Ef einhver verður svo djarfur

     Furðulegir dagar í vændum því gamli maðurinn er einn í kotinu og þvílík þögn.  Heyra mætti saumnál detta en þar sem ég sauma auðvitað ekki er því ekki fyrir að fara.  Unglingskúturinn minn skrapp í Þorpið, örlítið kvíðinn en vildi samt sjálfur skreppa þangað.  „Pabbi ég veit ekki hvort ég tolli þarna alla helgina“  var eitt af því sem hann sagði við mig áður en hann fór en  ég sagði honum að hann réði öllu í sambandi við þetta sjálfur.  Ef hann verður alveg sturlaður þarna sæki ég hann bara þótt það taki nokkra klukkutíma.  Ég skil hann nefnilega mjög vel ótrúlegt en satt.  Litli kútur er hjá mömmu sinni en hún náði í hann á leikskólann á föstudag og mömmuvikan er byrjuð.  Það er því hljótt í koti og tíminn notaður í lögfræðilestur nú og svo auðvitað í vinnu líka. 

     Ég byrjaði morguninn á akstri í tvo klukkutíma út fyrir bæinn,  snjór yfir öllu eins og teppi og fegurð trjáa og runna mikil því blautur snjórinn gerir greinarnar allt að því draumkenndar eða allavega ævintýralegar, þykkar og miklar.  Hver segir svo að ég geti ekki notið annarskonar veðurs en rigningar?  Það er auðvitað ekki rétt en það toppar þó ekkert rigninguna og það er eina veðurfarið sem fyllir mig vellíðan og gleði sem byrjar oftast með gæsahúð áður en gleðistraumarnir taka völdin.  Kvöldinu er ráðstafað en þá kemur til mín yndislega falleg, vel vaxin og ögrandi..................................einvera........ og best að leggja sig allan fram um að njóta hennar sem best.  Msn-ið verður auðvitað opið ef einhver verður svo djarfur að hóa í Júdasinn  og allir velkomnir.  Eldhúsborðið, leðursófinn og skólabækur verða  innan seilingar og svo auðvitað kaffibollinn.

Á leiðinni heim áðan kom ég við í búð og keypti mér piparsteik og meðlæti svo það verður innan skamms setið í einverunni og borðuð piparsteik.   Hún er komin á pönnuna og matarlyktin farin að ilma um húsið.               

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Verði þér að góðu kæri vin og njóttu þess að vera einn með sjálfum þér. Þú ert nefnilega alls ekkert sérstaklega leiðinlegur

Jónína Dúadóttir, 8.3.2008 kl. 20:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Júdas

Höfundur

Júdas
Júdas

"Einn sem hefur allt en bíður þó eftir einhverju sem hann hefur ekki" Þetta á víst ekki við í dag.  Í dag væri nær að segja. Einn sem hefur allt en þarf að muna, viðhalda og sýna þakklæti. judas_@msn.com

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...0808_722078
  • Tröppur
  • Unga konan
  • Bekkurinn okkar
  • Lítill drengur með blóm

http://www.projectplaylist.com/myspace/20002550

Dire Straits - Romeo And Juliet

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband