Finnst værðin í stíl eða stöku?

     Fallegur dagur runninn upp, og eiginlega lýsandi fyrir líðan mína og ekki síst líðan á þessu ári.  Afstaðið er mikið rok og rigning en á þessari stundu er úti værð og friður þótt ég viti ekki hvað verður í boði.  Værð er það orð sem ég tek með mér yfir á nýtt ár og svo auðvitað leitin að skuggum framtíðar sem mikið komu við sögu hjá mér á stuttri bloggævi eftir góða athugasemd hjá góðum bloggfélaga en þetta fyrirbæri er þó óútskýrt með öllu.  Engu að síður er yfir mér værð og vellíðan og vil ég það þakka góðum bloggvinum og þeirri vitneskju sem kom mér einna mest á óvart að nokkrir væru að lesa bloggið mitt af áhuga.  Takk fyrir það kæru vinir.  Ég læt hér fylgja með ljóð eftir Kristján frá Djúpalæk sem var mér hugleikið í leit minni að værð en síðasta línan sem þó átti við í marga mánuði á ekki við í dag.

 

Segðu mér, vinur, er sælan

í sólgylltum lundi?

Er hún í ungmeyja örmum,

eða indælum blundi?

Er hún í ljóðanna línum,

á listanna brautum?

Býr hún í barminum mínum

og birtist í þrautunum?

 

Er hún í úthafsins öldum,

sem æðandi falla?

Eða í holum og hellum?

Á hátindum fjalla?

Er hún í vinnu og vöku?

Í vaxandi megni?

Finnst hún í stíl eða stöku,

stormi og regni?

 

Er hún í elskenda augum,

hjá æskunnar lýði?

Er hún í Bakkusar bikar,

eða blóðugu stríði?

Er hún hjá blóminu bláa,

sem brosir og grætur?

Eða undir leiðinu lága?

Við lausnarans fætur?

 

Er hún í auðugra anda,

eða öreigans hjarta?

Þeirra, sem langþreyttir leita

að landinu bjarta?

Er hún hjá blómanna álfum,

á ylríkum degi?

Býr hún í brjósti mér sjálfum,

Þótt birtist þar eigi?

 

Við feðgar þökkum hlýhug og vináttu á liðnu ári og greinilegt að margur er ríkari en hann hyggur.

Við þökkum Guði fyrir þolinmæði í þrautum og nýjar vonir, fyrir nýja vini og nýjan skilning, fyrir handleiðslu í átt til framtíðar og endurnýjaða værð.

 

Takk fyrir okkur!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Júdas, minn kæri bloggvinur Fyrst þegar ég rakst alveg dauðóvart inn á bloggið þitt, hélt ég að þarna væri komið enn eitt "sorgarbloggið". En við nánari lestur kom allt annað í ljós, hér fann ég hlýjan, vel gefinn, skemmtilegan mann með fínan húmor fyrir sjálfum sér og svo ekki sé nú minnst á pabbann í dæminu..... Og svo held ég líka að þú getir ekki verið neitt sérlega ljótur

Þakka þér sjálfum og megi nýja árið verða þér og kútunum þínum, það allra besta hingað til

Jónína Dúadóttir, 31.12.2007 kl. 08:55

2 Smámynd: Júdas

Takk fyrir þessu fallegu orð kæra vina.  Ég er upp með mér að lesa svona þótt ágiskanir séu.  Sumt gæti átt við og ef ég rifja upp gamla mömmupistla er þetta allt rétt og heldur dregið úr.  Mömmur eru yndislegar.  Fyrstu bloggvinirnir skipa sérstakan sess í huga manns það er greinilegt og pistlana þína svona blátt áfram og mannlega er gaman að lesa.   Takk aftur Jónína.

Júdas, 2.1.2008 kl. 11:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Júdas

Höfundur

Júdas
Júdas

"Einn sem hefur allt en bíður þó eftir einhverju sem hann hefur ekki" Þetta á víst ekki við í dag.  Í dag væri nær að segja. Einn sem hefur allt en þarf að muna, viðhalda og sýna þakklæti. judas_@msn.com

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 48796

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...0808_722078
  • Tröppur
  • Unga konan
  • Bekkurinn okkar
  • Lítill drengur með blóm

http://www.projectplaylist.com/myspace/20002550

Dire Straits - Romeo And Juliet

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband