Sestur við eldhúsborðið

     Kominn heim og sestur við eldhúsborðið að venju.  Lasagna var hrúgað í eldfast mót og kemur úr ofninum rétt strax.  Við tekur lærdómur og aftur lærdómur.   Það er mesta furða hvað ég er ferskur innan gæsalappa því ég er búinn að vera eins og borðtuska með tennur í þrjá daga.  Enginn hiti en skrokkurinn ekki alveg að fúnkera, beinverkir, hausverkur og stífur í öxlum.  Ég reyndi að hafa orð um þetta við unglingskútinn en hann sagði mér strax að hætta þessu væli því þetta væri bara hugarástand.  „Þetta sagðir þú alltaf við mig, og hentir mér í skólann fárveikum“  fullyrti unglingurinn og glotti. Jæja, meðan það getur verið verra er það bærilegt svo það er besta að hafa ekki fleiri orð um það.  Hann ýkir þetta ábyggilega talsvert.

     Ég er farinn að bíða eftir helginni því helgarfrí er tilhlökkunarefni þótt próflestur verði inni í því og svo var ég að rifja það upp í þessum rituðu orðum að ég var búinn að lofa ungu konunni því að henda saman skattskýrslunni hennar á netinu um helgina.  Best að klikka ekki á því. 

En Lasagnað bíður okkar feðga.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ein-stök

HAHAHA  Alveg kannast maður við þetta. Ég á dóttur sem er ótrúlega oft slöpp á morgnana og alltaf rekur mamma hana með harðri hendi í skólann. Einu sinni fékk ég símhringingu úr skólanum 2 tímum seinna og þá hafði aumingja barnið gubbað í skólanum  Hún m.a.s. sagði kennaranum sínum að mamma sín tryði sér ALDREI þegar hún væri veik  Ég verð samt að viðurkenna að mér finnst 1 skipti af .. jah.. ansi mörgum, ekkert slæm niðurstaða. Vil frekar að börnin mín átti sig á því að oft hristi maður af sér svona morgunfúlleika og að svona líðan að morgni þýði ekki endilega veikindi.

Aftur á móti myndi ég segja að það væri alveg ástæða til að hlusta á líkamann og fara a.m.k. varlega þegar svona krankleiki gerir vart við sig alveg þrjá daga í röð  

Verði ykkur feðgum lasagnað að góðu.

Ein-stök, 27.3.2008 kl. 20:37

2 identicon

..hmm...þetta er samt sennilega huggulegasta tennta borðtuskan á stóru svæði.... orkuknús...og smá glott

múmínstelpan

múmínstelpan (IP-tala skráð) 27.3.2008 kl. 20:52

3 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ja hérna tennta borðtuskan mætt aftur.... var svo sem ekkert farin að sakna hennar Eins gott að þú fórst að tala um skattaskýrslu... á eftir að gera fyrir mömmu Þoli alls ekki svoleiðis vinnu, með tölur og lendi líka alltaf í eihverju veseni, sú gamla á það  til að henda öllum pappírum frá skattmanninum

Óska þér góðs dags minn kæri og "hristu þetta nú úr þér"

Jónína Dúadóttir, 28.3.2008 kl. 06:00

4 Smámynd: Júdas

Ég rifja það nú sossem upp á hafa sent kútinn í skólann en hann komið aftur eftir að hafa verið úrskurðaður veikur af kennurunum eða skólahjúkku.   en það hefur klárlega hert hann, ekki spurning.  Við erum báðir þeirrar skoðunar í dag að það sem ekki drepi okkur herði okkur.

Takk fyrir knúsið Múmínstelpa,  það má allavega dusta þessa tusku því hún er ekki farin að súrna, svo mikið er víst 

Jújú, Jónína, tuskur eru líka fólk.  Gangi þér vel með skattaskýrsluna og eigðu góðan dag.

Júdas, 28.3.2008 kl. 07:02

5 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Takk og sömuleiðis ....tuskur eru líka fólk....

Jónína Dúadóttir, 28.3.2008 kl. 07:29

6 Smámynd: Guðný Bjarna

... "borðtuska með tennur"...skemmtileg lýsing á líðan, sem segir meira en margar aðrar...

..góðar óskir fyrir daginn..   ...líka til borðtusku fólks

Guðný Bjarna, 28.3.2008 kl. 10:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Júdas

Höfundur

Júdas
Júdas

"Einn sem hefur allt en bíður þó eftir einhverju sem hann hefur ekki" Þetta á víst ekki við í dag.  Í dag væri nær að segja. Einn sem hefur allt en þarf að muna, viðhalda og sýna þakklæti. judas_@msn.com

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...0808_722078
  • Tröppur
  • Unga konan
  • Bekkurinn okkar
  • Lítill drengur með blóm

http://www.projectplaylist.com/myspace/20002550

Dire Straits - Romeo And Juliet

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband