9.1.2008 | 19:52
Ótúrlegt hvað fíkn getur rifið niður fallega hluti
Mér er búið að líða svo vel undanfarið og væntingar mínar til nýs árs eru miklar. Ég hef áður nefnt það hérna að ég sagði það einhvern tímann við konu sem átti viðkomu í lífi mínu að ef ég fyndi ekki til gleðitilfinningar einu sinni til tvisvar á dag að lágmarki án sérstakrar ástæðu færi ég að hafa verulegar áhyggjur. Síðasta ár var ár lítillar gleði hjá mér. Kútarnir mínir voru það eina sem yljaði mér um hjartaræturnar og það ætla ég ekki að vanmeta á nokkurn hátt. Það hefur bara ekki þurft neitt sérstakt til að gleðja mig undanfarin ár því lífsgleðin og þakklætið hefur verið svo mikil. Rigning eða kaffi ilmur hafa dugað og fegurð gat ég séð í nánast öllu. Erfiðleikar síðasta árs eru greinilega að baki og mér finnst ég hafi endurheimt þessa gleði og þetta þakklæti yfir jafnvel hinum smæstu hlutum og því orðinn sjálfum mér líkur. Þess vegna hlakka ég til þessa árs og geri miklar væntingar til þess.
Þegar ég lít til baka man ég að allt árið huggaði ég mig við það að þetta myndi lagast og framundan væru dagar sem færðu mér birtu og yl en vonina missti ég ekki eitt augnablik. Mörgum myndi vafalaust finnast þessi vanlíðan mín léttvæg og tilefnið smásmugulegt en það verður hver að miða við sjálfan sig og það sem áður er á undan gengið en við getum yfirleitt ekki miðað við annað en það sem við þekkjum þótt við vitum af meiri vandræðum annarra einhversstaðar í kringum okkur.
Glíman við vantraust á einhverjum sem maður elskar er eyðileggjandi og ótrúlegt hvað fíkn getur rifið niður fallega hluti, fallegar stundir og fallegar minningar, siði og venjur, sett allt út á klakann og jafnvel fullyrt að ást hafi verið uppspuni og líklega aldrei verið til...................Eftir stendur lítill kútur sem skilur þetta ekki og annar eldri úr annarri átt sem aðeins horfði á. Gamall maður sem veit ekki hvort gert var rétt eða rangt en það er þó búið og gert, og aldrei það kemur til baka. Fullur bjartsýni ætlar hann af stað aftur þótt í honum standi varnaglinn en biturleiki er lítill sem enginn og hatur á kvenþjóðinni sem þó var beðið eftir koma aldrei.
Þó gott sé að búa einn með kútunum sakna ég oft umhyggju hlýlegrar konu, ljúfra athugasemda og hvatningarorða, daðurs og stroka, lítilla kossa í tíma og ótíma og sælustunda í tilfinninga flóði og algleymi.
Koma tímar og kemur bráð, ég meina koma ráð.
Um bloggið
Júdas
Eldri færslur
Færsluflokkar
Bloggvinir
- tilfinningar
- tolliagustar
- lindalea
- kisabella
- siggasin
- saxi
- svavaralfred
- ein
- gisgis
- totally
- mofi
- vilborgo
- rebby
- scorpio
- gurrihar
- erla1001
- stormsker
- aslaugh
- jensgud
- eggmann
- blossom
- gretaulfs
- limran
- malacai
- arabina
- toshiki
- gurkan
- gelin
- asarich
- kona
- neytendatalsmadur
- myndamen
- brandarar
- little-miss-silly
- rose
- hebron
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 48796
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
.. kemur bráð... Karlmenn... piff Skammir búnar... í bili
Þú ert á uppleið, það er gott að sjá. Og þetta með varnaglann, við höfum öll að minnsta kosti einn... það er ósköp eðlilegt, við erum manneskjur með tilfinningar og við verðum að vernda þær
Jónína Dúadóttir, 9.1.2008 kl. 22:02
ég thekki thig ekki og kannski er ég að misskilja herfilega... en ég fékk thad á tilfinninguna að ég og umrædd kona eigum ýmislegt sameiginlegt... fíkn verður öllu yfirsterkara, hún rífur mæður frá börnum sínum, hún drepur allt sem fallegt er ef við leyfum henni thad... veit ekki hvort ég sé að tala eitthvað bull en ég veit að ef ég er að skilja rétt thá var ekkert sem að thú gast í thínum krafti gert til að "bjarga" fíkli.... vona að ég sé ekki að vaða inn á eitthvað sem mér kemur ekki við.... og ef ég er að misskilja thá biðst ég afsökunar kær kveðja og haltu áfram að njóta rigningunnar
Kleópatra Mjöll Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 9.1.2008 kl. 23:54
Þú ert ekki að að troða þér inn í þetta því bloggið er opið og mér þykir vænt um þessi fáu komment sem ég fæ. Ég segi því velkomin. Þú hefur gott skynbragð á þetta þótt ég tali um þetta undir rós en þannig vil ég þó gera að þegar þetta poppar upp í huga mínum eins og það gerir aftur og aftur. Þetta er þó að baki og ég hef kvatt í huga og hönd. Þú mættir vera duglegri að blogga
Ég veit ekki Jónína af hverju ég setti þetta þarna en ég hef hugsað nokkrum sinnum að taka þessa linu út. Mig langar bara svo að vera svalur en ég er samt viss um að ég er bráðin því ég nenni ekki á "veiðilendurnar".
Júdas, 10.1.2008 kl. 07:57
Ekki taka þetta út asninn þinn !!! Þetta er akkúrat svarti húmorinn minn sem ég er að vísu alltaf að reyna að halda niðri, en kann svo agalega vel að meta hjá öðrum.... Frá mínum sjónarhóli séð þá finnur maður fyrst það sem maður veit ekki að maður er að leita að, þegar maður hættir að leita að því.... Það vantar svona broskall sem klórar sér í hausnum yfir spekinni sem ég get stundum látið frá mér.........
Jónína Dúadóttir, 10.1.2008 kl. 08:30
hehehehe, jú jú, ég læt þetta þá standa. Spurning hvort ég standi undir því?
Júdas, 10.1.2008 kl. 18:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.