23.3.2008 | 19:50
Einhver finnur spor mín, gengur mig uppi
Ég hljóp syngjandi út í sumarregnið
til að gefa öllum hlutdeild í gleði minni
og fögnuði yfir fegurð lífsins
til að segja öllum,
hve mér væri heitt um hjarta
og hamingjan unaðsleg.
En enginn hlustaði á mig,
fremur en ég væri ekki til.
..............
Bragi Sig.
Ég svaf lengi en vaknaði snemma.
Bíð einhvers vegna hins nýja upphafs sem við minnumst í dag. Vil gefa einhverjum hlutdeild í gleði sem þó aðeins er gríma. Aðeins regnið og ávextir fallegra daga geta glatt hjarta mitt.
Ég var að ákveða það að keyra niður í bæ, jafnvel ganga meðfram sjónum í leit að værð. Ég rifja upp daga þar sem gleðin var eilíf og værðin aldrei langt undan. Þekkti ekki annað og ætti kannski að þakka fyrir það að fá að kynnast hinu gagnstæða. Þá var ástin í lífi mínu og ég hélt hún væri eilíf, vissi ekki að ég væri kominn hringinn, enn einn hringinn og nýtt upphaf svifi yfir vötnum.
Í dag hræðist ég ilminn, finn hann, langar í hann en vil ekki skemma hann með beiskju, hörfa og bíð.
Vorið er ekki langt undan. Einhver finnur spor mín, gengur mig uppi, safnar þeim saman og gengur með mér til byggða. Við lítum við en sjáum aðeins eina slóð.
Er þér ráðgáta,
ungi maður,
hve fagurt er vorið í vor?
Að sólin er bjartari,
blærinn heitari,
og allur jarðargróður sem gull?
Fluttist landið sunnar?
færðist sólin ofar?
spyr þú eins og álfur úr hól.
Öllum öðrum
er auðleyst gátan:
Ástin hefir vitjað þín í vor.
Bragi Sig.
Njótið hins nýja upphafs, þökkum Guði.
Um bloggið
Júdas
Eldri færslur
Færsluflokkar
Bloggvinir
- tilfinningar
- tolliagustar
- lindalea
- kisabella
- siggasin
- saxi
- svavaralfred
- ein
- gisgis
- totally
- mofi
- vilborgo
- rebby
- scorpio
- gurrihar
- erla1001
- stormsker
- aslaugh
- jensgud
- eggmann
- blossom
- gretaulfs
- limran
- malacai
- arabina
- toshiki
- gurkan
- gelin
- asarich
- kona
- neytendatalsmadur
- myndamen
- brandarar
- little-miss-silly
- rose
- hebron
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
..kíkti aftur við..leita að sporum...og finnst gott að njóta þagnarinnar í góðum félagsskap..
múmínkveðjur
múmínstelpan (IP-tala skráð) 23.3.2008 kl. 21:51
Vá!
"Þá var ástin í lífi mínu og ég hélt hún væri eilíf, vissi ekki að ég væri kominn hringinn, enn einn hringinn og nýtt upphaf svifi yfir vötnum."
Þetta er eins og talað út úr mínu hjarta. Mátti bara til að skrifa þér smá komment. Búin að kíkja aðeins yfir eldri færslur hjá þér og hef haft mjög gaman af. Notalegur lestur Takk fyrir mig í bili. Ég á örugglega eftir að kíkja aftur.
Ein-stök, 23.3.2008 kl. 23:29
Þú kemur mér endalaust á óvart með fallegum færslum og frábæru hugmyndaflugi, þú kannt svo sannarlega að koma orðum að því
Njóttu dagsins minn kæri og vertu viss, það gengur þig einhver uppi fyrr en varir. Svona flott eintak af manneskju gengur ekki laust lengi
Jónína Dúadóttir, 24.3.2008 kl. 07:16
Ætli það komi ekki sjálfum mér á óvart Jónína að einhverjum skuli finnast það því oft þvinga ég mig til að skrifa og tilefnið er ekkert. Mig langar jafnvel til að eyða þessum færslum og stend andlausari upp en ég settist niður. Ég er þó bjartsýnn á að Júdas fari að taka sjálfan sig í sátt, eins mikla sátt og hægt er að ætlast til af manni eins og mér. Bið um lítið en ætlast til allra hluta af sjálfum mér, felli ekki tár, á ekki að haggast........svik og aftur svik við sjálfan mig í boði Júdasar! Ég hef oft hugsað um það og velt því fyrir mér hvort ég geti grátið þegar foreldrar mínir falla frá ef ég lifi þá. En ég bið góðan Guð um það að láta mig aldrei þurfa að glíma við þesskonar vangaveltur gagnvart drengjunum mínum.
Júdas, 24.3.2008 kl. 09:32
Trúðu mér, þú getur alveg grátið.... þig vantar bara ástæðu til þess. Ekki að ég sé að óska þess að þú lendir í þeim aðstæðum, fjarri því ! Svo á að ríkja jafnræði og jafnvægi er það ekki ? Ekki ætlast til meira af öðrum en sjálfum sér og ekki heldur ætlast til meira af sjálfum sér en öðrum... Einfalt eða ekki ?
Jónína Dúadóttir, 24.3.2008 kl. 09:44
Takk fyrir innlitið á bloggið mitt og bestu kveðjur til þín.
Greta Björg Úlfsdóttir, 24.3.2008 kl. 10:25
Er að kíkja hérna inn í fyrsta skipti....einlæg og falleg skrif. Takk fyrir mig
Esther (IP-tala skráð) 24.3.2008 kl. 18:58
Ástin er eilíf, skiptir bara stundum um farveg og auðvitað sameinast öðrum. Við verðum bara að passa að farvegur ástarinnar til okkar sjálfra haldist. Láta væntumþykjuna fyrir okkur sjálfum ekki hverfa alveg. Það er pláss fyrir okkur öll hér á jörð, munum það. Þessi orð hefði ég betur sagt við sjálfa mig fyrr en er farin að "heyra" þau núna . Það birtir öll él upp um síðir eins og þú eflaust veist, þó manni þyki það fjarstæða á ákveðnum tímapunkti. Ég er ekki commentaglöð en finnst þessar spegúlasjónir þínar mannlegar og notalegar að lesa.
Anna, 26.3.2008 kl. 11:40
Takk fyrir þessi comment Esther og Anna, öll innlegg eru gleðileg.
Ég veit Anna að ég er óvæginn við sjálfan mig en þannig hefur það alltaf verið. Það er mikill vísdómur þótt einfalt virðis að sættast við sjálfan sig og sjá sig í réttara ljósi.
Júdas, 26.3.2008 kl. 18:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.