28.2.2008 | 07:51
Júdas dregur sinn eigin djöful
Hann var góður kaffibollinn í morgun og líklega óvenju góður. Stress og annir undanfarinna daga verða til þess að ég dreg úr kaffineyslunni til að skapa ákveðið jafnvægi og því stressaðri sem ég verð því minna kaffi drekk ég. Ég tek reyndar stundum aðeins of seint í taumana en á öðrum stressdegi er komið á þetta böndum. Mest sakna ég kvöldsopans en hann er látinn fjúka við þessar aðstæður og þessir millimála sopar sem þó eru líka yndislegir. Morgunuppáhellingin fýkur aldrei en blandan veikist og magnið minnkar. Nú fer ég þó að auka þetta hægt og hljótt.
Ég þurfti aðeins að taka í hnappadrambið á mér í gær og lesa mér svolítinn pistil í hljóði þegar ég uppgötvaði það hvað vinnufélagi truflaði mig mikið, jafnvel ofsótti mig svo jaðraði við hugarfarslegt hatur.........mitt. Svona hugsum við ekki Júdas, samviskan reis upp á afturfæturna og löðrungaði á mér geirvörturnar. Geirvörturnar? myndi nú einhver segja en þessi er frekar lávaxin en þó þétt og sterk svo ekki verður hjá því komist að taka eftir henni. Biðjið fyrir þeim sem ofsækja yður stóð upp úr eftir pistilinn og þar gæti lausnin legið. Menn eins og hann sem leggja sig hart fram, reyna eins og þeir geta, eru fyrirtækinu trúir og tryggir jafnvel þótt gengið sé utan í stöku veggi og stigið á stöku tær, eiga ekki skilið óvægnar og undirförlar hugsanir frá vinnufélögum sínum ef til vill sprottnar af öfund og eigin óöryggi sem eru hættulegar hvatir sé ekki unnið á þeim í snatri. Ég tek á þessu og bið ykkur sem á hlýðið að fyrirgefa mér mannlega þáttinn sem oft verður Júdasi að falli en þó aldrei nema niður á hnén. Júdas vill ekki vera í þeim hópi og gerði sér því ferð til viðkomandi með nokkur hól í farteskinu. Ég sá gæsahúð á viðkomandi og gleði í andlitinu sem hann átti erfitt með að halda aftur en vinir segja mér að hann óttist mig meira en allt. Óttinn gæti þó verið mín megin þegar öllu er á botninn hvolft. Þessu er ekki lokið því við tekur tiltekt í djúpum hugarfylgsnum gamals einmana manns sem nagar sig í handabökin aftur og ný búinn yfir því að hafa í gegnum árin ekki gert eitthvað sem hann gerði eða gert eitthvað sem hann gerði ekki. Þetta eru viðjar Júdasar sem eru líklega léttbærar saman borið við viðjar margra annarra ef þetta er það versta. Það er þess vegna sem ekki er pláss í lífi mínu fyrir illindi og deilur, öfund og lygi, undirförli og svartsýni. Það er þess vegna sem Júdas leitast alltaf við að hafa alla hluti á hreinu, hugsar alla leiki til enda og situr frekar heima en vaða út í óvissuna. Er frekar einn og særir þá ekki neinn. Júdas dregur sinn eign djöful sem er það mannlega í fari hans. Þess vegna er ég Júdas! og hjálpi mér Guð. Í auðmýkt held ég áfram og lofa að verða betri maður.
Gangið auðmjúk inn í þennan dag.
Um bloggið
Júdas
Eldri færslur
Færsluflokkar
Bloggvinir
- tilfinningar
- tolliagustar
- lindalea
- kisabella
- siggasin
- saxi
- svavaralfred
- ein
- gisgis
- totally
- mofi
- vilborgo
- rebby
- scorpio
- gurrihar
- erla1001
- stormsker
- aslaugh
- jensgud
- eggmann
- blossom
- gretaulfs
- limran
- malacai
- arabina
- toshiki
- gurkan
- gelin
- asarich
- kona
- neytendatalsmadur
- myndamen
- brandarar
- little-miss-silly
- rose
- hebron
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þú ert yndisleg manneskja Á ég að þora að spyrja eitthvað frekar út í þetta með geirvörtuna.... ? Náði því ekki alveg....
Jónína Dúadóttir, 28.2.2008 kl. 08:05
Hmmm, æi hún náði bara ekki ofar til að löðrunga mig en það var samt vont
Júdas, 28.2.2008 kl. 08:08
Ok ég skil núna
Jónína Dúadóttir, 28.2.2008 kl. 08:18
Noh! Júdas er sem sagt mannlegur.. Jiii.... nú er ég hissa Eigðu góðan dag.
Nilla (IP-tala skráð) 28.2.2008 kl. 09:30
Ást á bloggi?
Sigga, 28.2.2008 kl. 09:52
múmínknús...
múmínstelpan (IP-tala skráð) 28.2.2008 kl. 15:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.