4.5.2008 | 18:42
Í hvora áttina á ég að ganga?
Þetta eru þöglir dagar. Kúturinn hjá Ungu konunni og sá eldri lítið heima. Ég dormaði í sófanum í gærkveldi, einn en velti því fyrir mér hvort mér liði vel eða venjulega! Illa er ekki inni í myndinni en eftir að leið á kvöldið komst ég að þeirri niðurstöðu að mér liði bara vel en væri að bíða. Ég horfið á sjónvarpið en hugurinn var þó annarsstaðar. Tvær ljóðabækur lágu við hliðina á mér en þær freistuðu mín ekki. Það er ljóst að ég þarf á bókasafnið í dag til að finna einhverjar bækur sem brúa þetta bil sem ég er við, á milli þess að fjalla um depurð og gleði. Ég fann það mjög heitt í gær að biðin sem ég hef bloggað um er líklega biðin eftir sjálfum mér. Þið voruð kannski búin að sjá það út fyrir löngu en í gærkveldi varð mér þetta svo ljóst. Ég gæti gengið í kringum þetta vatn því ef til vill var það ísinn sem alltaf gaf sig! Spurningin er jafnvel hvort ég á að setjast niður og bíða í von um að einhver finni mig á undan mér. Er það hægt? Hugsunin um það hvað ég gæti sært margar áður en ég fyndi mig gerir það þó að verkum að ég hallast á það að setjast niður og bíða en óttinn við það að vita ekki hvað sú bið verður löng veldur mér pínu lítilli óværð. En bara pínu lítilli.
Ég væri til í rigningu, tómlegt kaffihús, lítið kerti, blauta glugga og dempuð hljóð. Fallegt bros myndi ég samt þiggja en borgar það sig?
Land drauma þinna er hinum megin við vatnið.
Langa, sólríka bernskudaga
starðirðu þangað
uns augu þín urðu þreytt
og sólin vara gengin til viðar.
Í svefnrofunum
sagðistu einhvern tíma ætla þangað.
Skemmsta leiðin liggur kringum vatnið
en þú veist ekki
í hvora áttina þú átt að ganga.
Nú er vatnið á ís
en farðu varlega
--farðu varlega
því ísinn er veikur.
Hjörtur Pálsson
Um bloggið
Júdas
Eldri færslur
Færsluflokkar
Bloggvinir
- tilfinningar
- tolliagustar
- lindalea
- kisabella
- siggasin
- saxi
- svavaralfred
- ein
- gisgis
- totally
- mofi
- vilborgo
- rebby
- scorpio
- gurrihar
- erla1001
- stormsker
- aslaugh
- jensgud
- eggmann
- blossom
- gretaulfs
- limran
- malacai
- arabina
- toshiki
- gurkan
- gelin
- asarich
- kona
- neytendatalsmadur
- myndamen
- brandarar
- little-miss-silly
- rose
- hebron
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Fallegt bros stendur alltaf fyrir sínu
Jónína Dúadóttir, 4.5.2008 kl. 18:55
Það er alltaf spurning um áhættuna, hvora leiðina skal velja. Þessi færsla er snilldarlega orðuð hjá þér og ljóðið sérlega vel valið
Anna, 4.5.2008 kl. 19:59
Því miður Júdas minn þá finnur enginn annar mann .... ég er persónulega búin að bíða þess í dágóðan tíma en sé að þetta verður að vera mitt eigið verkefni eins flókið og ég held að það muni reynast mér.
Rebbý, 4.5.2008 kl. 20:02
Alltaf gaman að kíkja við hjá Júdasi Er búin að skemmta mér yfir lýsingum á nauðsynlegum "tækjum og tólum" á náttborðinu og "perranum í Laugardalnum" Takk fyrir skemmtunina
Setningin sem snerti sérstaklega við mér núna var: Ég væri til í rigningu, tómlegt kaffihús, lítið kerti, blauta glugga og dempuð hljóð. Hljómar vel og ekki laus við vellíðunartilfinningu við lesturinn og tilhugsunina.
Ein-stök, 4.5.2008 kl. 21:02
Vó..! Eitthvað fór úr skorðum við leturstærðina Þetta átti nú ekki að stökkva svona framan í mann! En.. skoðunin stendur.
Ein-stök, 4.5.2008 kl. 21:04
Stundum hef ég velt því fyrir mér hvort ástæða sé til að bíða... bíða eftir að eitthvað eða einhver komi til mín. - Jafnvel með gleðina, hamingjuna og vonina með sér. Finni mig á undan sjálfri mér Ég veit hins vegar að ef það er eitthvað sem okkur langar í eða til... þurfum við bara að bera okkur eftir því.
Finnst þessi speki (sennileg engin speki samt) mjög góð: Ef þú veist ekki hvert þú ert að fara, hvernig ætar þú að átta þig á hvenær þú ert kominn þangað?
Linda Lea Bogadóttir, 4.5.2008 kl. 22:39
... um að gera að fara varlega á veikum ís... en það getur verið fallegt að ganga á ótraustum, glærum ís og sjá í gegnum hann, skoða lífið í vatninu... og gróðurinn... en maður getur líka sleppt því... maður er aldrei viss um hvað er best...
Brattur, 4.5.2008 kl. 23:09
...það ætlar sér enginn að særa aðra né verða fyrir eða valda slysi...en lífið er áhætta, líka þegar við leitum hamingjunnar.... tek undir með speki Lindu Leu.... finnndu staðinn sem þú ætlar á...góða ferð þangað
Guðný Bjarna, 5.5.2008 kl. 09:17
Ég held að þú getir fundið staðinn án þessa að vita hvert þú ætlar. Hann bara stingur þig í hjartastað með værðinni og skítur rótum. Þá fyrst veistu að þá ertu kominn til að vera. Þú finnur hann eða hann þig ;)
Fiðrildi, 5.5.2008 kl. 15:46
Takk fyrir góð komment vinir en vafalaust heldur leit mín áfram þótt ég hafi gert þessa uppgötvun. Von mín eða þrá virðist svo oft ráða för.
Júdas, 5.5.2008 kl. 20:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.