby
- scorpio
- gurrihar
- erla1001
- stormsker
- aslaugh
- jensgud
- eggmann
- blossom
- gretaulfs
- limran
- malacai
- arabina
- toshiki
- gurkan
- gelin
- asarich
- kona
- neytendatalsmadur
- myndamen
- brandarar
- little-miss-silly
- rose
- hebron
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 48796
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Góðan og blessaðan daginn Ég mundi bara svíkja öll áramótaheit samviskusamlega, ef ég setti þau og þess vegna set ég engin og kemst þannig hjá því að svíkja þau... Sniðug stelpa Gleymdir "jákvæður" og ég er ekki að fíflast með það !
Njóttu dagsins kæri bloggvinur
Jónína Dúadóttir, 30.12.2007 kl. 09:31
Megi töfradísin strá yfir þig glitrandi hamingjudufti yfir áramótin og þín heitasta ósk uppfyllast áður en 2008 kveður . . ég held að þú eigir það skilið
Fiðrildi, 30.12.2007 kl. 19:18
Jónína Dúadóttir, 30.12.2007 kl. 19:26
Andabringur eru eitt af mínum allra uppáhalds, virkilega góður matur sé rétt farið með hann það er að segja.
Láttu þér batna og hafðu það gott um áramótin.
Ragga (IP-tala skráð) 30.12.2007 kl. 19:37
Takk elskurnar...........ég er allur að braggast og harður á því að setja saman áramótaheitalista........púff hvað þetta er langt orð.
Það verður svo bara að koma í ljós hvort ég stend við þetta allt saman
Júdas, 30.12.2007 kl. 19:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.