Hjúpuð væntingahulu

     Hann byrjaði vel þessi dagur og í raun betur en á horfðist í fyrstu.  Eftir hin hefðbundnu morgunverk og neyðarhróp lítils kúts innan úr svefnherbergi stefndum við á leikskólann og renndum inn á planið.  Lítil umferð og planið tómt en það klingdi engum bjöllum fyrr en við gengum á læstar dyrnar, litum inn um gluggann og sáum alla snaga tóma og ljósin slökkt.  Hvað var nú í gangi.   Ég á leiðinni á tveggja tíma fund og fann hvernig þetta var ekki að ganga upp hjá okkur.  Hmmmm, eitthvað rámaði mig í að hafa séð á blaði nefndan starfsdag en það getur varla verið að hann sé hafður strax eftir páskafrí.............jú, líklega var þetta dagurinn því ólíklegra er að allar fóstrurnar og árrisulustu foreldrarnir hafi sofið yfir sig einn og sama daginn.   Úffffff..................Það jákvæða er að ég verð að taka mér frí í dag og vera með kútinn, en það neikvæða er að ég þarf að komast á fundinn og litill kútur er passar ekki alveg inn í það umhverfi.  Engir afar eða ömmur í byggðarlaginu, ekki frændur og engar frænkur sem ég hef ræktað vinskapinn við.......vinir..............ég ræki þá ekki heldur og sú eina sem kæmi til greina verður líka á þessum fundi.   Þetta voru nú meiri vandræðin. En allt í einu sá ég ljósið.  Hann á mömmu þessi kútur og nú verður hún að hlaupa undir, enda er þetta hennar vika í ofanálag og byrjaði reyndar á föstudaginn.  Ég reif upp símann og sagði henni raunirnar, hún yrði að vera með hann á meðan ég færi á fundinn og ég gæti svo sótt hann á eftir.   Hún vinnur í verslun og umhverfið þar alls ekki kútavænt og í raun mjög ókútavænt en þetta var ákveðið.  Ég sagði henni til huggunar að heimilistryggingin mín hjá Vís ábyrgðist allt að 25 milljóna tjón í einu tjóni svo  við yrðum þó allavega ekki gjaldþrota þegar við fengjum reikninginn.

Ég sótti svo kútinn að þrem tímum liðnum og hafði þetta gengið furðu vel en samt talaði hún um að þetta myndi hún samt ekki reyna aftur án límbands.  Kúturinn var ánægður með þetta og hafði skemmt sér vel, móðirin uppgefin.

Við kútur fórum heim og áttum notalega samverustund, eina af þessum sem við erum alltaf að græða og eru ómetanlegar.  Mamman náði svo í hann um sexleytið.

     Rafrænu samskiptin virkuðu fínt í dag og  færðu mér ómælda gleði.  Veit reyndar ekki hvort hún verður nokkurn tíman mæld en það er nú einmitt það sem gerir þetta svo skemmtilegt.  Óvissan og spennan færa manni orku og gleði og það er allavega vel mælanlegt, kætir og bætir.   Ég horfið rannsakandi á Júdas í speglinum og sagði við hann í umvöndunar tóni  „Júdas minn hættu þessari þrjósku og njóttu augnabliksins“.

Hvað er að hræðast þar júdas minn,

hamingju þinnar dulu?

Handan við hornið smeygir sér inn

hjúpuð er væntinga hulu.

J.I

 

Við unglingskútur útbjuggum okkur tómatsúpu og hentum saman í brauðhleif áður en lærdómurinn helltist yfir og unglingurinn hljóp út til vina.

Fínn dagur og kvöldið ekki búið enn.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Já Júdas minn hættu þessari þrjósku og njóttu augnabliksins ! Takk fyrir að leyfa mér að kíkja svona inn til ykkar kútanna

Jónína Dúadóttir, 25.3.2008 kl. 22:25

2 Smámynd: Linda Lea Bogadóttir

... njóttu þess - það gæti verið komið til að vera þó ekki væri nema smástund í eilífðinni

Linda Lea Bogadóttir, 25.3.2008 kl. 23:10

3 Smámynd: Júdas

Þér er alltaf velkomið að líta inn til kútanna svo mikið er víst vinkona 

Smástund í eilífðinni......það gæti verið margra ára augnablik, það er ekki slæmt.

Júdas, 25.3.2008 kl. 23:13

4 identicon

..bara að brosa feimnislega til þin ..eigðu góðan dag.

múmínstelpan (IP-tala skráð) 26.3.2008 kl. 13:54

5 Smámynd: Fiðrildi

Ég skynja einhverja dulúð og bjartsýni á milli línanna . . . sem hefðu átt að vera feitletraðar þarna næst neðst. 

Áttu yndislegan dag væni

Fiðrildi, 26.3.2008 kl. 14:48

6 Smámynd: Ein-stök

Njóttu Júdas

Ein-stök, 26.3.2008 kl. 14:48

7 Smámynd: Júdas

Hmmm, feitletra næst neðst?   "útbjuggum okkur tómatsúpu og hentum saman í brauðhleif" .........viltu uppskriftina Arna mín?

Takk Ein, súpan var betri en spegilmyndin, heitari, ljúfari og einhvernvegin meðfærilegri.  Svo var hún ekki svona gömul.

Júdas, 26.3.2008 kl. 18:25

8 Smámynd: Áslaug Helga Hálfdánardóttir

Gaman að lesa skrifin þín, forgangsröðun að mínu skapi! Kveðja!

Áslaug Helga Hálfdánardóttir, 26.3.2008 kl. 18:42

9 Smámynd: Rebbý

Jæja - er að verða búin að lesa helling frá þér í dag, skil núna betur af hverju stelpurnar eru að fylgjast með daglega lífinu hjá þér.
Gaman þegar maður laumast til að kíkja á bloggvini bloggvina og finnur skemmtileg skrif

Rebbý, 3.4.2008 kl. 10:02

10 Smámynd: Júdas

Mín er ánægjan Rebbý mín og alltaf velkomin.   Ég skil reyndar aldrei og hef oft nefnt það að nokkur skuli nenna að lesa þetta en stundum getur einfaldleikinn verið áhugaverður jafnvel feðgaþrenning líka.

Júdas, 3.4.2008 kl. 19:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Júdas

Höfundur

Júdas
Júdas

"Einn sem hefur allt en bíður þó eftir einhverju sem hann hefur ekki" Þetta á víst ekki við í dag.  Í dag væri nær að segja. Einn sem hefur allt en þarf að muna, viðhalda og sýna þakklæti. judas_@msn.com

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...0808_722078
  • Tröppur
  • Unga konan
  • Bekkurinn okkar
  • Lítill drengur með blóm

http://www.projectplaylist.com/myspace/20002550

Dire Straits - Romeo And Juliet

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband