7.3.2008 | 00:08
Tær og blár einfaldleiki
Þegar blár hreinleiki
fjarlægðarinnar
hafði þvegið nálægðina
úr andliti þínu
þráði ég að hjúfra mig
að fjarlægð þinni
geta ekki snert þig
geta ekki átt þig
aðeins varðveitt þig
í tærum og bláum einfaldleika.
Birgir Sig.
Hjá sumum er þetta eini möguleikinn í stöðunni. Eini möguleikinn í stöðu sem þeir komu sér sjálfir í. Jafnvel besti möguleikinn af aðeins einum möguleika. Er þá nokkuð annað að gera en að sætta sig við það? Fjarlægðin verður jafnvel enn fjarlægri þegar tíminn líður og þegar litið er tilbaka er þar jafnvel ekkert að sjá nema óskýr reikul spor og löngu byrjað að fenna yfir þau. Það hefur líka ekkert upp á sig að líta til baka, nóg að hugsa þangað og draga af því lærdóm.
Góða nótt
Um bloggið
Júdas
Eldri færslur
Færsluflokkar
Bloggvinir
- tilfinningar
- tolliagustar
- lindalea
- kisabella
- siggasin
- saxi
- svavaralfred
- ein
- gisgis
- totally
- mofi
- vilborgo
- rebby
- scorpio
- gurrihar
- erla1001
- stormsker
- aslaugh
- jensgud
- eggmann
- blossom
- gretaulfs
- limran
- malacai
- arabina
- toshiki
- gurkan
- gelin
- asarich
- kona
- neytendatalsmadur
- myndamen
- brandarar
- little-miss-silly
- rose
- hebron
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Er ekki málið bara að það er sannleikskorn í því að .. "fjarlægðin gerir fjöllin blá, dalina djúpa og mennina mikla"??
Svo er líka e-t sannleikskorn í "að grasið er alltaf grænna......." er það ekki?
Bara smá hugleiðingar með þínum. Hjartans bestu kveðjur, E.
Edda (IP-tala skráð) 7.3.2008 kl. 03:29
Já, falleg hugleiðing.... svolítið sorgleg samt.... Það sem hefur gerst áður gerist aldrei aftur, það gerist eitthvað annað í staðinn... og örugglega miklu betra. Ég óska þess allavega handa þér inn í daginn
Jónína Dúadóttir, 7.3.2008 kl. 06:05
...hæ
múmínstelpan (IP-tala skráð) 7.3.2008 kl. 19:33
Góðan dag drengur minn
Jónína Dúadóttir, 8.3.2008 kl. 10:18
Góðan daginn! Ljóðið fannst mér svo mikill sannleikur en fallegir morgnar taka alltaf við af myrkum kvöldum og svefninn ævinlega kærkominn
Júdas, 8.3.2008 kl. 10:42
Ég er alveg heilluð af þessu ljóði og verð að eigna þér heiðurinn af endurvakningu ljóðaunnandans í mér. Takk fyrir mig
Salka (IP-tala skráð) 8.3.2008 kl. 16:39
Ég er ánægður með það Salka.......njóttu!
Júdas, 8.3.2008 kl. 18:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.