9.3.2008 | 23:37
Standi ker okkar tóm
Hví skyldum við eiga
nægir ekki að elska?
eða grunar okkur
ástin sé munaður
er harðnar í ári
standi ker okkar tóm
auki okkur aðeins þorsta
þá sé gott að eiga
hvort annað er óslökkvandi
einmanaleikinn
fyllir tóm kerin.
Birgir Sigurðsson
Vorhugur fyllti mann í dag. Sólin, hlýindin, fólk að leiðast. Það er eins og allt fyllist af kærustupörum þegar sólin lætur sjá sig. Hvar heldur þetta ástfangna fólk sig þess á milli? Hvar er það í rigningu og roki, snjókomu og skafrenningi? Gætu þetta verið hillingar, tálsýnir eða bara leikrit. Ég held að ástin sé stórlega ofmetin og einmanaleikinn stórlega vanmetinn, eða var það öfugt? Þetta er bara eins og í denn, ég hef engan til að leika við og er því farinn............... að sofa.
Góða nótt.
Um bloggið
Júdas
Eldri færslur
Færsluflokkar
Bloggvinir
- tilfinningar
- tolliagustar
- lindalea
- kisabella
- siggasin
- saxi
- svavaralfred
- ein
- gisgis
- totally
- mofi
- vilborgo
- rebby
- scorpio
- gurrihar
- erla1001
- stormsker
- aslaugh
- jensgud
- eggmann
- blossom
- gretaulfs
- limran
- malacai
- arabina
- toshiki
- gurkan
- gelin
- asarich
- kona
- neytendatalsmadur
- myndamen
- brandarar
- little-miss-silly
- rose
- hebron
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
...í ljóðamáli er svo margt sem leynist milli línanna... getur verið að það sem Júdas bíður eftir sé falið þar..??
en Júdas er snillingur að setja fram fallegan texta og hann hlýtur að eiga margar góðar ljóðabækur.. góða nótt
Guðný Bjarna, 10.3.2008 kl. 00:19
Oft eru þetta nú bara leikrit vinur sæll, ástin dugar oftast ekki til að fara saman út að labba í vondu veðri..... Og kannski hljóma ég bitur, held samt ég sé það ekki en, ástin er oft mjög ofmetin og einmanaleikinn vanmetinn, það er mikið rétt hjá þér Njóttu góðs dags, vonandi í góðu veðri
Jónína Dúadóttir, 10.3.2008 kl. 06:30
Ef þú ert bitur Jónína mín er ég á heljarþröm en ég held að við séum með fæturna á jörðinni.
Takk fyrir þessi orð Gbljósa. Líklega þurfum við að túlka okkar eigið líf og meta öll þau gildi sem styðja við okkur á langri leið. Ég held stundum að ég mæti því daglega sem ég er að bíða eftir en velji það að snúa mér ekki við og leggi jafnvel á flótta.
Njótið dagsins og sólarinnar sem greinilega ætlar að heilla okkur í dag.
Júdas, 10.3.2008 kl. 08:32
Sólin heillar mig alltaf, en það er samt auðveldara að láta heillast af henni ef ég sé hana..... En, þú mátt eiga minn sólarskammt í dag
Jónína Dúadóttir, 10.3.2008 kl. 08:35
Í rigningu og roki kúra pörin innandyra og hafa það náðugt þar. Ég hef upplifað bæði einmanaleika og ást og tel ekki einmanaleikann vanmetinn . . . hann er þungur. Stundum er gott að vera einn en þá er maður ekki einmana heldur bara einn. Ástin og samveran er heldur ekki ofmetin en margir kunna ekki að njóta hennar. Opnaðu þig fyrir ástinni Júdas . . eins og blóm á sumardegi og flugurnar flykkjast að þér í leit að blómasafa. Vertu jákvæður og þú finnur ástina fyrr en þig grunar og verður þá líka tilbúinn til að þekkja hana, njóta, næra og ala.
Fiðrildi, 10.3.2008 kl. 12:23
Vá hvað þetta var flott og satt hjá henni Örnu
Jónína Dúadóttir, 10.3.2008 kl. 12:28
Er alveg innilega sammála henni Örnu. Var einmitt að hugsa um þetta með að pörin séu innandyra að kúra saman þegar veðrið er leiðinlegt.. það myndi ég gera Finnst líka góð þessi skilgreining.. einmanaleiki er allt annað en einvera. Einverunnar getur maður notið en ef - af einhverjum ástæðum - maður er hættur að njóta hennar þá tekur einmanaleikinn við. Mín reynsla er sú að hann er sár Svo gleymist oft að hægt er að vera einmana innan um fullt af fólki - alveg eins og að fólk sem oft er eitt er ekkert frekar vorkunn. Jæja.. held að ég sé búin að fá mér eins og einu rauðvínsglasi of mikið
Óla Maja (IP-tala skráð) 10.3.2008 kl. 22:02
Mér þykir vænt um þessar vangaveltur sem spunnust út af frekar litlum texta. Góðir punktar og góð hvatning Arna mín, takk fyrir hana. Einnig þetta með einmanaleikann og einveruna sem þú talar um Óla. Maður nýtur einverunnar en ekki einmanaleikans það er ljóst.
Ég fann það samt í dag óvenju sterkt að ég er enn óhæfur til að taka á móti ást og hræðist nánd. Ég myndi særa viðkomandi.
Júdas, 10.3.2008 kl. 22:53
Mér sýnist þú líka njóta lífsins eins og það er hjá þér í dag. Þú talar um að þú saknir þess að hafa ekki þessa samveru og nánd við aðra manneskju en þar sem sá söknuður tengist ekki ákveðinni manneskju, heldur meira tilfinningunni sem slíkri, þá held ég að það sé alveg rétt hjá þér að þú sért ekki tilbúinn í slíkt í dag. Ég ætla ekki að nota orðið óhæfur því þú ert svo sannarlega "hæfur" þar sem þú hefur - að mínu mati - mikla tilfinningalega dýpt og elskar bæði heitt og innilega (sbr. kútana þína). En.. ég hélt að ég væri hætt að rausa í kvöld?
Óla Maja (IP-tala skráð) 10.3.2008 kl. 23:00
Þið eruð alveg eðal
Jónína Dúadóttir, 10.3.2008 kl. 23:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.