24.3.2008 | 11:32
Dagurinn kom alskapaður til dyranna
Dagurinn var tekinn snemma eins og venjulega.
Við eldri feðgar klæddum okkur upp í gærkveldi og elduðum okkur páskalæri og nutum samvista fram eftir kvöldi. Ég velti því fyrir mér hvort vert væri að fara út á lífið eftir miðnætti en það var auðveld ákvörðun að flauta það af í huganum og njóta þagnarinnar.
Ég var heppinn í gær og allt stefnir í heppni í dag líka. Unga konan bað mig um að taka litla kútinn í nokkra tíma í gær og var að hringja áðan og biðja mig að vera með honum í dag líka. Ég spyr einskis, nýt þess bara að vera með alla kútana sameinaða í dag og líklega í nótt líka. Er hægt að biðja um eitthvað meira?
Dagurinn er óskrifaður að öðru leyti en klárt að við förum á eitthvert flakk. Líkamsræktin gæti orðið áfangastaður og ekki verra að kúturinn hefur svo gaman af því að leika sér þar. Það er kominn tími á að hrista af sér slenið varðandi ræktina og taka á því.
Núna sefur hann hjá mér í sófanum og safnar orku fyrir daginn.
Dagurinn kom
alskapaður til dyranna
eins og hann var klæddur,
gægðist upp yfir fjallsbrúnina,
skyggndist um
og leit yfir landið.
Svo hljóp hann
ungur og nýr
niður hlíðarnar,
yfir holt og mýrar,
alla leið út að sjó............
Ingólfur Kristj.
Um bloggið
Júdas
Eldri færslur
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
tilfinningar
-
tolliagustar
-
lindalea
-
kisabella
-
siggasin
-
saxi
-
svavaralfred
-
ein
-
gisgis
-
totally
-
mofi
-
vilborgo
-
rebby
-
scorpio
-
gurrihar
-
erla1001
-
stormsker
-
aslaugh
-
jensgud
-
eggmann
-
blossom
-
gretaulfs
-
limran
-
malacai
-
arabina
-
toshiki
-
gurkan
-
gelin
-
asarich
-
kona
-
neytendatalsmadur
-
myndamen
-
brandarar
-
little-miss-silly
-
rose
-
hebron
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég skal ekkert predika núna
Bara óska þess að þið feðgakrúttin eigið góðan dag
Jónína Dúadóttir, 24.3.2008 kl. 16:11
Hljómar vel
Njótið dagsins kútafeðgar allir.
Takk fyrir heimsóknina til mín og góða athugasemd. Má ég ekki setja þig innhjá mér sem bloggvin? Er ennþá að reyna að læra inn á þetta bloggdót allt saman
Ein-stök, 24.3.2008 kl. 16:44
..leitaði að sporum kútafeðga í þögninni ...-. en fór síðan á fund við forynjur og froska og aðrar undarlegar verur með lítilli draumadís . vona að kútapabbinn hafi átt eins skemmtileg ævintýri með sínum kútum..
múmínstelpan (IP-tala skráð) 24.3.2008 kl. 21:32
... þetta er flott ljóð... hver er höfundurinn, Ingólfur Kristjánsson, veistu það?
Brattur, 24.3.2008 kl. 21:58
Takk Jónína mín
Ég er búinn að senda beiðni á þig Ein og þú þarft bara að samþykkja hana. Auðvitað vil ég vera bloggvinur þinn.
Jamm Brattur það er hann og það er örlítið lengra en þetta.
Fannstu ekki sporin Múmínstelpa? Þau lágu um alla borg í dag, kolaportið, kaffihús og húsdýragarðinn.....jú og Hafkaup líka
.
Þú ættir að fara að blogga því það færi þér vel.
Júdas, 24.3.2008 kl. 22:08
Takk Júdas
Ein-stök, 24.3.2008 kl. 22:21
Vildi vera fluga á vegg í þínu lífi - stundum.
Eigðu góða nótt og fallega drauma
Linda Lea Bogadóttir, 25.3.2008 kl. 00:36
múmínstelpan (IP-tala skráð) 25.3.2008 kl. 02:55
Júdas, 25.3.2008 kl. 13:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.