27.1.2008 | 08:56
Glöð sál síðar
Það var gott að vakna í morgun og heyra í vindinum, greinileg hláka og verður vonandi sem lengst. Ég vona það allavega þótt spáin segi að það eigi að frysta aftur. Kuldinn fer bara ekkert vel í mig, verð stirður og hrollur í mér allan daginn.
Ég kom við hjá kútnum mínum seinnipartinn í gær því hann hafði gubbað heil ósköp nokkrum sinnum en það var nú ekki að sjá á honum að hann væri eitthvað slappur. Var svo glaður að sjá pabbann sinn að hann hljóp með mig út um alla íbúð og vildi sýna mér alla hluti. Unga konan sagði mér að þegar hún var að fara með hann heim í fyrradag hafi hann mótmælt í fyrstu og viljað heim til pabba en ég róaði hana niður og sagði henni að hann talaði líka mikið um hana þegar hann væri hjá mér svo þetta væri bara nokkuð jafnt á báða bóga.
Unglingskúturinn tók á móti mér þegar heim var komið skapvondur og mikið niðri fyrir. Hann átti í deilum við kærustuna og sagði henni upp í kjölfarið. Það er ekki í fyrsta skipti og hann vildi að við settumst niður við eldhúsborðið og ræddum um þetta í smá stund. Við settumst og ég hlustaði á gremjuna, svikin loforð, ljótt orðbragð, brostnar væntingar og tillitsleysi algjört. Ja hérna. En vinurinn minn, þú segist elska hana ennþá og því mæli ég með því að þú bíðir bara rólegur og þegar hún hringir í kvöld, sem er alveg pottþétt, þá tekurðu á móti henni og fyrirgefur henni tillitsleysið og þið ræðið saman. Kannski finnst henni það sama um þig en þú bara sérð það ekki. Stundum er það þannig. Litli Júdas hugsaði sig um í smá stund og viðurkenndi svo fyrir mér að hann væri kannski soldið fljótur að reiðast og kannski líka svolítið tillitslaus á köflum. En þótt við verðum vinir aftur ætla ég allavega að vera á lausu um helgina. Jú jú, þú ræður því auðvitað sjálfur. Fljótur er hann að fyrirgefa þessi elska og alveg frá því hann var pínukútur var samviskan ráðandi í því sem hann gerði. Hann vildi alltaf gera út um alla hluti strax, ræða málin NÚNA og ekki burðast með neitt út í hversdagsleikann. Þannig þekki ég þetta sjálfur. Að ná sáttum við sjálfan sig og samvisku sína þýðir það að fyrirgefning og uppgjör verða að gerast strax til að hversdagsleikinn verði bærilegur og gleðin geti tekið völdin. Værðin er ekki í boði nema borðið sé hreint. Það veit hann líka. Hvort þetta er kostur eða galli veit ég ekki, því stundum hvílir þetta svo þungt á mér sjálfum en verður þó til þess að maður leitar leiða til lausna. Við feðgar fengum ólíkt uppeldi og tengsl okkar við föður eru mjög ólík en við eigum þetta engu að síður sameiginlegt. Það á svo eftir að koma í ljós hvort litli kúturinn hafi fengið þetta í vöggugjöf.
Grátekka
gengin fet
ný munu mýkja.
Lát ekki
lengi um set
því von víkja.
Ský dregur
dökk á brá
röðli tál tíðar.
því fegur
þökk má tjá
glöð sál síðar.
Þorst.Vald
Um bloggið
Júdas
Eldri færslur
Færsluflokkar
Bloggvinir
- tilfinningar
- tolliagustar
- lindalea
- kisabella
- siggasin
- saxi
- svavaralfred
- ein
- gisgis
- totally
- mofi
- vilborgo
- rebby
- scorpio
- gurrihar
- erla1001
- stormsker
- aslaugh
- jensgud
- eggmann
- blossom
- gretaulfs
- limran
- malacai
- arabina
- toshiki
- gurkan
- gelin
- asarich
- kona
- neytendatalsmadur
- myndamen
- brandarar
- little-miss-silly
- rose
- hebron
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Tvímælalaust kostur væni minn, líkt og að fara jafnóðum út með ruslið en ekki leyfa því að safnast upp..... Tek undir þetta með fjárans kuldann
Jónína Dúadóttir, 27.1.2008 kl. 09:14
Mikið er ég ánægð að sjá hér tvö sem eru eins og ég - vilja snjóinn burt!
Svo er ég held ég líka svolítið eins og þú með að vilja útkljá hluti strax - en ég get orðið illa langrækin og sár ef mótaðilinn vill ekki ræða málin og bara salta þau, eða vill ekki einu sinni viðurkenna að neitt hafi gerst og flokkar uppákomur sem smámuni, þá ná málin að gerjast innra með mér og ekki verður eins auðvelt að laga hlutina. Stundum finnst mér eftir á að í samböndum hafi ég reynt of lengi að gleyma einhverju sem sagt var í hita leiksins, en sem samt sat í mér, því það fékkst ekki rætt - þá hefði verið betra að slíta þessu strax og spara sér þá vanlíðan.
Greta Björg Úlfsdóttir, 27.1.2008 kl. 12:45
... seint og um síðir lærði ég að "ræða málin strax" og ná lendingu... get ekki líst því hvað það er miklu betra en að geyma uppgjörið... svo er náttúrulega best af öllu að vera sáttur við sjálfan sig... þá eru manni allir vegir færir...
Brattur, 28.1.2008 kl. 22:04
Eitt hjarta ég þekki, eitt hjarta,
sem hamingjuna fann.
Of skógurinn angaði allan daginn
og eilífan söng og rann.
Sumir leita þess alla ævi,
sem aðra bindur í hlekki.
Á harmanna náðir þau hjörtu flýja,
sem hamingjan nægir ekki.
Eitt hjarta ég þekki. Því er
svo þögult allt í kringum mig.
Streym, elfur, hægt í hafið.
Lát húmið, skógur, byrgja þig.
Kær kveðja,E
Tómas Guðmundsson.
Bestu kveðjur, E.
Edda (IP-tala skráð) 29.1.2008 kl. 03:20
Góðan dag
Jónína Dúadóttir, 29.1.2008 kl. 06:52
Takk fyrir þetta Edda. Tómas er góður og ljóðasafnið hans á fastan sess hér á eldhúsborðinu hjá mér.
Brattur þar erum við algjörlega sammála. Ert kaupmaður?
Gréta ég hefði tilhneigingu til að stíga út úr svoleiðis krísu þ.e ef ekki næðust sættir til þess eins að bjarga mér frá ósætti og vanlíðan.
Góðan dag til þín líka elsku Jónína
Júdas, 29.1.2008 kl. 08:49
Þú ert hrifinn af Þorsteini Vald.
Ég er hinsvegar hrifnari af kuldanum.
Sigga, 29.1.2008 kl. 10:13
Það get ég ekki skilið, hvers vegna í ósköpunum?
Júdas, 29.1.2008 kl. 15:57
Kuldinn er svo góður fyrir andann, sjáðu til. En bara ef honum fylgir snjór.
Sigga, 29.1.2008 kl. 17:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.