Hún má fara og vera meðan ég er og fer

     Merkilegt hvað morgnarnir eru mér miklu auðveldari til allra verk en kvöldin.  Ég hef þetta líklega frá móður minni sem var mikil morgunmanneskja og sat gjarnan við skriftir þegar maður trítlaði fram í eldhús á yngri árum.   Brosmild og vinarleg tók hún á móti manni og virtist aldrei eiga slæma daga.  Vafalaust hefur það þó verið en hún bar það aldrei á borð fyrir okkur ungviðið.  Hún var aldrei þreytuleg eða syfjuleg ámorgnana en þótt ég hafi fengið morgunferskleikann frá henni fékk ég greinilega ekki þetta ferska morgunútlit hennar því einhvernvegin fylgir skrokkurinn oft ekki með í þessum andlega morgunferskleika mínum.  Að minnsta kosti ekki spegilmyndin.  Á kvöldin var hún ekki alveg jafn fersk og sofnaði gjarnan með okkur snemma á kvöldin eða jafnvel inni í stofu.  Það hef ég klárlega fengið frá henni því þar sofna ég býsna oft en nokkrum sinnum hef ég sofnað við eldhúsborðið fyrir framan tölvuna og það skil ég ekki með nokkru móti.

 

     Pabbi var öðruvísi.  Vinnuþjarkur mikill, þögull og alvarlegur en öruggur sem klettur og með lausnir á öllum vanda.  Þreytulegur var hann og oft náðu dagarnir saman hjá honum enda fyrirtækjaeigandi og sló aldrei slöku við þar.  Við þvældumst mikið með honum og líklega hef ég lært af honum að njóta þagnarinnar og hlusta.  Klöppin á bakið voru hæg og innileg en ekki var mikið um faðmlög eða tilfinningar tjáðar í sama mæli og hjá mömmu.  Lífsspekin og lífsleiknin kom þó frá honum hvað varðar rétt og rangt í allri umgengni við menn og málefni en réttlætiskennd, skilvísi og heiðarleiki sem og hjálpsemi einkenndu hann.  Allt fyrir alla og einskis vænst að launum.  Frá mömmu kom hinsvegar allt í sambandi við umgengni við einlægni, bæði við Guð og menn, hún kynnti okkur fyrir kærleikanum, samviskunni og þar fengum við mikið af faðmlögum og mikla tilfinningatjáningu.  Þau voru eins og svart og hvítt, kynntust sem unglingar og voru saman alla tíð svo ólík að þau virtust ekkert eiga sameiginlegt. 

 

     Ég er hinsvegar sannfærður um það að alveg eins og í fyrirtækjum felst mannauðurinn í breiddinni svo einn geti stutt hinn, vakað meðan hinn sefur, tekið við þar sem hinn rekur í stans.  Sjálfur hef ég alltaf litið á þetta þannig og því aldrei verið að leita mér sérstaklega að förunaut sem líkist mér eða er með sömu áhugamál og áherslu og ég.  Þvert á móti leita ég að einhverri sem getur bætt mig, stutt mig og sýnt mér hluti sem ég þekki ekki.  Hún má vaka meðan ég sef og sofa meðan ég vaki,  Horfa á rigninguna meðan ég dansa í henni og baða sig í sólskini meðan ég  fylgist með.  Hún má fara og vera, meðan ég er og fer ef hún aðeins elskar mig eins og ég er.   Ég er!

 

Við lágum í grasinu

og ég leit í augu þín

og þú svaraðir, já.

Það var á miðju sumri

og drottinn hafði lagt grænt teppi á jörðina

og ég kyssti rauð berin

á brjósti þér,

leit í augu þín

og þú svaraðir, já.

 

Og stjörnurnar hlógu á himninum,

þegar ég mætti vörum þínum.

Svo litum við upp í nóttina

stóðum á fætur

litum upp í nóttina

horfðumst í augu á ný

og þú svaraðir, já.

 

Það er farið að hausta

og nóttin liggur svört á milli okkar

og það er langt til stjarnanna

-----en lengra til þín.

 

Matt.Joh.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Þessi vandaði, tilfinngaríki, húmoristi, sem hér er búinn að vera að skrifa hérna í nokkra mánuði, mér og öðrum til ánægju, yndisauka og umhugsunar, hefur greinilega fengið heilbrigt og gott uppeldi. Og það færir hann svo áfram til kútanna sinna og það er vel, alltaf svo gott að láta minna sig á að ekki er allt alvont í heiminum

Njóttu dagsins... á meðan hann er...

Jónína Dúadóttir, 23.2.2008 kl. 13:23

2 identicon

  ...... fallegt ... hjá ykkur báðum.. M.Joh. og þér.  Kær kv. E.

Edda (IP-tala skráð) 24.2.2008 kl. 01:35

3 Smámynd: Júdas

Takk!

Júdas, 24.2.2008 kl. 20:41

4 identicon

orðlaus en brosandi

múmínstelpan (IP-tala skráð) 25.2.2008 kl. 00:08

5 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Góðan og blessaðan daginn kæri minn

Jónína Dúadóttir, 25.2.2008 kl. 05:47

6 Smámynd: Júdas

Góðan daginn Jónína, og þið hin líka   .

Það er ekki slæmt að gera múmínstelpur orðlausar

Júdas, 25.2.2008 kl. 07:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Júdas

Höfundur

Júdas
Júdas

"Einn sem hefur allt en bíður þó eftir einhverju sem hann hefur ekki" Þetta á víst ekki við í dag.  Í dag væri nær að segja. Einn sem hefur allt en þarf að muna, viðhalda og sýna þakklæti. judas_@msn.com

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...0808_722078
  • Tröppur
  • Unga konan
  • Bekkurinn okkar
  • Lítill drengur með blóm

http://www.projectplaylist.com/myspace/20002550

Dire Straits - Romeo And Juliet

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband