22.1.2008 | 21:21
Stundum kemur þögnin
Ég er þreyttur og hugsi, en mér líður vel. Kúturinn lætur mig finna fyrir því og vill bara vera í fanginu á mér. Vildi ekki sofna í gærkveldi og lá þétt upp við mig í nótt. Við fórum á fætur um sex leytið og erum því þreyttir. Þetta ljóð Tómasar kom upp í huga minn í kvöld svo ég fletti upp á því. Ég veit samt að það hefur fennt yfir sporin svo það er engin ástæða til að kyssa þau þótt margar séu fallegar minningarnar. Látum það duga.
Kyrrðin andar svefnljóði
sorgir dagsins á,
meðan dökkva dregur
á dalvötnin blá.
Silfur mánans sindrar
um snævi þakin fjöll.
Við lýsigull og leiftur
hún ljómar, kvöldsins höll.
Og leiftur hvert, sem ljómar,
er lítið ævintýr.
Svo margt, sem enginn minnist,
und mánans faldi býr.
Nú hvarfla þau í hug mér
hin horfnu gömlu ljóð,
sem mjöllin las mér ungum
við mánans bleika flóð.
Þau seiddu mig til drauma
en dagur rann úr sjá,
og köldum feigðarfölva
á fjöll og dali brá.
En aftur rísa úr öskunni
ævintýrin mín-
Minningarnar leiftra
og lýsigullið skín.
Þótt flest sé nú breytt orðið
frá því , sem var,
er máninn ennþá samur
og samar stjörnurnar.
Og söm er lögð um sædjúpið
silfurgeislans brú.
Hér komum við er kyrrt var
á kvöldin, ég og þú.
Ég veit það ekki ennþá
hvort ást ég bar til þín,
en um þig söng ég alla daga
æskuljóðin mín.
Og stundum, þegar heimleiðis
hélt ég einn til mín,
á hjarnið kalda kraup ég lágt
og kyssti í sporin þín.
Minningarnar leiftra
og lýsigullið skín.
Nú dreymir mig um ókomnu
ævintýrin mín.
En stundum kemur þögnin
og þylur gömul ljóð.
Þá þrái ég enn að þakka
hvað þú varst mild og góð.
Svo yndislega æskan
úr augum þínum skein.
Svo saklaus var þinn svipur
og sál þín björt og hrein.
Og ljúft sem liðinn draumur
ein löngun vitjar mín,
að krjúpa á hjarnið kalda
og kyssa í sporin þín.
Tómas Guðm.
Um bloggið
Júdas
Eldri færslur
Færsluflokkar
Bloggvinir
- tilfinningar
- tolliagustar
- lindalea
- kisabella
- siggasin
- saxi
- svavaralfred
- ein
- gisgis
- totally
- mofi
- vilborgo
- rebby
- scorpio
- gurrihar
- erla1001
- stormsker
- aslaugh
- jensgud
- eggmann
- blossom
- gretaulfs
- limran
- malacai
- arabina
- toshiki
- gurkan
- gelin
- asarich
- kona
- neytendatalsmadur
- myndamen
- brandarar
- little-miss-silly
- rose
- hebron
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Jamm Tómas stendur upp úr hjá mér
Eigðu góðan dag í Kútakoti
Jónína Dúadóttir, 23.1.2008 kl. 06:01
Til hamingju með daginn, ég sendi þér falleg blóm... í huganum
Jónína Dúadóttir, 25.1.2008 kl. 09:41
Fallegt ljóð.
Greta Björg Úlfsdóttir, 25.1.2008 kl. 10:54
... af hverju yrkir engin svona lengur?
Brattur, 25.1.2008 kl. 19:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.