Gjöf sem ei sér til gjalda

        Endalaus fegurð blasti við mér þegar ég leit út um gluggann í morgun.  Rigning hafði í nótt lagt glitrandi dropa yfir allt og værðin í umhverfinu leyndi sér ekki eitt augnablik.  Gróðurinn mettur og trén líklega sofandi eftir svo góða næringu.  Það er eins og hugur minn og sál verði líka mett við það eitt að sjá þetta eins og ég hef svo oft talað um.    Þvílík gjöf frá almættinu.

Ég vil gefa þér gjöf

sem ekki þyngir

Hugsjón minningu kærleika

gjöf sem ei sér til gjalda

 

Þú segir mér

að gjöf sjái æ til gjalda

Vöxtur

Smátré

vaxa í garðinum

 

Í kyrrþey

bætast við árhringir

utan á stofninn

 

Ef þau lánast

verða allar árstíðir grænar.

Þóra Jónsd.

    

      Kúturinn kom til okkar hinna í gær og tvær eldbakaðar á eldhúsborðinu nokkrum tímum seinna við hlátrasköll og leikræna tilburði, hurfu á rúmum hálftíma.  Við eigum að vera sameinaðir það er greinilegt og ekki lengra síðan en í gær að eldri kúturinn spurði um þann litla og var farinn að sakna hans.  Þá voru samt ekki nema tveir dagar frá því hann kom með mömmu sinni í kaffi til okkar.  Sá eldri minntist líka á það hvort við ættum ekki að fara bara þrír í þetta tveggja vikna ferðalag en þetta verður svo mikil útilega að það væri ekki ráðlegt og svo veitir okkur eldri kútunum ekki af því að fara saman út í heim á vit ævintýra og  falinna fjársjóða.

     Dagurinn er óráðinn að mestu, engin garðvinna og ekki hægt að mála grindverkið, allt þvegið og brotið saman og eldri kúturinn ryksugaði, skúraði og þurrkaði af í gær.   Húsdýragarðurinn, bókasafn, kolaportið....................... ? 

Það verða spor víða í dag!

 

Mér finnst rigningin góð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sporðdrekinn

Ljúft

Sporðdrekinn, 24.5.2008 kl. 17:45

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Vona að dagurinn ykkar hafi verið jafnljúfur og þessi pistill

Jónína Dúadóttir, 24.5.2008 kl. 22:12

3 Smámynd: Guðný Bjarna

vona að helgin hafi skilið eftir sig góð spor

Guðný Bjarna, 26.5.2008 kl. 00:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Júdas

Höfundur

Júdas
Júdas

"Einn sem hefur allt en bíður þó eftir einhverju sem hann hefur ekki" Þetta á víst ekki við í dag.  Í dag væri nær að segja. Einn sem hefur allt en þarf að muna, viðhalda og sýna þakklæti. judas_@msn.com

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...0808_722078
  • Tröppur
  • Unga konan
  • Bekkurinn okkar
  • Lítill drengur með blóm

http://www.projectplaylist.com/myspace/20002550

Dire Straits - Romeo And Juliet

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband