Konukenndirnar fuku

     Yndislegur dagur.  Ég náði í kútinn til ungu konunnar kl 8 í morgun en hún hringdi í mig og sagði að vinurinn væri að verða viðþolslaus.  Hann hefði í tvo daga kallað á pabba sinn í tíma og ótíma, óvenju mikið í gær og gærkveldi og í morgun var hann búinn að draga útifötin sín um alla íbúð og hrópandi á gamla manninn.   Það er furðulegt hvað þau eru nösk á þetta því hann virðist vita alveg upp á hár að á föstudögum verða vistaskiptin þótt ekkert sé talað um það sérstaklega, og það að ég skyldi ekki sækja hann í gær heyrir til algjörra undantekninga. Það er líka óvenjulegt að ég skuli aðeins vera búinn að hitta hann einu sinni síðastliðna viku en þó ánægjulegt því það sýnir mér að móðurinni líður vel og að hún hefur verið að höndla lífið og tilveruna með ágætum síðustu vikuna. 

     Við kútur byrjuðum því daginn snemma með kaffibolla hjá bróður mínum en héldum svo í Laugar og áttum góðar stundir þar á sitt hvorri hæðinni.  Svo ágætar að ég ætlaði varla að ná kútnum út úr Sprotalandi þegar halda átti út í borgina en það tókst þó og við tók vapp á hina og þessa staði, Elko og Kringlu og síðan heim í sófa með Ísöld 2 diskinn upp á vasann. Pissudúkkan í mér er eitthvað að vakna til lífsins á ný því þegar myndin er að enda, öll hjörðin komin saman og pokarotturnar hoppuðu upp á Tígra fékk ég gæsahúð og kökk í hálsinn en auðvita hristi ég svoleiðis konukenndir frá mér í hvelli til að halda coolinu þótt ekki væri nema fyrir sjálfum mér. Annars væri næsta skref líklegast að pissa sitjandi

Jæja, ætla að stökkva í búð og finna eitthvað handa okkur að borða.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Það er oft eina hvíldin sem ég fæ allan daginn, að sitja þegar ég pissa Það er svolítið ofmetið þetta að pissa standandi

Jónína Dúadóttir, 19.1.2008 kl. 19:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Júdas

Höfundur

Júdas
Júdas

"Einn sem hefur allt en bíður þó eftir einhverju sem hann hefur ekki" Þetta á víst ekki við í dag.  Í dag væri nær að segja. Einn sem hefur allt en þarf að muna, viðhalda og sýna þakklæti. judas_@msn.com

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...0808_722078
  • Tröppur
  • Unga konan
  • Bekkurinn okkar
  • Lítill drengur með blóm

http://www.projectplaylist.com/myspace/20002550

Dire Straits - Romeo And Juliet

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband