Ég ætlaði sko að feisa ófétið

     Ég fylltist einhverri orku í gær en ég var að læra í allt gærkveldi.  Kúturinn kom í smá heimsókn sem og öldruð móðir mín en hún lagði upp í ferðalag í gær,  yfirgaf Þorpið og ætlar að vera hér á betri staðnum í nokkra daga.  Hún gistir reyndar ekki hjá mér og skil ég það vel.  Þessi gamla kona er samt ábyrg fyrir því að mörgu leyti hvernig ég er að upplagi og líklega er það þess vegna sem hún er svona blind gagnvart ókostum mínu og einfeldni en í hennar huga er ég samblanda af engli og gullkálfi, ekki slæmt það. 

     Það var sama sagan þegar ég vaknaði í morgun.  Spratt framúr eins og á leið í sérsveitarútkall, æddi fram, og setti á könnuna, hafragrjón í pottinn og fór svo beint að speglinum.  Ég ætlaði sko að feisa ófétið óhræddur sama hvernig hann liti út eða tæki því.  Augu mín horfðu rannsakandi á spegilmyndina og ég var ekki frá því að það örlaði fyrir gæsahúð eða hrifningarhrolli.  Hann var bara nokkuð myndalegur gamli garpurinn og þrekvaxinn líka, ekki svo slæmur.  Þetta boðaði ekkert annað en góðan dag og myndi ég segja að það hafi gengið eftir.  Ég varð hinsvegar að biðja ungu konuna að sækja kútinn á leikskólann og vera með hann í nótt því ég þurfti að læra eins og vitleysingur í kvöld, en ég sæki hann til hennar snemma í fyrramálið, afslappaður og rólegur.  Helgin er okkar og við kútur ætlum að njóta hennar.  Mér skilst að unglingskúturinn sé líka í fríi en reikna þó með því að hann sé búinn að skipuleggja sig alla helgina.

 

 

 

Í draumum, í hugsun

má hæstu fjöll lækka að vild.

Þar lyfti ég yfir þau fæti mínum

sem lágt þrep.  Auðsótt.

Legg tindajökul undir hæl

og hágöngu sólar.

 

Í draumum , í hugsun.

En heppnast mér að stíga

héðan þar sem ég dvel

út í daginn fyrir utan

hið stutta skref

sem skilur okkur sundur?

 

Þorst.Vald.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gott að þér leist svona vel á spegilmyndina  Það er nú aldeilis ljómandi byrjun á deginum.

Njóttu helgarinnar í botn með 1-2 kútum

Óla (IP-tala skráð) 19.1.2008 kl. 01:54

2 Smámynd: Signý

Það væri ágætt að vakna svona einn daginn og líka við það sem maður sér í speglinum... mér líkar aldrei við sjálfa mig svona fyrir hádegi, enda er ég frekar úldin og ljót svona á morgnanna

Flott ljóð annars...  

Signý, 19.1.2008 kl. 07:24

3 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Góðan dag, er ekki spegillinn líka vinur þinn þennan morguninn ? Ég hannaði  baðherbergið mitt sjálf og hafði vit á að staðsetja spegilinn þannig að ég þarf ekki að líta í hann fyrr en mér sýnist og búin að fá mér minnst tvo bolla af kaffi og þá erum við yfirleitt ágætisvinirTrúðu bara mömmu þinni væni, hún er búin að þekkja þig lengur en þú

Góða helgi

Jónína Dúadóttir, 19.1.2008 kl. 08:00

4 identicon

Ég er ekki enn farin að líta í spegilinn þótt ég sé löngu komin á fætur, býst við að þar taki á móti með úfið rautt hár :þ

Hafðu það gott um helgina með drengjunum, ég mun sjá mína takmarkað en það verður að hafa það. 

Ragga (IP-tala skráð) 19.1.2008 kl. 10:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Júdas

Höfundur

Júdas
Júdas

"Einn sem hefur allt en bíður þó eftir einhverju sem hann hefur ekki" Þetta á víst ekki við í dag.  Í dag væri nær að segja. Einn sem hefur allt en þarf að muna, viðhalda og sýna þakklæti. judas_@msn.com

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 48796

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...0808_722078
  • Tröppur
  • Unga konan
  • Bekkurinn okkar
  • Lítill drengur með blóm

http://www.projectplaylist.com/myspace/20002550

Dire Straits - Romeo And Juliet

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband