Upp kemur tungl

     Það var þreyttur kútur sem kastaði sér í eldhúsgólfið fyrr í kvöld.  Enginn skildi hann og enginn vildi láta hann fá það sem hann vildi.  Og hvað er pabbi að hugsa, lætur mig bara gráta á gólfinu!  Hann var yfir sig þreyttur og ég tók hann upp og fór með hann inn í rúm. Hann var ekki sáttur við það en nuddaði eyrun eins og hann gerir alltaf þegar hann er þreyttur og gat ekki hætt að gráta.  Við lögðumst upp í rúmið með pelann en hann gat varla drukkið því hann snökti svo.  „Við skulum biðja til Guðs vinurinn minn“, og svo bað ég hægt.  Vinurinn bað með mér en grét á milli orðanna,  sem hann endurtók þó á eftir mér. Amenið passaði alveg inn í grátinn og var eiginlega það lengsta amen sem ég hef heyrt.  Augnabliki síðar hætti hann að gráta strauk á mér andlitið, tautaði eitthvað og sofnaði.  Ég er þess fullviss að Guð heyrði bæn litla kútsins sem bað þótt hann gæti það varla sökum þreytu og gráts.  Hverjir draumar hans verða veit ég ekki en þar er einfaldleikinn og einlægnin vafalaust í fyrirrúmi því gleðin bara yfir engjaþykkni með karamellu sem hann fær bara um helgar er þvílík.  „Nema þér verðið eins og börn“ sagði Hann!  Við getum heldur betur lært af þessum elskum.

 

Nóttin nálgast óðfluga og bíður eftir mér.  Kyrrðin ræður ríkjum og það vottar fyrir værð þótt framundan séu annasamir dagar.  Fullkomin værð næst þó ekki því ilminn vantar.  Ég mundi það ekki fyrr en ég varð einn aftur hvað ilmurinn spilar stóra rullu í samskiptunum við fljóðin.  Snerting og ilmur eru fullkomnun á fallegri þögn og næturkyrrð verðu tilhlökkunarefni og morgnarnir fallegri.  Meira að segja skuggar framtíðar fölna og regnið glitrar, hvar ertu ljúfan mín?

 

 

Upp kemur sól

án þess ég sjái

augu þín,

 

upp kemur tungl

án þess ég heyri

orð þín,

 

upp koma stjörnur

án þess ég finni

atlot þín.

 

Upp kemur sól

upp kemur tungl

upp koma stjörnur.

 

Enn mun ég stara

enn mun ég hlusta

enn mun ég leita.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

kíkti við fyrir svefninn....dreymi þig fallega...

múmínstelpan (IP-tala skráð) 20.2.2008 kl. 00:31

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Góðan dag kæri minn, skyldir þú ekki bara hitta hana í dag ?

Jónína Dúadóttir, 20.2.2008 kl. 06:41

3 Smámynd: Júdas

Takk Múmínstelpa-Ættir þú ekki bara að fara að blogga?

Sömuleiðis Jónína mín. Þetta er nú að verða algjör klisja hjá mér og á morgnana skil ég ekki af hverju ég skirfaði þetta og langar mest til að taka það út.  En á kvöldin þegar allt er orðið kyrrt gegnir öðru máli.  Þá fara hlutir á flug og klisjur verða eins og áður óþekktur ómur og varla hægt að minnast ekki á það.

Júdas, 20.2.2008 kl. 07:59

4 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Á ég nú að þurfa að útskýra þetta enn einu sinni..... þú skrifar það sem þig langar til að skrifa..... þegar þig langar til að skrifa það og svo framvegis Svo les ég það sem mig langar til að lesa og skrifa athugasemdir, ef mig langar til að skrifa athugasemdir... Ok hætt

Jónína Dúadóttir, 20.2.2008 kl. 08:12

5 identicon

..tja..múmínstelpan lætur sér nægja að skrifa í skýin ...en gleðst yfir bloggi júdasar...

múmínstelpan (IP-tala skráð) 20.2.2008 kl. 12:17

6 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Júdasar-bloggið er orðið ómissandi, fyrir mig allavega

Jónína Dúadóttir, 20.2.2008 kl. 14:59

7 Smámynd: Júdas

Ahh, skil þetta.................

Júdas, 20.2.2008 kl. 17:11

8 identicon

Mjöög fallegt .... en hver samdi?  Eigðu góðan dag framundan vinur.  Kær kveðja, E.

Edda (IP-tala skráð) 21.2.2008 kl. 01:53

9 Smámynd: Júdas

Það er fallegt já.  Kristinn Reyr heitir höfundurinn.

Júdas, 21.2.2008 kl. 08:08

10 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Góðan dag kæri bloggvinur

Jónína Dúadóttir, 21.2.2008 kl. 08:32

11 identicon

Jah.. einhver sagði að Júdasar bloggið væri orðið ómissandi... Ég hugsa allavega á hverjum degi "Hvernig ætli Júdas hafi það í dag? Best að tékka á honum" Og aldrei bregst það. Það bíður mín fallega skrifuð færsla og gullmoli í ljóðalíki. Takk fyrir  það. Knús á fögrum, hvítum degi :)

Nilla (IP-tala skráð) 21.2.2008 kl. 09:26

12 Smámynd: Júdas

 þið eruð frábærar elskurnar.  Ætli ég haldi þessu ekki bara áfram, þökk sé ykkur.

Ég var einn,

og ég andaði að mér nepjunni

innan af jöklum.

 ´

Ég týndist,

 og spor mín urðu vegfarendum

tálmyndir.

Þá fannst þú mig.

Síðan hefur vinátta þín

safnað sporum mínum

eins og vegur, sem liggur

til byggða.

Arnliði Álfgeir

Góðir bloggvinir, gulli betri.

Júdas, 21.2.2008 kl. 18:26

13 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Sömuleiðis

Jónína Dúadóttir, 21.2.2008 kl. 23:21

14 identicon

   ó, já       sömuleiðis     Kær kv. E.

Edda (IP-tala skráð) 22.2.2008 kl. 01:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Júdas

Höfundur

Júdas
Júdas

"Einn sem hefur allt en bíður þó eftir einhverju sem hann hefur ekki" Þetta á víst ekki við í dag.  Í dag væri nær að segja. Einn sem hefur allt en þarf að muna, viðhalda og sýna þakklæti. judas_@msn.com

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...0808_722078
  • Tröppur
  • Unga konan
  • Bekkurinn okkar
  • Lítill drengur með blóm

http://www.projectplaylist.com/myspace/20002550

Dire Straits - Romeo And Juliet

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband