5.1.2008 | 11:35
Í hnipri á stofugólfinu
Ég fór heldur betur öfugur inn í þennan dag eða kannski best að segja öfugu megin fram úr svo valdi ekki misskilningi. Kúturinn minn lét mig heldur betur finna fyrir nóttinni, var önugur og reiður, bylti sér mikið, grét og vildi fara fram en inn á milli hjúfraði hann sig þétt upp að mér, strauk á mér vangann og bringuna og sofnaði. Hvað amaði að honum veit ég ekki en tvisvar fór ég fram með hann í nótt til þess eins að leggjast í sófann og sofna þar. Núna sefur þessi kútur í hnipri inni á stofugólfi vafinn í teppi en pabbinn ljótari en borðtuska, illa sofinn og órakaður þjórar kaffi frammi í eldhúsi. Unglingskúturinn sefur auðvitað því hormónaflæðið er þvílíkt að lítið þarf til að snúa við sólarhringnum þótt pabbi gamli reyni að koma í veg fyrir það.
Verkefni helgarinnar eru ljós. Fara á í Laugar báða dagana, tveir tvöfaldir expresso á kaffihúsi, safi og kleina handa kútnum, bókasafn ætlum við að heimsækja og eiga viðkomu í fornbókaverslun í leit að ljóðabókum. Kubbaleikir og bókalestur flokkast ekki til verkefna enda jafn eðlilegt og að borða og sofa. Annað er ekki planað fyrir utan kannski það að taka niður jólaskrautið.
Um bloggið
Júdas
Eldri færslur
Færsluflokkar
Bloggvinir
- tilfinningar
- tolliagustar
- lindalea
- kisabella
- siggasin
- saxi
- svavaralfred
- ein
- gisgis
- totally
- mofi
- vilborgo
- rebby
- scorpio
- gurrihar
- erla1001
- stormsker
- aslaugh
- jensgud
- eggmann
- blossom
- gretaulfs
- limran
- malacai
- arabina
- toshiki
- gurkan
- gelin
- asarich
- kona
- neytendatalsmadur
- myndamen
- brandarar
- little-miss-silly
- rose
- hebron
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 48796
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Æi litla skinnið, sko kúturinn Býsna góður dagur í vændum hjá ykkur sýnist mér, góða skemmtun
Jónína Dúadóttir, 5.1.2008 kl. 13:35
Takk Jónína mín, hann fór bara vel þessi dagur.
Júdas, 6.1.2008 kl. 18:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.