31.1.2008 | 08:24
En langi þig til að mig langi til
Ég aðhefst það eitt sem ég vil
og því aðeins að mig langi til.
En langi þig til
að mig langi til-
þá langar mig til svo ég vil.
Þorst.Vald
Það er nú svo sem ekki margt sem mig langar til í dag nema þá að eiga góðan og ljúfan dag. Þetta verður þó dagur anna því það liggja mörg verkefni fyrir hjá mér og ég þarf virkilega á því að halda að fá frið við skrifborðið í dag. Líkurnar á því eru samt ekki miklar því kaffiilmur um skrifstofurnar er nóg til að ég spretti upp og þefi uppi ilminn en ég aðhefst jú það sem ég vil. Ég sótti kútinn á leikskólann í gær skv. beiðni og skutlaði honum til ungu konunnar því hún hafði farið ælandi heim úr vinnunni. Ég reiknaði með því að vera með hann um nóttina en hún hringdi og sagði að sér liði betur svo ég skutlaði honum til hennar. Í morgun hringdi hún svo í mig og bað mig að keyra hann í leikskólann og auðvitað geri ég það en því aðeins að mig langi til og án nokkurra spurninga............. Það verður því fyrsta verkefni dagsins, en ég sæki kútinn svo í dag kl 17 degi fyrr en venjulega því hún er að fara erlendis. Ég staldraði við augnablik í skrifunum því ég var ekki viss um að ég ætti að blogga um þolinmæði en ég geri það samt. Þolinmæði gagnvart litlum kútum og unglingskútum er bara eðlileg og þeirra vegna hef ég alla tíð sýnt barnsmæðrum mínum alla mína þolinmæði og þar er aldrei komið að tómum kofanum að minnsta kosti ekki enn sem komið er. Ég aðhefst jú það sem ég vil. Ég lít stundum á það þannig að þessar yndislegu konur sem eyddu með mér nokkrum árum og ólu mér þessa yndislegu kúta hafi líklega þurft að sýna mér mikla þolinmæði, duttlungum mínum og sérvitringshætti svo ég ímynda mér að þær langi til að mig langi til að sýna þeim alla mína þolinmæði svo mig langar til svo ég vil. Er þetta ekki tómt bull?
Njótið blíðunnar í þolinmæði
en aðeins ef þið viljið.
Um bloggið
Júdas
Eldri færslur
Færsluflokkar
Bloggvinir
- tilfinningar
- tolliagustar
- lindalea
- kisabella
- siggasin
- saxi
- svavaralfred
- ein
- gisgis
- totally
- mofi
- vilborgo
- rebby
- scorpio
- gurrihar
- erla1001
- stormsker
- aslaugh
- jensgud
- eggmann
- blossom
- gretaulfs
- limran
- malacai
- arabina
- toshiki
- gurkan
- gelin
- asarich
- kona
- neytendatalsmadur
- myndamen
- brandarar
- little-miss-silly
- rose
- hebron
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er auðvelt að skilja þetta bull og þetta er alls ekki eins mikið bull og það gæti litið út fyrir til að byrja með....... þetta fer að líkjast bulli hjá mér ef ég held svona áfram Njóttu dagsins og komdu bara hingað í fjandans norðan stórhríðina ef þig langar að láta reyna aðeins meira á þína, að því er virðist, óþrjótandi þolinmæði
Jónína Dúadóttir, 31.1.2008 kl. 08:41
..ég las því mig langaði ....
eigðu góðan dag og næsta dag ...
múminstelpan (IP-tala skráð) 31.1.2008 kl. 23:32
Nei takk Jónína, sama og þegið. Væri til í sumarblíðu en ekki skítkast og naglabrot.
Takk fyrir að langa mímínstelpa.
Júdas, 31.1.2008 kl. 23:36
Mig langaði bara að segja góðan dag
Jónína Dúadóttir, 1.2.2008 kl. 06:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.