6.1.2008 | 10:34
Mér er ætlað að vera án þeirra
Hér var það sem forðum
flögruðu stráum ofar
einn sumardag
í sveitakyrrðinni djúpu
fiðrildin hvít fyrir utan glugga
og lítil dugga sást
sigla heim af miði.
Fiðrildin sem áður
flögra nú ofar stráum.
En speglunina gömlu
getur hvergi að sjá:
Fiðrildi hvít við glugga
og hvít segl fyrir landi.
Leiðir skildust
með skipum og fiðrildum.
Hannes Pét.
Það hlýtur að vera þreytandi að vera skip. Sigla hægt en öruggt á meðan lífið snýst í
marga hringi í landi. Sama hvernig þeim líður og hvernig viðrar, þau færa viðurværi til þeirra sem heima sitja. Þó þarf furðu lítið til að sökkva svona fleyi en það er varla á færi fiðrilda eða hvað?
Þau geta samt truflað mig og gerðu það í gær.
Flögrandi um allt í kring, falleg og fönguleg en þó ekki innan seilingar. Og hverju væri ég bættari með að fanga eitt slíkt þegar tilhneiging þeirra vær sú ein að flögra frá mér á ný?
Mér er ætlað að vera án þeirra enn um stund, ég finn það.
Um bloggið
Júdas
Eldri færslur
Færsluflokkar
Bloggvinir
- tilfinningar
- tolliagustar
- lindalea
- kisabella
- siggasin
- saxi
- svavaralfred
- ein
- gisgis
- totally
- mofi
- vilborgo
- rebby
- scorpio
- gurrihar
- erla1001
- stormsker
- aslaugh
- jensgud
- eggmann
- blossom
- gretaulfs
- limran
- malacai
- arabina
- toshiki
- gurkan
- gelin
- asarich
- kona
- neytendatalsmadur
- myndamen
- brandarar
- little-miss-silly
- rose
- hebron
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 48796
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
... fallegt ljóð... það versta við það að eignast... er óttinn við að missa það aftur...
Brattur, 6.1.2008 kl. 15:33
Það er víst þannig já.
Júdas, 6.1.2008 kl. 18:53
Tengist það ekki einhverskonar fullkomnunaráráttu að hugsa þannig..... Ekki eignast neitt af ótta við að missa það.... Ekki byrja á neinu af ótta við að það verði ekki nógu vel gert.... Það skemmir fyrir, henda því út og njóta þess góða sem lífið hefur upp á að bjóða, hversu lítið eða stutt sem okkur finnst það vera á hverju augnabliki, þá eignumst við líka svo margar góðar minningar
Hlýtt faðmlag inn í daginn
Jónína Dúadóttir, 7.1.2008 kl. 06:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.