Einfaldleikinn er dyggð

Góður dagur að kveldi kominn og nóttin á næsta leiti. 

Okkar bíða lendur drauma þar sem allt getur gerst og veruleikinn er teygður og togaður í fallegri form.  Ef til vill ráðum við óafvitandi ferðinni um þessar lendur og speglum því væntingar okkar úr gráum hversdagsleikanum þar sem við erum að mestu ráðandi í hamingjuleitinni með misjöfnum árangri.

Gerum þó ekki lítið úr þeirri leit okkar, höldum áfram ótrauð en gefum okkur tíma til að staldra við fótskör meistarans og lauga okkur í einfaldleika.   Munum að einfaldleikinn er dyggð.

  

Frá efstu lindum

ljóssins og hingað

er langur vegur

og langt er héðan til ósa.

 

Í breiðum streng

streymir það nú fram hjá

borginni, og ég krýp

á bakka þess og dýfi

þakklátur höndum

í hlýjan straum

lauga vanga mína

og augu,

 

lauga sál mína lífi.

 

Hannes Pét.

 

 

Góða nótt kæru vinir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ein-stök

Einfaldleikinn er góður. Var svo heppin að eyða mörgum stundum hjá afa og ömmu, þegar ég var barn, þar sem rólegheitin, hógværðin og nægjusemin ríktu. Þar lærði ég að meta einfaldleikann.

Góða nótt minn kæri

Ein-stök, 27.3.2008 kl. 00:42

2 Smámynd: Sporðdrekinn

Eins einfaldur og einfaldleikin getur verið, þá getur hann líka verið svo mikið.

Sporðdrekinn, 27.3.2008 kl. 02:43

3 Smámynd: Sporðdrekinn

"Mikill" átti það að vera

Sporðdrekinn, 27.3.2008 kl. 02:43

4 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Falleg pæling, góðan dag

Jónína Dúadóttir, 27.3.2008 kl. 05:51

5 Smámynd: Linda Lea Bogadóttir

Hamingjan í hnotskurn...  Ekki hætta að leita að henni

Linda Lea Bogadóttir, 27.3.2008 kl. 13:27

6 identicon

 leit við og naut...og einhvern veginn ýtti lesturinn mér inn á skemmtilegar draumalendur...

múmínstelpan (IP-tala skráð) 27.3.2008 kl. 15:26

7 Smámynd: Júdas

*Geisp*   þetta var nú meiri dagurinn.......... 

Júdas, 27.3.2008 kl. 18:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Júdas

Höfundur

Júdas
Júdas

"Einn sem hefur allt en bíður þó eftir einhverju sem hann hefur ekki" Þetta á víst ekki við í dag.  Í dag væri nær að segja. Einn sem hefur allt en þarf að muna, viðhalda og sýna þakklæti. judas_@msn.com

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...0808_722078
  • Tröppur
  • Unga konan
  • Bekkurinn okkar
  • Lítill drengur með blóm

http://www.projectplaylist.com/myspace/20002550

Dire Straits - Romeo And Juliet

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband