12.2.2008 | 08:16
Sjálfshjálparhópur særðra spegilmynda
Hlátur og glaðværð var það sem tók á móti mér þegar ég kom fram í morgun. kátína og ferskleiki útvarpsþáttagerðarmann er ekki akkúrat það sem ég vildi heyra þreyttur og stirður. Líðanin var eins og hjá klósettbursta rétt eftir notkun og útlitið í samræmi við það. Lærdómur síðustu tveggja daga hefur tekið á því ég hef þurft að hafa svolítið fyrir þessu sem byggist þó aðeins á djúpum vangaveltum þar sem ég stari á skjáinn og hugsa. Getur það verið að ég sé bara svona illa gefinn og það sé vegna vorkunnsemi kennaranna eða greiðslu frá fyrirtækinu sem verkefnaeinkunnir séu góðar? Það er allavega gott að ekki sé verið að gefa einkunnir fyrir morgunútlit því ég er ekki frá því að spegilmyndin hafi hreinlega litið undan í morgun annaðhvort af tillitssemi eða hreinlega til verndar sjálfri sér. Þær eru jú réttindalausar með öllu og engir áfallahópar starfandi fyrir þær. Nóg af bulli.
Kaffi og nóg af því verður að teljast góður startvökvi í morgunsárið og nú þegar er komin ein uppáhelling og önnur á leiðinni. Merkilegt hvað þetta er góður vökvi en hinsvegar var ég rétt í þessu að uppgötva það mér til mikillar skelfingar að bollinn eini sanni er farinn að leka. Fyrsta bloggfærslan mín fyrir 146 færslum síðan fjallaði einmitt um þá skelfingu þegar næst síðasti bollinn í þessu gamla setti frá mömmu gömlu fór í gólfið og mölbrotnaði. Hann er enn í upp í skáp og bíður þess að ég raði honum saman. Það er því áhyggjuefni að þessi sé farinn að leka. Hvað gera svona sérvitringar þegar hætta steðjar að og einfeldninni stafar ógn af einhverju sem í augum flestra getur varla skipt miklu máli en er í ljósi einfeldni gríðarleg hætta sem gæti sett allt úr skorðum og jafnvel eyðilagt þær fáu unaðsstundir sem gömlum manni standa til boða. Ég bið ykkur að fyrirgefa mér kæru bloggvinir hversu leiðinlegur ég get verið því ég var að lesa yfir þessa færslu og komst að því að hún er nánast ekki um neitt og hlýtur því að komast í 144 færslna úrtak um þær leiðinlegustu sem ég hef skrifað.
Jákvæðni dagsins er sú að þegar botninum er náð liggur leiðin aðeins upp á við og undirstaðan til spyrnu ein sú besta sem völ er á í stöðunni ekki satt. Reyni að standa mig betur í blogginu næstu daga. Unglingskúturinn minn var að koma fram rétt í þessu og staðfesti það sem ég hélt að ég væri ljótur og þreyttur með athugasemd sem ég svaraði auðvitað um hæl í sömu minnt, en ekki hvað.
Njótið dagsins kæru vinir og látið mig vita ef þið finnið á netinu sjálfshjálparhópa fyrir særðar spegilmyndir.
Um bloggið
Júdas
Eldri færslur
Færsluflokkar
Bloggvinir
- tilfinningar
- tolliagustar
- lindalea
- kisabella
- siggasin
- saxi
- svavaralfred
- ein
- gisgis
- totally
- mofi
- vilborgo
- rebby
- scorpio
- gurrihar
- erla1001
- stormsker
- aslaugh
- jensgud
- eggmann
- blossom
- gretaulfs
- limran
- malacai
- arabina
- toshiki
- gurkan
- gelin
- asarich
- kona
- neytendatalsmadur
- myndamen
- brandarar
- little-miss-silly
- rose
- hebron
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þú stendur þig alveg glymrandi vel á blogginu Kímnigáfan þín er dásamleg og ritstíllinn frábær
Jónína Dúadóttir, 12.2.2008 kl. 08:27
Æ, þú ert svo góð við mig Jónína mína Eigðu góðan dag þrátt fyrir mengunarskilyrðin þarna fyrir norðan.
Júdas, 12.2.2008 kl. 08:44
Ég er ekkert góð, ég er bara að segja það sem mér finnst ! Og veistu, hér eru lífsskilyrðin alltaf að bestna... get núorðið andað án súrefnisgrímu, allt ruslið og mölin farið í gámana og það koma alltaf fleiri og fleiri húsgögn og aðrar nauðsynjar í ljós, undan stóru gráu rykhaugunum Óska þér góðs dags líka !
Jónína Dúadóttir, 12.2.2008 kl. 09:05
...spegilmyndin mín þarf á svipaðri aðstoð að halda. kannski þær myndu hressast ef þær myndu hittast ?
eigðu góðan dag...bloggið þitt er að vinna sér sess sem "fastur liður"
kv. múmínstelpan
múmínstelpan (IP-tala skráð) 12.2.2008 kl. 15:09
Já ssssæææll... Eigum við að ræða þetta eitthvað??? ;-)
Rakst á síðuna þína á bloggvafri um netheima.
Er ekki sjálfshjálparhópur á einkamal.is ;-) múhahahha.....
Lindan, 12.2.2008 kl. 16:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.