18.2.2008 | 08:13
Ég var og ég er
Mér nægir að líta út um gluggann og sjá göturnar blautar og hjarta mitt fyllist gleði. Vonin um rigningu gagntekur mig eins og yfirfærð þrá eða þráhyggja sem hefur villst einhversstaðar í sálartetrinu. Við kútar áttum yndislega helgi og fórum reyndar ekkert út úr húsi í gær því værðin var svo mikil. Enduðum í baði kl 11 í gærkveldi áður en við fórum í rúmið. Unglingskúturinn nennti auðvitað ekki þessari leti og var horfinn á vit vina sinna og drauma strax og hann vaknaði kl 15 eins og þreyttum hormónabolta sæmir. Sólarhringnum er reglulega snúið við og umferðin um herbergisdyrnar hjá honum minnir stundum á umferðarmiðstöð svo margir eru vinirnir og kunningjarnir.
Við tekur ljúf vinnuvika og kútavika sem gefur lífinu þá fyllingu sem þarf til að fullkomin værð haldist hjá gömlum þreyttum pabba. Talsverðar annir eru þó framundan, nýtt erfitt verkefni í vinnunni sem þarf að vinna vel á borði áður en því er hleypt af stokkunum og lokaáfangi í náminu um miðja viku og ekki laust við smá titring undirniðri þótt best sé að mæta því af fullkominni yfirvegun frekar en með yfirlestri og óðagoti.
Ég Óska ykkur ljúfs dags og vona að þið Óskið ykkur þessa sama.
Ég er óskin,
aleiga hins snauða,
bænin heilaga,
hjartarauða,
umvafin fegurð
og ást í lífi og dauða.
Ég var
og ég er.
Kynslóð kemur
og kynslóð fer.
Ungir og gamlir
unna mér.
Ég er óskin,
ákallið hljóða,
bæn hins veika
og vegamóða:
friður á jörðu
og frelsi allra þjóða.
Gestur Guðfinnsson
Um bloggið
Júdas
Eldri færslur
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
tilfinningar
-
tolliagustar
-
lindalea
-
kisabella
-
siggasin
-
saxi
-
svavaralfred
-
ein
-
gisgis
-
totally
-
mofi
-
vilborgo
-
rebby
-
scorpio
-
gurrihar
-
erla1001
-
stormsker
-
aslaugh
-
jensgud
-
eggmann
-
blossom
-
gretaulfs
-
limran
-
malacai
-
arabina
-
toshiki
-
gurkan
-
gelin
-
asarich
-
kona
-
neytendatalsmadur
-
myndamen
-
brandarar
-
little-miss-silly
-
rose
-
hebron
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég Óska þess að allar góðar Óskir rætist
Jónína Dúadóttir, 18.2.2008 kl. 08:17
..skottaðist á eftir ungviðinu um allar hæðir borgarbókasafnsins ;) ..eigðu góða vinnuviku. gaman að líta við.
múmínstelpan (IP-tala skráð) 18.2.2008 kl. 11:52
Góða kútaviku . . . en er ekki kominn tími á að þú uppljóstrir leyndarmáli þínu með rigningunni.
Kveðja Arna
Fiðrildi, 19.2.2008 kl. 15:07
Þær gætu ræst Jónína mín! eða rætast með því móti að við beygjum okkur í nægjusemi framhjá hindrunum og löngunum og bókum það svo bara á debet í "Óskir sem rættust"
Aaaaa, Múmínstelpa, varst þú konan sem hljópst út um allt............?!
Þetta með regnið já........ég er bara svo klikkaður Arna! Hef leitað að rigningarhringingu í símann minn en ekki fundið hana. Líklega þarf ég að blogga aðeins um hana í góðu tómi
Júdas, 19.2.2008 kl. 19:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.