26.1.2008 | 11:56
Líklega er ég kominn í hring
Ég vaknaði mikið í nótt. Hlustaði eða lagði handlegginn yfir í hina holuna, þá tómu. Í eitt skiptið reis ég upp en mundi að kúturinn fór til mömmu sinnar í gær. Furðulegt að ég skyldi gleyma því mörgum sinnum í nótt en þegar ég fór á fætur í morgun var það augljóst. Allt tómlegt og hljótt. Ég leit inn í stofu og þar var enginn og ég vissi það auðvitað en kubbarnir hans voru á gólfinu í horninu og ég hugsaði með mér að þarna ætlaði ég að hafa þá alla vikuna og ganga ekki frá þeim í kassann. Það er svo vinalegt að hafa þá þarna. Ég rölti inn til unglingsins sem lá hreyfingarlaus undir sænginni en annar fóturinn stóð út undan. Ég renndi fingrinum eftir ilinni og hann hreyfði sig. Þá er allt í lagi svo ég fór fram og setti á könnuna. Í tómlegu húsinu er þó ennþá svolítil værð og ég ætla að viðhalda henni út vikuna. Einhver kraftur hljóp í mig og ég fór inn í þvottahús, setti í vél og þurrkara, bjó um, stökk í sturtu, þreif baðkerið,sturtuna og salernið og stökk svo leppana. Flott byrjun á deginum, klukkan aðeins hálf átta, vinna framundan og fundur þar klukkan níu svo þetta er allt á góðri leið.
Ég finn það á mér að dagurinn verður góður. Vikan er búin að vera svolítið strembin, vinna, skóli og kútur þannig að dálítið hefur vantað upp á svefninn en ég leysti það mál í gærkveldi, svaf allt kvöldið og bætti svo nætursvefni við. Mér finnst verst að hafa vanrækt bloggið því það er svo gott að geta bloggað um líðan og tilfinningar þótt lítið sé commentað en tilgangurinn er auðvitað að losa þetta úr hugardjúpinu frekar en að rogast með þetta út um allt. Mér þykir svo vænt um þessa fáu bloggvini mína og finn það sérstaklega núna í þessum rituðu orðum. Ég hefði aldrei trúað þessu þegar ég byrjaði að blogga því þótt ég hafi verið í miklum netsamskiptum síðustu 15-20 árin og gamall irkari þegar það var inn, finnst mér þetta ekki síðra.
Annað gengur sinn gang og virðist ætla að gera það óbreytt enda sé ég sporin og fylgi þeim eftir. Ég er líklega kominn í hring því ekkert kemur á óvart lengur í þessu.
Njótið dagsins.
Um bloggið
Júdas
Eldri færslur
Færsluflokkar
Bloggvinir
- tilfinningar
- tolliagustar
- lindalea
- kisabella
- siggasin
- saxi
- svavaralfred
- ein
- gisgis
- totally
- mofi
- vilborgo
- rebby
- scorpio
- gurrihar
- erla1001
- stormsker
- aslaugh
- jensgud
- eggmann
- blossom
- gretaulfs
- limran
- malacai
- arabina
- toshiki
- gurkan
- gelin
- asarich
- kona
- neytendatalsmadur
- myndamen
- brandarar
- little-miss-silly
- rose
- hebron
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
... bara smá kveðja, þú ert duglegur... eina sem ég hef gert í morgun er að borða ristað brauð og drekka te... en ég ætla að reyna að gera eitthvert gagn þegar líður á daginn... fínn dagur held ég líka...
Brattur, 26.1.2008 kl. 12:12
Takk Brattur. Ristaða brauðið og tebollinn er flott byrjun á deginum. Eigðu góðan dag.
Lærðu á kláp þinn
og lát ei allt
þér fyrir brjósti brenna.
Flest bál er kalt
þeim, sem þora og nenna
Þetta á ekkert frekar við, en er þó gott.........
Júdas, 26.1.2008 kl. 14:27
Mér þykir vænt um þig líka og ég dáist verulega að dugnaðinum
Jónína Dúadóttir, 26.1.2008 kl. 14:49
Takk Magna. Auðvitað á maður ekkert að neyða fólk til að commenta og ég biðst afsökunar á því. Sjálfur hef ég mig ekki mikið í frammi utan vinnu en þar get ég engu ráðið um það. Stundum veljum við okkur annan hversdagsleika utan vinnu.
Júdas, 27.1.2008 kl. 07:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.