3.3.2008 | 09:55
Feðgaþrenning
Hann fór fallega af stað þessi dagur eins og svo margir aðrir. Lítill kútur kyssti mig hálf sofandi á kinnina og hélt utan um mig eins og hann ætlaði aldrei að sleppa mér. Þegar ég opnaði augun gat ég ekki betur séð en að kútur væri sofandi og þegar ég spurði hann hvort hann væri sofandi muldraði hann eitthvað óskiljanlegt svo líklega var hann sofandi. Ég tímdi varla að fara á fætur en gerði það þó því margt er að brjótast um í kollinum á mér þessa dagana. Það er eins og eitthvert uppgjör sé í vændum, uppgjör góðs og ills, uppgjör sem gæti haft miklar afleiðingar bæði til góðs og ills. Allt snýst þetta þó um það að eiga góða daga og endurheimta værðina sem mig vantar því hún staldrar svo stutt við hjá mér þá sjaldan ég finn hana. Mér finnst ég verða að endurheimta hana drengjanna vegna og sjálfs míns vegna. Þetta hljóma kannski eins og latína en er það samt alls ekki. Sumt er bara erfitt að segja þegar svörin liggja ekki á lausu. Reynsla undanfarinna ára segir mér þó að yfirvegun og stilling borgi sig í þessu sem öðru því handan við hæðina gæti hún legið værðin og lausnin á áhyggjuefnum líðandi stunda. Ekki löngu á eftir mér kom kúturinn fram og þegar hann hafði náð áttum var stormað inn í herbergi unglingskútsins og hann hvattur til að koma líka á fætur og fullkomna þessa feðgaþrenningu sem gefur lífinu allan þann tilgang sem ætti að duga.
Eigið góðan dag.
Um bloggið
Júdas
Eldri færslur
Færsluflokkar
Bloggvinir
- tilfinningar
- tolliagustar
- lindalea
- kisabella
- siggasin
- saxi
- svavaralfred
- ein
- gisgis
- totally
- mofi
- vilborgo
- rebby
- scorpio
- gurrihar
- erla1001
- stormsker
- aslaugh
- jensgud
- eggmann
- blossom
- gretaulfs
- limran
- malacai
- arabina
- toshiki
- gurkan
- gelin
- asarich
- kona
- neytendatalsmadur
- myndamen
- brandarar
- little-miss-silly
- rose
- hebron
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Borgar sig oftast að ígrunda í rólegheitum, en samt þarf stundum að taka skyndiákvarðanir og þær eru ekkert alltaf af hinu slæma
Njóttu dagsins kæri bloggvinur
Jónína Dúadóttir, 3.3.2008 kl. 12:12
...múmínkveðja..
múmínstelpan (IP-tala skráð) 3.3.2008 kl. 23:22
Fallegt
Fiðrildi, 5.3.2008 kl. 13:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.