2.3.2008 | 07:55
Land drauma þinna
Auðvitað sprakk ég. Pakkaði saman á 10 mínútum, kvaddi og æddi með kútinn burtu úr Þorpinu. Hvílíkur léttir bara af því að keyra og keyra og keyra. Það er eitthvað að mér það er alveg ljóst. Unglingurinn minn hringdi reyndar og sagðist sakna okkar svo mikið og hvort við færum ekki að koma. Það er svo furðulegt að vera einn hérna sagði hann. Ég sakna ykkar. Skömmu síðar vorum við á leiðinni til hans. Það verður langt þangað til Þorpið verður heimsótt næst.
Það var gott að sofna í sófanum í gærkveldi með kútnum og yndislegt að vakna heima í morgun. Þetta hlýtur að vera einhverskonar fötlun að vilja bara vera heima og að það skuli setja allt á annan endann hjá manni tilfinningalega ef eitthvað bregður út af. Við tekur lærdómur og kúr með kútnum og unglingskútnum sem gat ekki leynt gleði sinni þegar hann tók á móti okkur snemma í ærkveldi. Það er greinilegt að hann er ennþá pabbakútur og pabbi hans líklega kútapabbi svo mikið er víst. En nú ætla ég að segja ykkur eitt konur. Í þorpinu rakst ég á myndarlega konu sem var með mér í skóla þar í denn og átti hreinlega í erfiðleikum með að hrista hana af mér svo mikil var aðdáunin. Þú ert alltaf svo sætur , þú lítur svo vel út og þú ert svo myndarlegur voru orð sem ég heyrði í orðaflaumnum svo þið skuluð ekki vera með einhverjar ranghugmyndir um gamlan miðaldra mann sem skýlir sér á bak við nafnleynd hér í bloggheimum og hana nú.
Jæja, það er best að setja á könnuna og vita hvort hún kemur í dag, vonin mín.
Land drauma þinna er hinum megin við vatnið.
Langa, sólríka bernskudaga,
starðirðu þangað
uns augu þín urðu þreytt
og sólin var gengin til viðar.
Í svefnrofunum
sagðistu einhvern tíma ætla þangað.
Skemmsta leiðin
liggur kringum vatnið
en þú veist ekki
í hvora áttina þú átt að ganga.
Nú er vatnið á ís
en farðu varlega
farðu varlega
því ísinn er veikur.
Hjörtur Pálsson
Um bloggið
Júdas
Eldri færslur
Færsluflokkar
Bloggvinir
- tilfinningar
- tolliagustar
- lindalea
- kisabella
- siggasin
- saxi
- svavaralfred
- ein
- gisgis
- totally
- mofi
- vilborgo
- rebby
- scorpio
- gurrihar
- erla1001
- stormsker
- aslaugh
- jensgud
- eggmann
- blossom
- gretaulfs
- limran
- malacai
- arabina
- toshiki
- gurkan
- gelin
- asarich
- kona
- neytendatalsmadur
- myndamen
- brandarar
- little-miss-silly
- rose
- hebron
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Bara eins og ég hefði gert það, stungið af það er að segja Ef maður þarf ekki að láta sér líða illa, þá á maður alls ekki að gera það ! Eigðu góðan dag sæti, myndarlegi, vel útlítandi, alls ekki miðaldra maður Og trúðu bara konunni, hún þurfti ekkert að segja þetta.....
Jónína Dúadóttir, 2.3.2008 kl. 08:53
Þú ert yndisleg Jónína mín. Þetta snýst alltaf um það að vera í sátt við sjálfan sig og líðan sína því kútarnir eru fljótir að finna það þegar það er ekki í lagi. Eigðu góðan dag.
Júdas, 2.3.2008 kl. 11:05
He, he .. ranghugmyndir hvað ?? Ég er nokkuð viss um að engin okkar hefur haft ranghugmyndir um þig...... bara þú sjálfur og ég er viss um að Jónína talar fyrir hönd okkar flestra
Vertu ekkert að vaða yfir ísilagt vatnið - ákveddu bara aðrahvora áttina kringum það ... og stattu við þá ákvörðun Kær kv. E.
Edda (IP-tala skráð) 7.3.2008 kl. 02:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.