Ef til vill ert þú hamingjan við hornið?

     Það voru ekki margir á ferli í morgun þegar við feðgar fórum út úr  húsi en við ætluðum að fá okkur kaffibolla með gömlu konunni og keyra hana síðan á völlinn.  Borgin var þögul og hvert sem við litum var enga hreyfingu að sjá og minnti helst röð ljósmynda.  Raunveruleikinn getur verið svo þögull að hann verður næstum því dapurlegur en hann geri mann þó rólegan og maður fyllist þessari margumtöluðu værð.  Ég hlustaði á kútinn í barnastólnum tala við sjálfan sig og syngja þótt ekki skyldist nema orð og orð af því sem hann sagði og söng en hann var með þetta alveg á hreinu.  

     Hugsanirnar fór á flug og ég velti fyrir mér kostum og ókostum þess vera einn með kútunum og þess að eiga unnustu og sálufélaga.  Niðurstaðan var auðvitað engin eins og venjulega en ég held þó að ég sakni þess sárlega sumar stundir því einmanaleikinn gerir vart við sig af og til og þá sérstaklega þegar þögnin er mikil, kúturinn sofnaður og maður horfir út í borgina gegnum glerið, upplýsta en einmanalega.  Öll plön og vangaveltur um fallegar stundir, rómantískar utanlandsferðir, fallegar gönguferðir og ferðalög um draumalendur hugans missa marks þegar maður hugar að þessu einn og því bægir maður þesskonar hugsunum frá sér og hugar að núinu sem auðvitað má ekki vanrækja en við vitum hvernig það er og fer þegar draumar og væntingar eru látnar víkja.  Ég hugsaði um ferðina sem aldrei var farin og hve falleg hún hefði verið en það er til lítils.  Ég sakna ekki persóna heldur aðstæðna, stunda og hugsana og stend mig að því að horfa þegar fólk leiðist.  Tek eftir smáatriðunum, stroka um bak, snerting augnablik þar sem jafnvel aðeins handarbökin snertast og tveir fingur krækjast í sekúndubrot.  Geng framhjá hamingjunni og finn lyktina af henni jafnvel í dálítinn tíma á eftir. Sný mér við en hún er horfin og óþekktir borgarbúar með.  Nú skal þessu breytt! , en það vekur hjá mér hlátur í huganum og þolinmæðibrot út í annað og ég segi við sjálfan mig  „mundu að þú ert bráðin“  því ekki vil ég að hungur mitt sjáist. 

     Ég hrekk upp af þessum hugsunum við hróp úr aftursætinu, „babbi yngja“ en nú vill kúturinn að pabbi gamli taki lagið, fari með krummavísurnar og fleira til.  Gleðin tekur aftur völdin þótt hálfdrættingur sé og við tökum lagið úti í einmanalegri borginni.

      Ef til vill bíður hamingjan handan við hornið en ég efa það.  Ef til vill ert þú hamingjan við hornið en ég efa það líka.  Sálusorgari  eða sálufélagi gætirðu verið í einmanalegri hringrás bloggisns þar sem upphaf eins er jafnvel endirinn hjá öðrum, gleði eins er sorg annars og hamingja eins er óhamingja einhvers. Þessi vél er ótrúleg og virðist ganga þótt margir hellist úr lestinni því nýir koma í staðinn, margir gangi haltir eða óhamingjusamir, því nóg er af hinum.   

     Sólin skín á lauflaus trén og ég er ekki frá því að þar sé þessu rétt líst því allt á sér einhverjar hliðstæður.  Lítill fugl situr á nakinni greininni  og syngur.

 

Hvort heldur vindurinn leikur í laufi,

eða næðir um naktar greinar,

syngi þér söngfugl hjartans,

sönginn um gleðina.

 

Úlfur Ragnarsson.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég kannast sjálf við þær tilfinningar sem þú ert að minnast hér á og sérstaklega þessa dagana. Að sjá pör í kringum sig eiga þessi litlu en þó fallegu augnablik, fær mig oft til þess að þrá eftir því sama... Mikið kemur þú hlutunum frá þér á skemmtilegan hátt. "Að finna lyktina af hamingju" finnst mér vera ótrúlega flott myndlíking. Stel henni :) Sendi þér úber cyber knús :)

Nilla (IP-tala skráð) 20.1.2008 kl. 15:46

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Fallegur pistill og segir svo margt sem ég á erfitt með að færa í orð

Jónína Dúadóttir, 20.1.2008 kl. 15:59

3 identicon

Já falleg lýsing og kunnuglegar tilfinningar. Það er svo yndislegt að vera ástfanginn  Það eina sem maður getur gert er að hlakka til þegar það gerist næst..

Óla (IP-tala skráð) 20.1.2008 kl. 23:20

4 Smámynd: Júdas

Það er auðvitað málið, að hlakka til en biðin getur verið löng og ströng og alltaf hætta á að maður kveiki á einhverju sem ekkert er.

Júdas, 21.1.2008 kl. 17:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Júdas

Höfundur

Júdas
Júdas

"Einn sem hefur allt en bíður þó eftir einhverju sem hann hefur ekki" Þetta á víst ekki við í dag.  Í dag væri nær að segja. Einn sem hefur allt en þarf að muna, viðhalda og sýna þakklæti. judas_@msn.com

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...0808_722078
  • Tröppur
  • Unga konan
  • Bekkurinn okkar
  • Lítill drengur með blóm

http://www.projectplaylist.com/myspace/20002550

Dire Straits - Romeo And Juliet

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband