21.1.2008 | 07:52
Komum að spegla drauma
Það er fallegur dagur sem tekur á móti þegar draumum næturinnar líkur. Óvenju miklar draumfarir síðustu tvær vikur og einnig í nótt. Mér tekst líklega ekki að stöðva þær þótt ég hafi í gær bægt frá mér dagdraumum. Það er nú líka oft þannig að við bægjum þeim frá þegar við stöndum okkur að því að hafa farið á flug svo það er yfirleitt eftir á sem við bægjum þeim frá en það er of seint. Þetta verður líklega ekki dagur dagdrauma en dagur væntinga verður þetta því ég hlakka til kvöldsins, kútakvöldsins. Eldri kúturinn á sér stóra drauma og miklar væntingar og í huga þess litla fara vafalaust að vakna slíkir draumar sem ekki endilega snerta frumþarfirnar. Þeir eru einlægir í sínu eins og börn eru þangað til við fullorðna fólkið og umhverfið kennum þeim hið gagnstæða. Það er dapurlegt og við ættum að leggja okkur fram við að viðhalda einlægninni með því að vera einlæg sjálf.
Leyfum þeim að dreyma og stöðvum ekki væntingar þeirra því það gæti speglast yfir í daglegt líf þeirra seinna meir.
Hindaraugun og lindaraugað
hvílast á -
hönd fellir sauma:
Komum að fleyta kvöldskini,
komum að spegla drauma!
Gangið glöð inn í hversdagsleikann.
Um bloggið
Júdas
Eldri færslur
Færsluflokkar
Bloggvinir
- tilfinningar
- tolliagustar
- lindalea
- kisabella
- siggasin
- saxi
- svavaralfred
- ein
- gisgis
- totally
- mofi
- vilborgo
- rebby
- scorpio
- gurrihar
- erla1001
- stormsker
- aslaugh
- jensgud
- eggmann
- blossom
- gretaulfs
- limran
- malacai
- arabina
- toshiki
- gurkan
- gelin
- asarich
- kona
- neytendatalsmadur
- myndamen
- brandarar
- little-miss-silly
- rose
- hebron
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Njóttu dagsins og hafðu það gott
Jónína Dúadóttir, 21.1.2008 kl. 08:20
Fallegt og mikið rétt. Það fer eitthvað verulega spennandi að gerast hjá þér með hækkandi sól . . . bíddu bara
Fiðrildi, 21.1.2008 kl. 13:51
Hmmm, hljómar eins og hótun en einhvernvegin á ég ekkert von á því. Biðin hefur verið löng hjá þér Arna og ég óttast mest að hún verði löng hjá mér. Ég er farinn að finna fyrir fælni og varfærni sem var ekki. Hræðslan við að særa einhvern er líka svon sterk.
Júdas, 21.1.2008 kl. 17:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.