Brimsins mjallhvíta lauf

     Komið kvöld og er einn í sófanum.  Ekki slæmt kvöld.  Lítill kútur var hérna áðan og eldaði  með stóra bróður og gamla manninum. Við elduðum tortillur og hann söng fyrir okkur „allur matur á að fara“ og það er eiginlega í fyrsta skipti sem við heyrum hann syngja heilt lag einn og óstuddur.  Við eldri feðgar vorum fullir aðdáunar og kúturinn lék á alls oddi.  Hann fékk alla þá athygli sem hann vildi.  Unga konan bað mig um að sækja hann á leikskólann og ánægjan öll mín megin.  Hann var yndislegur.  Nú er aðeins tveir dagar í að kútavikan hefjist og við eldri feðgar fullir eftirvæntingar.

 

        Það stefnir í fríhelgi hjá mér og þá meina ég fríhelgi.   Kútavikan gerir mig svo rólegan og því fylgir svo mikil værð.   Að sitja einn í stofunni kútalausu vikuna er einmanalegt og ég þarf að hafa fyrir því að vera rólegur en þegar kúturinn er hjá mér og þótt hann sofi og ég einn í stofunni er það allt annað.  Yfir mér er værð og ég er rólegur.  Mér finnst eins og ég hafi margsagt þetta og á klárlega eftir að gera það oftar.

 

    Ég hefði átt að læra í kvöld og jafnvel vinna því  nóg er af verkefnum þar en ég datt í ljóðalestur og ætlaði að henda inn á bloggið ljóði.  Ég stoppaði samt bara við dapurleg ljóð sem enduðu svo illa að mér fannst það ekki lýsa líðan minni nægilega vel.  Þau hafa jú gert það hingað til.  þetta var það eina sem mér fannst koma til greina svo ég læt það flakka.

 

 

Veturinn veit að ég bíð þín

veit að ég sakna þín stöðugt

og færir mér allt sem hann á

af ágætu skrauti:

Bind ég þér blómsveiga marga

úr brimsins mjallhvíta laufi

og rósum í rúðunnar hélu

svo raða ég stjörnum hjá

í nafn þitt, uns návist þín ríkir

og nóttin er hvelfd og blá.

 

     Komið nóg í kvöld, því ég fer nett í taugarnar á mér.  Hef lítið að gefa og alltaf eins og ég vilji ekkert þiggja heldur.   Spurning um að auglýsa opið hús um helgina, kaffi og með því.......gjörið svo vel.  Ég kæmi mér líklega að heiman til að þurfa ekki að kynnast fólki eða eignast vini?

Dreymi ykkur vel!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

He,he,he,  allavega máttu eiga það - að þú kemur vel fyrir þig orði   OG ljóðið er yndislegt... eftir hvern?

Málið er (að ég held) að lífið sé ekki fullkomið hjá þér, nema að báðir "björgunarkútarnir" séu hjá þér....  - am I right or am I right?   Þú verður að komast yfir það að þú hefur þá báða nefnilega bara að "láni" mundu það.

En hins vegar líka, blasir lífið við þér "stjörnubjart" og fallegt,  það er ég alveg viss um, ef bara þú leyfir því...      Kær kv. E.

Edda (IP-tala skráð) 14.2.2008 kl. 01:34

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Sko, ef þú hefur opið hús og ætlar svo bara að stinga af, þá kem ég alls ekkert í kaffi Ég held að með lífið sé ekki: leitið og þér munið finna, ég held það sé: hættið að leita og þá finnið þér..... Svakalega djúúúpt, enda á þriðja kaffibolla morgunsins. Njóttu þess að vera bara þú í dag, ekki Júdas, ekki pabbinn, bara þú sjálfur..... Hlýr vinarkoss inn í daginn

Jónína Dúadóttir, 14.2.2008 kl. 07:08

3 Smámynd: Júdas

Þið eruð ljúfar!  Hið fullkomna líf hélt ég alltaf að væri par með þrjú börn.  Ekki vængbrotinn miðaldra maður með ungling og kútaviku.............Það er samt nokkuð ljóst að ég vel mér þetta samanber pistil um helgina.  Sumir segja að það þurfi alltaf tvo til að slíta samböndum en Júdas hefur verið einfær um það. 

Fallegur dagur samt í startholunum, svo njótið hans.  Maður flýr ekki fallega daga!

Jónína!  Ég myndi samt skilja eftir kaffi og myndaalbúm  og jafnvel líta við sjálfur............skilja Júdas eftir.

Edda mín þetta ljóð er eftir Hannes Pétursson, ég gleymdi bara að setja það undir.  Ef til vill þarf ég heilt björgunarskip nú eða bara grípa til sundsins og byrja að synda grimmt.

Hvað er betra en knús Magna?  Takk fyrir það.

Júdas, 14.2.2008 kl. 07:48

4 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Það er alveg sama hvernig þú snýrð því, þú getur aldrei eignað sjálfum þér allan "heiðurinn" af sambandsslitum... hugsa rökrétt minn kæri  Það eru nefnilega alltaf tveir í sambúð og ef þau/þær/þeir passa ekki saman, þá er alveg sama hvað annar aðilinn reynir og hversu mikið hann vandar sig og vill og langar...... virkar aldrei bara á annan veginn Búin að prófa það, virkar ekki

Jónína Dúadóttir, 14.2.2008 kl. 08:32

5 Smámynd: Fiðrildi

Döpur ljóð . . ... það er ákveðin fegurð í þeim sem er gott að þú kannt að sjá og meta.  Ekki forðast þau því þau koma þér bara nokkrum skrefum áfram.

Farðu nú að opna vængi þína og fljúga . . . . beinbrotin læknast best með hreyfingunni ;)

Fiðrildi, 14.2.2008 kl. 11:00

6 Smámynd: Júdas

Takk Arna mín.   Ætli ég sé ekki bara að bíða eftir uppstreymi........................ætti kannski að leita að því.

Júdas, 14.2.2008 kl. 20:02

7 Smámynd: Sigga

Þetta ljóð er yndislegt. Ég get lesið það aftur og aftur.

Sigga, 15.2.2008 kl. 22:11

8 Smámynd: Júdas

Já Sigga, það finnst mér líka.  Greinilegt að Hannes Pétursson sem orti þetta hefur saknað hennar mikið.  Ég tengi þetta samt ekki neinni konu heldur fallegrar nálgunar á samböndum sem ég sakna en get ekki komið orðum að því.

Júdas, 16.2.2008 kl. 01:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Júdas

Höfundur

Júdas
Júdas

"Einn sem hefur allt en bíður þó eftir einhverju sem hann hefur ekki" Þetta á víst ekki við í dag.  Í dag væri nær að segja. Einn sem hefur allt en þarf að muna, viðhalda og sýna þakklæti. judas_@msn.com

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...0808_722078
  • Tröppur
  • Unga konan
  • Bekkurinn okkar
  • Lítill drengur með blóm

http://www.projectplaylist.com/myspace/20002550

Dire Straits - Romeo And Juliet

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband