Þvílík grimmd

     Þvílík grimmd verður þetta að teljast, þvílík grimmd.  Sólin baðaði geislum sínum  og fegurðin hrópaði á mann úr öllum áttum.  Hvílík grimmd.  Vorhugur og aftur vorhugur og ég fann hvernig  gleðistraumar hrísluðust um mig, byrjuðu smátt en jukust  þegar á aksturinn leið.  Á endanum varð ég að brosa þótt nývaknaður væri og það er einmitt grimmdin sem ég er að tala um.  Verður það ekki að teljast ákveðin grimmd að þvinga fram gleðitilfinningu, hrifningu og bros af gömlum, þreyttum , alræmdum „svikahrappi“ og leyfa honum ekki einu sinni að njóta morgunfúlismans þó ekki væri nema í  hálftíma eða tvo?  Er þetta það sem bíður manns þegar vorar?  Er þetta það sem maður lætur yfir sig ganga í byrjun sumars?  Hvað gæti ég gert til að sporna við þessu?  Ég finn það meira að segja þegar ég fletti í ljóðabókunum að þau ljóð sem ég staldra við því mér finnst þau áhugaverð eru bara svo þung og einmanaleg að mér finnst þau ekki slá á þá strengi hjartans sem þau gerðu í haust og vetur.  Taka verður upp léttara hjal, lesa verður léttari ljóð og spila verður á ljúfari strengi sálarinnar í von um samhljóm einhversstaðar í nálægðinni.  Sagt er að sé slegið á einn streng taki hinir undir og von bráðar fylli undurvær samhljómur loftið allt en ég hef enga sönnun fyrir því.  Veit bara að verði ég þvingaður til gleði og brosmildi dag eftir dag eins og í morgun er ómögulegt að segja fyrir um það sem gæti orðið.  „Hörmulegar“ afleiðingar gleði og vellíðunar ættu að vera öllum ljósar því þetta ástand er bráð smitandi því brosi er oft svarað með brosi og gleði getur leitt af sér enn meiri gleði og bólusetning ekki möguleg.   En ég hef varaði ykkur við kæru vinir.  Gætið ykkar á gleðinni og hrasið ekki um vellíðanina sem gæti legið í leyni og ráðist á hvern þann sem nálgast.

 

Góða nótt


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Þetta er fráááábææææær pistill Þakka þér fyrir viðvörunina elsku morgunfúlistinn minn, ég skal svo sannarlega vara mig á þessu

Jónína Dúadóttir, 29.3.2008 kl. 10:32

2 Smámynd: Ein-stök

Já það er margt sem þarf að varast í henni veröld  

Skemmtilegur texti hjá þér

Ein-stök, 29.3.2008 kl. 10:33

3 Smámynd: Anna

Eðli vorsins í allri sinni dýrð

Anna, 29.3.2008 kl. 10:38

4 identicon

..vor í lofti og náttúran lifnar við.......farin í fótsporaleit..

múmínstelpan (IP-tala skráð) 29.3.2008 kl. 11:41

5 Smámynd: Ein-stök

Það er nú orðið ansi spennandi að fylgjast með ferðum Júdasar og Múmínstelpu. Spor út um allan bæ

Ein-stök, 29.3.2008 kl. 12:19

6 Smámynd: Júdas

ohhh, skil ekki af hverju hún kemur ekki bara fram með sitt rétta andlit úr því sporin okkar liggja þvers og kruss út um alla borg.......og alveg óvart.  Júdas vita auðvitað allir hver er........svikarinn munið þið.

Júdas, 29.3.2008 kl. 12:22

7 Smámynd: Ein-stök

Hvernig stendur á því að svona indæll maður tekur á sig gervi svikarans og segist að auki vera gamall en er þó svo greinilega mjög sprækur og lifir lífinu lífandi?  Ma-ma-ma.. bara spyr sig sko..

Ein-stök, 29.3.2008 kl. 13:09

8 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Hann er bara aðeins að misskilja þetta, en fer fljótlega að átta sig vona ég

Jónína Dúadóttir, 29.3.2008 kl. 13:26

9 identicon

Frábær pistill Júdas, vorið pínir mann til samvista við sig með öllum sínum yndisleik og loforðum

Salka (IP-tala skráð) 29.3.2008 kl. 14:02

10 Smámynd: Júdas

"Gamall" er auðvitað afstætt en ég hef fundið mig gamlan frá því ég var tvítugur og svo kallar unglingskúturinn minn mig auðvitað gamla manninn.

Júdas er kannski aðeins tákngervingur þess mannlega og þess sem við þolum ekki í fari okkar.  Mætti ef til vill flokka það undir svik eða hvað?

Júdas, 29.3.2008 kl. 14:35

11 Smámynd: Ein-stök

Já "gamall" er afstætt hugtak.

Ég verð að viðurkenna að mér leiðist alveg óskaplega belgingurinn sem er í mörgum á blogginu og þá eru karlmenn þar í meirihluta. Svona æsingur, dómharka og stóryrði er eitthvað sem mér leiðist alveg óskaplega og þegar ég er að missa alla trú á karlþjóðinni þá man ég eftir Júdasi..

Í mínum huga er Júdas því enginn svikari heldur miklu frekar ljósið í myrkrinu  

Ein-stök, 29.3.2008 kl. 15:37

12 identicon

tíhí..þú ert fyndinn Júdas...múmínandlitið er rétta andlitið ..

múmínstelpa (IP-tala skráð) 29.3.2008 kl. 16:09

13 Smámynd: Brattur

... ég kann ekki að óttast gleðina... tek henni fagnandi og leik mér áhyggjulaus... eins og kálfur á vorin... held ég sé búinn að slípa af mér óttann við að njóta þess góða í lífinu...

... mæli með að lesa "Ég bið að heilsa" eftir Jónas Hallgrímsson, les það oft og finnst það góð lesning... en kannski er ég of gamaldags?

Brattur, 29.3.2008 kl. 23:16

14 Smámynd: Júdas

Alls ekki gamaldags því Jónas er góður og síðan um hann virkilega góð.

Júdas, 30.3.2008 kl. 09:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Júdas

Höfundur

Júdas
Júdas

"Einn sem hefur allt en bíður þó eftir einhverju sem hann hefur ekki" Þetta á víst ekki við í dag.  Í dag væri nær að segja. Einn sem hefur allt en þarf að muna, viðhalda og sýna þakklæti. judas_@msn.com

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...0808_722078
  • Tröppur
  • Unga konan
  • Bekkurinn okkar
  • Lítill drengur með blóm

http://www.projectplaylist.com/myspace/20002550

Dire Straits - Romeo And Juliet

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband