Mig lengir í svölun hjartans

        Þeir eru ljúfir þessir föstudagar og rigning síðustu daga hefur svo sannarlega gert okkur gott.  Nú er ég nýkominn heim með litla kútinn og við tekur fríhelgi í friði, ró og værð.   Við ætlum að hafa það rosalega notalegt og spurning hvort við pöntum ekki bara mat á eftir.   Ég reikna með að við verðum einir í matnum því Unglingskúturinn er á leið í Bíó með vinum sínum og kemur ekki heim fyrr en um miðnætti.

         Þeir vekja furðu þessir kútar.  Við sátum áðan á gólfinu við svefnherbergis hurðina ég og litli kútur vegna þess að þar skellti hann bókunum sínum niður og þar áttum við að lesa þær.  Ég stakk upp á sófanum nú eða bara rúminu en hann tók það ekki í mál.  Á gólfinu skyldum við vera og þótt það væri í miðjum dyrakarminum var það ekkert verra en hver annar staður.   Við fullorðna fólkið þurfum alltaf að gera svo mikið mál úr öllu.   Fara með hlutina hingað eða þangað og það tekur okkur margar mínútur að koma okkur fyrir í t.d sófanum með okkar hafurtask en kútar eru ekkert að spá í svoleiðis smáhlutum.  Það er bara leikið sér þar sem hlutirnir fara í gólfið og málið dautt. 

 

     Auðvitað sofnaði ég með honum og vaknaði svo um miðnætti.  Það er bara svo notalegt að kúra, finna fyrir höndunum á honum þegar hann strýkur andlitið og hárið og þarf alltaf að vita af manni.  Hann stjórnar ekki bara því hvernig hann liggur heldur líka því hvernig ég ligg.  Ég á að liggja svona og svona til að hann geti verið svona og hinsegin.  Greinlega ekki jafn slétt sama og það hvar við lesum bækurnar eða kubbum.   Lendingin var „lulla pabba“ en þá klöngrast hann upp á mig með koddann og sængina og notar mig sem rúm.  Þannig sofnuðum við.

     Ég náði að læra aðeins áðan svona til að friða samviskuna en hugurinn hefur þrátt fyrir heimalærdóm verið dálítið fjarlægur námi og jafnvel fjarlægur vinnu síðustu daga.  Ekki veit ég hvar hann hefur verið en þó hafa dagdraumar ekkert verið á dagskrá heldur.  Ég hef bara verið.........sem hlýtur að teljast betri kostur en að vera ekki.   Mér líður eins og ég bíði eftir einhverju.

Best að koma sér í lúrinn.

Góða nótt.

 

 

Langt þangað til morgnar?

Myrkrið er kalt og þykkt.

Mig lengir í svölun hjartans

hina lifandi fegurð.

 

Hannes Pét.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Litlir kútar eru yndislegirHvenær kemur næsta ljóð eftir J.I. ?

Jónína Dúadóttir, 16.2.2008 kl. 07:48

2 Smámynd: Júdas

Góðan daginn Jónína  , næsti leirburður já.  Tvö urðu til um miðnætti í gær en hlutu ekki náð í augum rétthafa Júdasar.

Júdas, 16.2.2008 kl. 09:02

3 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Góðan dag Hvernig væri að ég gerðist rétthafi, ég er hlutlaus, það er núverandi rétthafi ekki

Jónína Dúadóttir, 16.2.2008 kl. 09:21

4 Smámynd: Júdas

Hann er tveggja og fjórum mánuðum betur.

Júdas, 16.2.2008 kl. 12:31

5 identicon

To be or not to be...?  Auðvitað er betra að vera, er það ekki?,, og auðvitað bíður þú eftir e-u, það gera allir.

En vertu samt rólegur.. ekki flana út í neitt og spáðu vel í allt - og gefðu öllu "séns"   Kær kv. E.

Edda (IP-tala skráð) 17.2.2008 kl. 01:15

6 Smámynd: Júdas

................sumt af þessu er ég.........ég er rólegur, ég flana ekki út í neitt, spái vel í allt...............en gef líklega ekki marga sénsa!

Júdas, 17.2.2008 kl. 21:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Júdas

Höfundur

Júdas
Júdas

"Einn sem hefur allt en bíður þó eftir einhverju sem hann hefur ekki" Þetta á víst ekki við í dag.  Í dag væri nær að segja. Einn sem hefur allt en þarf að muna, viðhalda og sýna þakklæti. judas_@msn.com

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...0808_722078
  • Tröppur
  • Unga konan
  • Bekkurinn okkar
  • Lítill drengur með blóm

http://www.projectplaylist.com/myspace/20002550

Dire Straits - Romeo And Juliet

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband