Móður hans leið betur

     Dimmur dagur, vindur blæs og í hugarfylgsnum er hryggð en ekki uppgjöf.  Uppgjöf hefur aldrei verið í nálægðinni og hryggðin vafalaust lítil og grönn miðað við hryggð margra sem sjá ekki til sálarsólar dag eftir dag eða horfa á eftir þeim sem þau elska hverfa á óþekktar lendur og sjást ekki meir.  Mín hryggð var meiri þegar ég skrifaði „dimmur dagur“ heldur en hún er núna þegar ég rita áfram.  Til þess var þetta gert í upphafi.  Ég kom ekki heim með kútinn minn litla í gærkveldi því móður hans leið betur og náði hún því í hann á leikskólann og hennar vika að auki þótt hún hafi ekki verið með hann undanfarið vegna myrkurs. 

     Hún leit við hjá honum í fyrradag og hann þekkti það hvernig hún bar sig að við útidyrnar því hún var ekki kominn inn þegar sá litli dansaði gleðidans, spratt upp frá kubbunum og var með það á hreinu að mamman eina og besta var að koma.  Hún stoppaði stutt en þau slepptu ekki hvort öðru og ef ég nálgaðist um of fékk ég bendingu frá kútnum um að ég væri kominn inn á hans svæði, og tár féllu úr augum ungu konunnar.   Ég veit og skil að það kemur enginn í staðinn fyrir mömmu, pabbar eru pabbar en mömmur, þær eru sko mömmur.  Ég held stundum að feður viti þetta betur en mæður, þau koma ekki í stað hvers annars en vægið eykst þó þegar annað vantar.  Þegar hún var farin dró kúturinn mig aftur í kubbana en vildi nú sitja í kjöltu minni og ég merkti missinn því fljótlega vildi hann fara upp í sófa þar sem við fórum í bókalestur en varla var pláss fyrir bókina  því svo þétt vildi hann vera upp við mig jafnvel ofan á mér.

     Ég var þreyttur í gærkveldi, svaf í sófanum en þegar ég vaknaði um miðnætti hafði unglingskúturinn breitt ofana á mig sæng,  troðið kodda undir mig og ég man eftir því að hann beygði sig yfir mig og kyssti mig en ég man þó ekki hvað hann sagði. 

     Samkvæmt kerfinu á ég að sækja kútinn á leikskólann í dag og vera með hann í viku en ef ungakonan er viðjalaus ættu þau að eyða saman þessari helgi en ég læt hana ráða því.  Ég vildi þó óska þess og bið Guð um að gefa þeim góðar stundir saman, þau eiga það bæði skilið.  Ef þau verða saman um helgina ætla ég að .........................tja.......reyna að sinna sjálfum mér en mér hefur þó aldrei fundist kúturinn trufla mig neitt í því,  hann passar allsstaðar inn og einfaldur lífsstíllinn veldur því að hann er aldrei fyrir mér, frekar en unglingskúturinn þá og nú.

Göngum glöð inn í þennan dag og höfum hugann hjá þeim sem engin fá faðmlögin.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ég sendi þessari ungu konu mínar hlýjustu hugsanir og vona að hún finni fyrir þeim Og ykkur öllum reyndar, það er aldrei of mikið af svoleiðis......

Ég skil það alveg að geta auðveldlega sinnt sjálfum sér með börnin í kringum sig, þau eru aldrei fyrir, þau eru með

Jónína Dúadóttir, 4.1.2008 kl. 09:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Júdas

Höfundur

Júdas
Júdas

"Einn sem hefur allt en bíður þó eftir einhverju sem hann hefur ekki" Þetta á víst ekki við í dag.  Í dag væri nær að segja. Einn sem hefur allt en þarf að muna, viðhalda og sýna þakklæti. judas_@msn.com

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 48796

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...0808_722078
  • Tröppur
  • Unga konan
  • Bekkurinn okkar
  • Lítill drengur með blóm

http://www.projectplaylist.com/myspace/20002550

Dire Straits - Romeo And Juliet

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband