4.2.2008 | 07:55
Þvílíkt veganesti út í þennan dag
Hann var úfinn og krúttlegur kúturinn sem rölti fram í morgun með vatn í stútkönnu og grænan krókódíl sem hann dró á halanum eftir gólfinu. Stóð í holinu og ruggaði og beið eftir því að verða tekin og faðmaður. Svo er hann sagður líkur pabba sínum, þvílíkt bull. Ég verð seint talinn krútt úfinn og þreytulegur og svo man ég ekki eftir því að hafa komið með krókódíl fram á morgnanna. Inni í öðru herbergi var annar kútur heldur þreyttari en ég er ekki frá því að hann hafi komið fríðari undan feldi en við hinir. Svo er hann sagður líkur móður sinni. Þvílíkt bull. Auðvitað er hann líkur okkur hinum.
Fríhelgi er að baki og alvara lífsins blasir við. Við göngum allir ókeikir inn í hana sannfærðir um ágæti okkar og getur, fríðleika og fas. Þvílíkt veganesti út í þennan dag og þessa viku.
Það er greinileg að skuggar framtíðar verða aðeins skjól í hita leikjanna og tilhlökkunarefni að mæta þeim og njóta þeirra. Hvenær það verður veit ég ekki en það verður...........
Njótið dagsins.
Um bloggið
Júdas
Eldri færslur
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
tilfinningar
-
tolliagustar
-
lindalea
-
kisabella
-
siggasin
-
saxi
-
svavaralfred
-
ein
-
gisgis
-
totally
-
mofi
-
vilborgo
-
rebby
-
scorpio
-
gurrihar
-
erla1001
-
stormsker
-
aslaugh
-
jensgud
-
eggmann
-
blossom
-
gretaulfs
-
limran
-
malacai
-
arabina
-
toshiki
-
gurkan
-
gelin
-
asarich
-
kona
-
neytendatalsmadur
-
myndamen
-
brandarar
-
little-miss-silly
-
rose
-
hebron
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Frábært nesti inn í fínan dag
Jónína Dúadóttir, 4.2.2008 kl. 07:58
... svo er bara að njóta líðandi stunda... því þessir tímar koma ekki aftur...
Brattur, 4.2.2008 kl. 20:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.