Ofmetin faðmlög

     Það verður erfitt að láta sér detta í hug Júdas þar sem rætt er um aukvisa í dag.  Slíkur var krafturinn seinnipartinn í gær og fram á kvöld allt til að róa hugann.  Þrifið var hátt og lágt, ryksugað, skúrað og meira að segja eldhúsinnréttingin þrifin að utan sem innan.  Það var kannski það eina sem ekki er gert reglulega, að minnsta kosti ekki að innan.  Nú vakna hjá mér efasemdir það hvort vinir mínir halda mig sóða og kjósi mig sóða mánaðarins eða ekki......... en það er ég sko ekki.  Ég opnaði meira að segja ísskápinn hjá mér og sá ekki ástæðu til að gera neitt því hann glansaði að innan.   Það myndi hann ekki gera ef hér byggju sóðar.  Litli kúturinn tók virkan þátt í þessu en áttir erfitt með að standast þá freistingu að fara ekki inn á nýskúruð gólfin en hann reyndi þó eins og hann gat.  Þvottar voru þvegnir og haugurinn í barnarúminu ónotaða af hreinum þvotti nálgast nú lofthæð og er að verða illkleyfur. Þegar ég fletti Fréttablaðinu í morgun leitaði ég að smáauglýsingu þar sem eitthvert fyrirtæki eða góðhjartaðar ömmur tækju að sér frítt eða gegn greiðslu að vinna niður svona taufjallgarða en gat ekki séð neitt um það.  Þetta er í rauninni það eina sem stendur í mér hvað varðar heimilisverk og ég hef líka minnst á það alloft hér á blogginu.  Samt skilur enginn þennan vanda hjá MÉR og býðst til að redda þessu.  Haugurinn nálgast nú þau mörk að brunaeftirlitið gæti fundið að þessu, bæði út af eldhættu og vegna þess hve nálægt loftinu hann er en mér skilst að skv. reglugerðum eigi að vera eitthvert bil eða öndunarrými þarna á milli.  Jæja, best að hætta þessu væli.  Fer í þetta ferskur seint í kvöld eftir  fund hjá SAUÞS , Samtökum áhugafólks um þvotta skrekk.  Fæ þar faðmlög og hvatningu.  (Vil taka það fram að ekki er verið að gera grín að fólki með geðraskanir eða vímuefnavanda á neinn hátt).

     Faðmlög já.  það er undarlegur pakki.  Fólk vefur sig hvað utan um annað, mislengi, segir eitthvað fallegt eða bara þegir, líður miklu betur á eftir og um það streyma hugsanir og tilfinningar að engu lagi er líkt.   Ég veit ekki hvort ég sakna faðmlaga við konu en núna þegar ég hugsa þetta nánar staldra ég við í skrifunum í bið eftir svari og verð að svara því játandi.  Ég sakna samt meira litlu snertinganna sem ég hef áður talað um, þessara sem ekki er gert ráð fyrir, finna fyrir handarbaki eða finna fingur vefjast utan um manns eigin fingur, jafnvel bara einn eða tvo.  Nóg er af faðmlögum við kútana mína en það er auðvitað allt annað þótt gefandi sé.  Við unglinskútur föðmumst nánast daglega og litlakút er ekki annað hægt en að faðma enda er hann eins og  sogblaðka utan á manni lögnum stundum.  Ef til vill eru þessi faðmlög bara ofmetin, eitthvað sem allir þrá og telja sig vanta en er bara dulin löngun í góðan kaffibolla og nokkur brot af 70% suðusúkkulaði með sem gæti leyst þessa tilfinningakreppu eftir fyrsta sopa.  Þvílíkur kraftur í þessum dýrðlega vökva og skildi engan undra hve hann hefur breytt meira að segja sögunni og venjum fólks.

Best að fá sér meira kaffi.

 

 

Ég sem ekki neina

sögu, úr stundum mínum.

Ein kemur

þegar önnur fer.

Ég dvel hér við sjóinn.

Læt syngja pennann minn.

 

Öfundsverðir hinir

sem á öllu standa fast

og eygja söguþráð

gegnum sjálfan tímann.

 

Hannes Pét.

 

 

Njótið dagsins og forðist ekki faðmlög.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Fínn pistill eins og venjulega og ég skal brjóta saman þinn þvott ef þú brýtur saman minn þvott tek samt skýrt fram að ég hef fulla samúð með þér

Jónína Dúadóttir, 3.2.2008 kl. 15:12

2 identicon

Heyrðu.. skrepptu yfir með þvottinn... og ryksuguna  Ég skal brjóta saman fyrir þig á meðan þú ryksugar fyrir mig

Óla Maja (IP-tala skráð) 3.2.2008 kl. 22:46

3 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Hlýtt faðmlag inn í bolludaginn

Jónína Dúadóttir, 4.2.2008 kl. 06:52

4 Smámynd: Júdas

Þið eruð yndislegar!  Greinilegt að allir vilja gera eitthvað fyrir mig ef ég geri eitthvað sambærilegt á móti! .  Ég er hinsvegar góður á ryksugunni og hef valið þær af kostgæfni, jafnvel betur en konurnar í lífi mínu (það eru tilviljanir) svo ég tali nú ekki um bílana í lífi mínu. 

Jónína tökum við þvottinn ekki bara með á vinnukvöld hjá SAUÞS og höfum gaman að þessu, kaffi og alles.

Ísl.borgari:   Sagði garpurinn þetta?  Ég veit ekki með síðustu dagana hans en hann leit svo illa út þegar hann kom til landsins ræfillinn að ég hefði ekki ein sinni viljað snerta hann með priki................(Getur verið að þetta sé vandamálið hjá mér? , þær eiga engin prik............)

Óla mín, þetta gæti verið málið.  Philips ryksugan mín 2200w með  10 m rafm.snúru, tveggja m.barka og þrískiptu röri er draumur ársins.   Þótt hún hugsi ekki sjálfstætt er hún svo góð að það má ryksuga kringum sofandi manneskju án þess að  hún vakni.   Ekki það að að það nýtist í þessu tilviki sko  en hún er samt góð...........

Úhhhh,  Magna  ég átti ekki von á þessu.  Kúturinn minn gerði bolluvönd í leikskólanum sem entist bara fram í fatahengi.  Skil ekki af hverju bolluvöndurinn var svona lélegur úr því að leikskólagjöldin eru svona dýr.

Takk fyrir faðmlagið Jónína mín.  Tek undir það í anda Fishers.  Blessuð sé minning hans.

****ég sakna Örnu soldið Jónína.......af hverju er hún hætt að commenta hjá mér?, var ég eitthvað dónalegur?

Júdas, 4.2.2008 kl. 07:32

5 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Júdas minn, þér er fjölmargt til lista lagt, en dónaskapur er alls ekki þar á meðal !!!!! Af skrifum þínum að dæma, held ég þú dræpist frekar en að vera dónalegur Hún er bara í sínum heimi þessa dagana og kemur fyrr en varir aftur til leiks

Jónína Dúadóttir, 4.2.2008 kl. 07:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Júdas

Höfundur

Júdas
Júdas

"Einn sem hefur allt en bíður þó eftir einhverju sem hann hefur ekki" Þetta á víst ekki við í dag.  Í dag væri nær að segja. Einn sem hefur allt en þarf að muna, viðhalda og sýna þakklæti. judas_@msn.com

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...0808_722078
  • Tröppur
  • Unga konan
  • Bekkurinn okkar
  • Lítill drengur með blóm

http://www.projectplaylist.com/myspace/20002550

Dire Straits - Romeo And Juliet

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband