Vonarík værð

     Ég sofnaði með kútnum áðan og var að rísa aftur úr rekkju.  Hann er yndislegur, allar þessar endalausu spurningar og upphrópanir því það er svo margt hann þarf að vita og margt sem vekur undrun hans.  Ég er búinn að vera svolítið strangur við hann undanfarið því hann var farinn að færa sig upp á skaftið, sérstaklega í eldhúsinu, ísskápnum og kexskápnum og hann fer auðvitað út á ystu brún ef hann mögulega getur.  Það kostar táraflóð og vinurinn kastar sér í gólfið en svona verður þetta bara að vera.  Hann skánar með hverjum deginum og var eins og perla í dag og í gær.  Ég vorkenni honum bara svo mikið þegar ég er búinn að vera óvenju mikið með honum því mér finnst ég hafa komið honum í þessa aðstöðu og mér er það ljóst að hann þarf meira af mömmunni góðu en hann er að fá síðustu vikurnar.  Um helgina stakk hann alltaf upp á því þegar við fórum út í bíl að við færum til mömmu, „mamma heima“, en við gátum það auðvitað ekki.    Mér finnst hann líka svo mikið á varðbergi og þurfa svo mikla snertingu þegar þetta er svona.  Hann vaknar mikið á nóttunni og umlar eða skælir þangað til hann finnur fyrir mér og oft nægir bara að rétta honum höndina og þá vefur hann sig utan um handlegginn og strýkur á mér hálsinn, bringuna eða vangann.   Á morgnana vill hann bara sitja á mér og ég þarf að halda á honum allar innanhúss leiðir sem farnar eru.  Hann kvartar þegar ég set hann í baðgluggann til að tannbursta mig.   Þegar unglingurinn er heima eltir kúturinn hann eins og skuggi út um allt og sætir allra leiða til að fanga athygli en oftast verða þeir viðskila við herbergisdyr eldri kúts sem titra í takt við alltof hátt spilaða tónlist. 

    Strax er farið að bera á sviknum áramótaheitum í smiðju Júdasar en við hverju er að búast hjá manni eins og honum sem er jú sérfræðingur í þessu.  Best að útiloka þó ekki neitt og setja vonina í öndvegi en mér skilst að þær von og værð séu jafnvel systur.

   Ég óska ykkur vonaríkrar værðar í nótt. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Það er með litlu kútana eins og aðra, þeir fara eins langt og við leyfum þeim Gefðu sjálfum þér smá slaka.... það eru alveg 356 dagar eftir af árinu

Jónína Dúadóttir, 9.1.2008 kl. 05:32

2 Smámynd: Fiðrildi

 Yndislegt

Fiðrildi, 9.1.2008 kl. 14:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Júdas

Höfundur

Júdas
Júdas

"Einn sem hefur allt en bíður þó eftir einhverju sem hann hefur ekki" Þetta á víst ekki við í dag.  Í dag væri nær að segja. Einn sem hefur allt en þarf að muna, viðhalda og sýna þakklæti. judas_@msn.com

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 48796

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...0808_722078
  • Tröppur
  • Unga konan
  • Bekkurinn okkar
  • Lítill drengur með blóm

http://www.projectplaylist.com/myspace/20002550

Dire Straits - Romeo And Juliet

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband