17.2.2008 | 00:33
Ég sem orðum ann
Það var lítill kútur sem dró mig á fætur óheyrilega snemma í morgun. Í fyrstu tilraun mistókst honum því klukkan vara aðeins hálf sex og ég rétt náði í fótinn á honum og gat dregið hann til baka og undir sæng. Næsta tilraun var gerð klukkutíma seinna og hún tókst. Hann var svo snöggur út úr rúminu að gamli náði ekki að grípa í hann og ég sem ætlaði að sofa út alveg til klukkan átta eða jafnvel til hálf níu. Líklega var þetta bjartsýni hjá mér að ímynda mér svona lúxus en þó var þetta aðeins byrjunin á gríðarlega góðum degi. Kubbaleikir, bókalestur,lærdómur, Laugar og Sprotaland svo eitthvað sé nefnt, jú og Borgarbókasafnið, við enduðum þar í ljóðabókadeildinni og svo auðvitað í barnabókunum. Það var því þreyttur kútur sem lagðist til hvílu í kvöld en gleymdi þó ekki að biðja bænirnar.
Eftir sat gamall maður og beið. Ég settist fram í eldhús þar sem allt er innan seilingar. Þar sem ég sit við eldhúsborðið sé ég inn í stofu og sé á sjónvarpið. Aftan við mig er útvarp í eldhúsglugganum og kaffikannan á hægri hönd á eldhúsbekknum. Nokkrar skúffur eru líka á hægri hönd og næ ég í þær allar án þess að standa upp. Getur það verið betra? Tölvan á borðinu og bunki af ljóðabókum vinstra megin við hana. Kaffibollinn, þessi eini sanni er svo hægra megin. Þetta er lítill heimur og einfaldleikinn ræður ríkjum og stundum má vart á milli sjá hvort það er einfaldleiki eða einfeldni. Það er allavega ekki mannblendni svo mikið er víst.
Það þýðir samt ekki að ég þrái það ekki, bíði ekki og voni ekki. Mundu það!
Ég sem orðum ann
nefndi einatt í auðmýkt
konu, mann
líf mold vatn,
á vörum brann
veikasta sögnin
að elska,
fann mér hóglega
á hjarta lagt:
án mín fær skáldið
ekkert sagt.
Hver ert þú?
Ég er þögnin.
Einar Bragi
Um bloggið
Júdas
Eldri færslur
Færsluflokkar
Bloggvinir
- tilfinningar
- tolliagustar
- lindalea
- kisabella
- siggasin
- saxi
- svavaralfred
- ein
- gisgis
- totally
- mofi
- vilborgo
- rebby
- scorpio
- gurrihar
- erla1001
- stormsker
- aslaugh
- jensgud
- eggmann
- blossom
- gretaulfs
- limran
- malacai
- arabina
- toshiki
- gurkan
- gelin
- asarich
- kona
- neytendatalsmadur
- myndamen
- brandarar
- little-miss-silly
- rose
- hebron
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þú minnir mig á kolkrabba Slökktu á voninni (ekki þránni) ... og þá kemur þetta allt með kalda vatninu. Hjartans bestu kveðjur, E.
Edda (IP-tala skráð) 17.2.2008 kl. 01:35
..kíkti við..(meira segja á borgarbókasafnið líka..en vissi ekki af ykkur .)...hafið það gott feðgar...hverjir sem þið nú eruð!
múmínstelpan (IP-tala skráð) 17.2.2008 kl. 12:18
Enn einn fínn dagur upprunninn, hafðu það gott gamli minn
Jónína Dúadóttir, 17.2.2008 kl. 12:21
Takk Jónína mín.
Kolkrabba já, er það gott eða slæmt? Hmmmm.
Múmínstelpa ég var við ljóðabækurnar.........., og kúturinn út um allt!, Hvar varst þú?
Júdas, 17.2.2008 kl. 21:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.