Blindur maður finnur ilminn

     Fagur dagur, blíðlynd borg, ótal annir.  Kútur kemur og Kútur fer.  Við erum alltaf að kveðjast.  Varla búin að fagna nýjum degi þegar við keðjum hann að kveldi.  Nóttin tekur yfir og þegar við opnum augun aftur er kominn nýr dagur og ný augnablik.  Við ættum að njóta hvers augnabliks til hins ýtrasta áður en það hverfur með öðrum augnablikum inn í fjötraða  fortíðina.  Framundan er urmull augnablika sem flæða framhjá og við tökum varla eftir þeim og gleymum að njóta þeirra vegna löngunar í augnablik framtíðar eða þrá eftir horfnum augnablikum fortíðar.

 

Njótum alls, njótum regnsins og finnum ilminn.

 

Gangið glöð inn í hin mörgu augnablik dagsins.

 

 

Eins og blindur maður

finnur regnið

falla á hendur sínar

í myrkrinu

 

og sér ekki

himininn

 

eins og blindur maður

finnur ilminn

berast að vitum sínum

í myrkrinu

 

og sér ekki blómið

 

sjáum við

ásýnd þína

Guð!

Ingimar E. Sig


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

..ég nýt augnabliksins þegar ég les..bloggið...

múmínstelpan (IP-tala skráð) 22.2.2008 kl. 08:31

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Þetta er virkilega fallegt ljóðNjóttu dagsins kútapabbi

Jónína Dúadóttir, 22.2.2008 kl. 08:36

3 identicon

Svo sönn þessi orð. Svo fallegt þetta ljóð. Svo frábær lestur þessi pistill.

Svo frábær augnablik sem maður á yfir daginn. Takk fyrir áminninguna. Set þetta á bak við eyrað *Hún brosir*.

Knús

Nilla (IP-tala skráð) 22.2.2008 kl. 10:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Júdas

Höfundur

Júdas
Júdas

"Einn sem hefur allt en bíður þó eftir einhverju sem hann hefur ekki" Þetta á víst ekki við í dag.  Í dag væri nær að segja. Einn sem hefur allt en þarf að muna, viðhalda og sýna þakklæti. judas_@msn.com

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...0808_722078
  • Tröppur
  • Unga konan
  • Bekkurinn okkar
  • Lítill drengur með blóm

http://www.projectplaylist.com/myspace/20002550

Dire Straits - Romeo And Juliet

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband