Góður þessi granni!

     Góður þessi granni!  Hann hefur líklega séð nýja hlið á mér nágranninn þegar ég fór í regngallann og háþrýstiþvoði girðinguna hjá mér.  Líklega búinn að mynda sér skoðun á þessum „einhverfa“ nágrannanum sem aldrei fær heimsóknir og lítur varla til hægri eða vinstri þegar hann stekkur úr bílnum og inn.  Ef til vill búinn að banka upp á hjá mér í vetur en þekkir ekki leyndardóminn við það að banka hjá mér og hafa ekki látið vita af sér áður.  Löngu farinn að íhuga að selja aftur og koma sér í góða fjarlægð frá manni sem gæti allt eins verið stór hættulegur, föndrar við sprengjugerð á kvöldin og vafrar um á vefjum islamskra öfgamanna.  En hann greip mig hérna fyrir utan í gær og bauð mér restarnar af málningunni sem hann notaði á steinvegginn og penslana sem enn voru rakir í pokum.  Tvíeggjað.  Var hann að setja á mig tímapressu með þessu?  Vill hann fá vegginn málaðan á þessum áratug en ekki þeim næsta?  Óttast hann mig og telur best að vera vinur minn eða vann hann í lottói og vill deila einhverju með litla manninum?  Ég þáði þetta auðvitað með þökkum og bölvaði mér í hljóði fyrir að hafa slegið lóðina um helgina því ef til vill hefði hann gefið mér sláttuvél ef ég hefði dokað við með það.  Hann virkar bara vel á mig þessi náungi.

 

     Nú bíðum við feðgar spenntir eftir svari að utan um það hvort húsbíllinn sem við pöntuðum standi okkur til boða, bæði tegundin, stærðin og tímasetningin.  Að því loknu snúum við okkur að fluginu en höfum þó gert drög að því með millilendingum og auðvelt að breyta þar ef eitthvað breytist með bílinn.  Við erum báðir orðnir spenntir og eldri kútur farinn að tala um þetta við „sviknu“ félagana sem virðast skilja þetta frá a til ö og finnst hugmyndin frábær.  Ég helt að svona freistaði bara gamalmenna en það virðist ekki vera.

     Litli kútur bætir gríðarlega við orðaforðann og munar um hvern daginn, en hann er líka orðinn stórhættulegur sjálfum sér og leitar allra leiða til að skjótast í burtu, láta sig hverfa og kanna heiminn einn og óstuddur.  Ótti er ekki til í hans orðaforða, nema þá við höggborvélar og er á stefnu skránni hjá mér að loka öllum útgönguleiðum af lóðinni hjá okkur  því vinurinn skríður í gegnum runnana til að komast inn á lóð nágrannans.  Hann er líka allur rispaður í framan eftir það en finnst það bara svalt.  Ég þarf að fara þetta í vikunni nú eða um helgina . 

     Mikið er reynt þessa dagana að ná af kútum bleiunni og lokka hann á kopp eða klósett og þó fyrr hefði verið.  Hann vill þó ekkert vera að flækja þetta og sáttur við þetta eins og það er, ég meina pabbi er ennþá með gamla túpu-sjónvarpið og af hverju að elta „tæknina“ þótt eitthvað standi til boða...........

 

Dugar í dag, rigningardag?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Það sem ég hef einna helst merkt í skrifum þínum frá því að ég fór að lesa bloggið þitt, er hversu hættulegur þú ertGangi þér vel í bleyjubransanum, litli kútur verður kominn á koppinn áður en þú veist afNjóttu dagsins vinur sæll, líka í sólskyni

Jónína Dúadóttir, 26.5.2008 kl. 09:57

2 identicon

fylgist með.... kveðja...  "blá" múmínstelpa

múmínstelpan (IP-tala skráð) 26.5.2008 kl. 17:57

3 Smámynd: Rebbý

vona að það gangi allt með húsbílinn ... spennandi ferðalag sem verður vonandi skrifað um
held að margir kjósi sér svona "einhverfa" nágranna svo haltu þínu striki

Rebbý, 26.5.2008 kl. 18:24

4 identicon

Já þessir grannar........

Veistu að þetta með bleyjuna er dáldið flólið mál ójá. Minn gaur er 3 og 1/2 árs og úfff ætlaði sko ekki að hætta með bleyju neinei.... en svo viku fyrir skólann í haust þá hætti vinurinn "sjálfur" okey gott og vel. En núna er það enn basl því að hann fæst ekki til að taka þá ákvörðun sjálfur að hætta með næturbleyjuna úfff.... og hann sefur fastar en steinn. Þannig að nú bíður maður bara eftir að hann ákveði sjálfur og fari að ná kontakt við lillan sinn.

Kveðja úr sveitinni.

Ókunnuga konan (IP-tala skráð) 26.5.2008 kl. 22:34

5 Smámynd: Ein-stök

Þessi nágrannasaga er nú bara orðin spennandi. Skemmtilegar lýsingar hjá þér. Ég hugsa að þessi ágæti granni sé bara mátulega ýtinn og ég efast um að þú virkir einhverfur eða hættulegur í hans augum  

Líst rosalega vel á þessa ferð ykkar feðga og vona að það gangi allt saman upp. Yrði örugglega góður "quality" tími fyrir ykkur. Miðað við lýsinguna á litla kút þá hef ég á tilfinningunni að hann ákveði þetta með bleiuna sjálfur þegar hann er tilbúinn. Minn kútur gerði þetta nákvæmlega þannig. Hafði engan áhuga á koppnum og var hinn sáttasti við bleiuna þangað til hann bara ákvað þetta einn daginn. Held reyndar að umgengni við besta vininn á leikskólanum hafi haft sitt að segja því vinurinn sá var alveg hættur að nota bleiu og þá varð náttúrulega meira spennandi að sleppa því líka.

Gangi ykkur feðgum vel í öllum ykkar önnum

Ein-stök, 26.5.2008 kl. 22:43

6 identicon

Ég hlakka til að heyra, hvort þetta gengur ekki allt upp hjá ykkur feðgum með ferðina.  Mikið rosalega hlýtur þetta að vera spennandi fyrir ykkur báða 

Vonandi áttar minnsti kúturinn sig sem fyrst á að það er ekki viðeigandi með bleyjur "á þessum aldri"  

 bestu kveðjur, E.

Edda (IP-tala skráð) 26.5.2008 kl. 23:55

7 Smámynd: Sporðdrekinn

Þeir geta verið ágætir þessir nágrannar. Minn mætti aftur með sláttuvélina hér á föstudaginn og sló bletinn fyrir mig!

Sporðdrekinn, 27.5.2008 kl. 02:33

8 Smámynd: Júdas

Ég verð að biðja ykkur um að fyrirgefa mér "commenta"-letina en ég hef nánast ekkert commentað hjá bloggvinum mínum í rúma heila viku.  Við erum nú einu sinni þeim hæfileika gæddir ,karlpeningurinn,  að geta illmögulega hugsað um tvo hluti samtímis og hugur minn hefur verið eitthvað svo fókusaður á utanferðina, kútana og æfingarnar.  Tíminn gjörnýttur og ég sofna yfirleitt með kútum allt of snemma fyrir mig og of seint fyrir kútinn.  Þvílík óregla!!  Þetta lagast hjá mér fljótlega.

Fyrirgefið mér 

Júdas, 27.5.2008 kl. 07:46

9 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Þér er fyrirgefið kæri vinVar nú pínu farin að sakna innlits frá þér þetta er samt líklega skásta óregla sem hægt er að lenda í

Jónína Dúadóttir, 27.5.2008 kl. 08:19

10 Smámynd: Ein-stök

Að sjálfsögðu er þér fyrirgefið

Ein-stök, 27.5.2008 kl. 15:25

11 Smámynd: Sporðdrekinn

Það er engin ástæða til að biðjast fyrirgefningar á svona nokkru, geymdu það fyrir eitthvað mikilvægara.

Sporðdrekinn, 27.5.2008 kl. 16:42

12 identicon

iss gott að eiga ná granna.... en þeir eru stundum til trafala... eins og mínir fyrrv.......  það var bara partý og læti og hávaði fram á allar nætur ......... hefði getað djammað við tónlistina sem ómaði upp til mín hefði ég haft rænu og geð til þess.... :)

 skemmtilegur pistill hjá þér :) 

Ingunn Valgerður Henriksen (IP-tala skráð) 28.5.2008 kl. 01:12

13 Smámynd: Anna

Alltaf gaman að lesa pistlana þína, að ég tali nú ekki um ljóðin. Vona að sumarfrísplanið sem virðist spennandi gangi upp hjá ykkur feðgum. Með commentin .....margir virðast ekkert pæla í því þótt bloggvinir séu, -bara  misjafnt.  Skemmtilegt samt  svona af og til a.m.k

Anna, 28.5.2008 kl. 22:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Júdas

Höfundur

Júdas
Júdas

"Einn sem hefur allt en bíður þó eftir einhverju sem hann hefur ekki" Þetta á víst ekki við í dag.  Í dag væri nær að segja. Einn sem hefur allt en þarf að muna, viðhalda og sýna þakklæti. judas_@msn.com

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...0808_722078
  • Tröppur
  • Unga konan
  • Bekkurinn okkar
  • Lítill drengur með blóm

http://www.projectplaylist.com/myspace/20002550

Dire Straits - Romeo And Juliet

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband