5.3.2008 | 08:09
Verum þakklát í dag
Rigningin er loksins komin! Þvílík sæla og þvílík lausn á öllu. Þessari þráhyggju er best lýst í því sem við sáum úti í dag. Allur kuldinn víkur og ófærð hverfur á nokkrum tímum. Allt verður hreint og þögult. Umhverfishljóð dofna og aðeins heyrist í regninu á gluggum og þökum. Því fylgir værð.
Unga konan sótti kútinn á leikskólann í gær og ætlaði að vera með honum í sólarhring eða svo úr því að ég fór með hann út á land á fimmtudag. Annars eru vikuskiptin á Föstudögum en við eigum bæði svo erfitt með að sjá af honum. Hann er ljósgeislinn í lífi okkar þriggja en þetta snýst um val og ég valdi fyrir okkur öll. Gærkveldið snérist því um lærdóm, lestur og þögn.
Framundan er blautur hversdagsleiki kryddaður með regni sem gæti glætt hann fegurð og værð.
Verum þakklát í dag!
Himinn, jörð og haf!
Hvílíkan bústað
Guð okkur gaf.
Gullið, grænt og blátt.
Ókannanlega djúpt,
óendalega vítt,
ómælanlega hátt.
Fagurker
fullt á barma
unað hins ljúfa lífs.
Drekk, mannsbarn,
í djúpri lotning
af hinum bjarta bikar.
Bragi Sigurj.
Um bloggið
Júdas
Eldri færslur
Færsluflokkar
Bloggvinir
- tilfinningar
- tolliagustar
- lindalea
- kisabella
- siggasin
- saxi
- svavaralfred
- ein
- gisgis
- totally
- mofi
- vilborgo
- rebby
- scorpio
- gurrihar
- erla1001
- stormsker
- aslaugh
- jensgud
- eggmann
- blossom
- gretaulfs
- limran
- malacai
- arabina
- toshiki
- gurkan
- gelin
- asarich
- kona
- neytendatalsmadur
- myndamen
- brandarar
- little-miss-silly
- rose
- hebron
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Góðan dag kæri vin, þú ert svo fundvís á falleg ljóð Af því að ég bý sem stendur ennþá uppi í fjalli, það lagast nú samt fljótlega, þá er slydda hjá mér en rignir niðri í mannabyggðum Njóttu dagsins sæll og glaður og hættu nú að láta eins og þú hafir aldrei séð þegar ég er að rukka um nýtt ljóð eftir Júdas sjálfan !!!
Jónína Dúadóttir, 5.3.2008 kl. 08:28
Já ég naut regnsins í gær og komst í vorfeelinginn
Fiðrildi, 5.3.2008 kl. 11:52
..rigning er rómó..
múmínstelpan (IP-tala skráð) 5.3.2008 kl. 14:35
Þetta stóð ekki lengi en ljúft var það. Ljóð já, það er svo mikill leirburður Jónína að það er skelfilegt en ómögulegt að segja þó.
Arna þú ert soldið fyrir rigningu er það ekki?
Rómó jú, man varla hvað það er og þyrfti klárlega í endurhæfingu.
Júdas, 6.3.2008 kl. 07:51
Má ég dæma um hvað mér finnst vera leirburður Þú ert nefniega ekki hlutlaus þar kæri minn Njóttu dagsins, í rigningu eða ekki....
Jónína Dúadóttir, 6.3.2008 kl. 07:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.