15.3.2008 | 09:27
Ég fann mig ríkari en nokkru sinni
Enn einn fallegur dagur, sól og birta. Er hægt að biðja um eitthvað meira. Hún er farin að hafa áhrif á mig og alla í kringum mig, birtan og menn eru farnir að tala um að vorið sé að koma.
Við byrjuðum daginn snemma við feðgar. Lítill kútur vildi fara fram kl 6:30 í morgun og ég var meira en lítið til í það. Með það á hreinu að unglingskútur stæði vörð um draumalandið trítluðum við feðgar fram í kaffiuppáhellingu og weetabix. þegar kúturinn var búinn með diskinn sinn kveikti ég á sjónvarpinu eins og venjan er en kútur vildi ekki sjónvarpið. Sitja pabba var það sem hann vildi og meðan ég fletti blöðum, drakk kaffið og ræsti tölvuna vildi hann bara sitja í fanginu hjá og hjúfra sig að mér. Við sátum þannig í eldhúsinu í rúman klukkutíma en af og til komu lítil comment um það sem fyrir augu bar í blöðunum.
Kútavikan byrjaði í gær þegar ég náði í vininn á leikskólann og hann kom á harðahlaupum til mín, búinn að vera í tvo tíma í sandkassanum með, með tvo eplabita og vildi gefa mér með sér. Eplabitar og sandkassi eiga ekkert sérlega vel saman og því litu þeir ekkert sérlega vel út en ég lét mig samt hafa það. Verri hlutir hafa farið í gegn um hugskotið svo varla skaðar það að borða sandborin epli. Þau voru allavega ekki sleip á tungunni svona sandborin.
Í gærkvöldi sátum við inni í sófa með pizzu Ég, kútarnir og eldrikútakærasta og auðvitað átti minnsti kúturinn alla athygli. Þetta var hans stund og þann vissi það alveg upp á hár. Það var mikið hlegið, ennþá bjart úti og ég fann mig ríkari en nokkru sinni. Þegar ég skrifa þetta verð ég meir og fæ meira að segja kökk í hálsinn. Er það skrítið að ég vilji skrifa í nafnleynd eins svalur og ég er.
Nóttin var samt furðuleg. Ég hef drukkið lítið kaffi undanfarið, meðvituð ákvörðun og alls ekki drukkið kaffi á kvöldin en ég var alltaf að vakna í nótt. Svaf lítið og stutt, var með miklar draumfarir þess á milli en vissi af mér á klukkutíma fresti. Kannski var ég eftir mig eftir svona mikla hamingjustund og hlátrasköll en daginn vildi ég samt byrja snemma. Við feðgar ætlum að vera duglegir í dag, fara víða, þrífa um kvöldmatarleytið og elda eitthvað gott á eftir. Kringlan, bókasafnið, heimsókn og listasýning eru á listanum og ekki ólíklegt að við gefum okkur tíma í einn burger inn á milli.
En hér kemur leirburður sem kom upp í hugann í gær þegar ég þurfti að bregða mér af bæ og keyrði í blíðunni yfir fallega heiði í nágrenni borgarinnar.
Fagur dagur drottinn minn
depurð víkur, gleðin inn
Kemur til mín kúturinn
knúsar gamla pabbann sinn
Ber á hurð hjá bróanum
bljúgur tekur króganum
Ljúfur strýkur lófanum
leiðis ekki kjóanum.
J.I
Um bloggið
Júdas
Eldri færslur
Færsluflokkar
Bloggvinir
- tilfinningar
- tolliagustar
- lindalea
- kisabella
- siggasin
- saxi
- svavaralfred
- ein
- gisgis
- totally
- mofi
- vilborgo
- rebby
- scorpio
- gurrihar
- erla1001
- stormsker
- aslaugh
- jensgud
- eggmann
- blossom
- gretaulfs
- limran
- malacai
- arabina
- toshiki
- gurkan
- gelin
- asarich
- kona
- neytendatalsmadur
- myndamen
- brandarar
- little-miss-silly
- rose
- hebron
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Takk, loksins kom eitthvað frumsamið... eftir sjálfan þig og þetta er ekki leirburður Gott þér líður vel núna, með kútum og hækkandi sól, er allt hægt
Jónína Dúadóttir, 15.3.2008 kl. 14:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.