1.6.2008 | 08:56
Hver er Júdas
Hafi ég sest niður andlaus til að skrifa þá er það í dag. Frosinn í hlutlausum og líklega ofurþreyttur og sjaldan argari við sjálfan mig en einmitt núna. Ég velti því samt fyrir mér í hvaða línu ég verð sáttari við mig því við Júdas erum farnir að þekkjast svo vel. Þið vitið það kannski ekki en við erum búnir að þekkjast í vel á annan áratug en reyndar á öðrum vettvangi rafræns heims. Þar fyrir utan reikna ég með því að hann hafi fylgt mér alla tíð en bara ekki verið greindur. Ég get því ekki hatað hann en þreyttur verð ég á honum reglulega. Ég er orðinn vanur honum og vafalaust er hann orðinn vanur mér. Við erum sem sagt orðnir vinir eða bræður í vananum sem margir gætu haldið að væri leiðigjarn, það er að segja vaninn og það er hann vissulega á köflum en hann eldist vel og talsvert betur en ég. Mér þykir vænt um Júdas sem auðvitað er aðeins tákngervingur þess mannlega í mér og túlkar þessa tilhneigingu til að víkja út af beinu brautinni í hlutum sem mörgum fyndist vafalaust ekki skipta neinu máli því ekki er ég í vímuefnum, áfengi, reykingum eða spilafíkn hvað þá afbrotum en það verður hver að dæma fyrir sig með það hvað hægt er að flokka undir svik við sjálfan sig. Þar kem Júdas sterkur inn!
Þegar maðurinn hefur lengi
verið þræll vanans
hættir hann að einkennast
af vana sínum
þess í stað fer vaninn að bera
ofurlítil persónueinkenni.
Vaninn hefur það umfram mig
að hann eldist vel
og nýtur því meiri virðingar
sem hann verður steinrunnari.
Ólafur Haukur
Dagurinn fer fallegur af stað. Kúturinn hjá móður sinni, Ungu konunni og því svífur andi tómleika og tilgangsleysis yfir vötnum. Eldri kúturinn kastaði sér í sófann hjá mér í gærkveldi og sagðist sakna litla kútsins. Svo lágum við þegjandi í sófanum í svolitla stund uns hann rauf þögnina og sagði mér að ef ég félli frá myndi hann taka kútinn aðra hverja viku áfram því hann elskaði hann svo mikið. Ég hef nú ábyggilega sagt frá þessu áður því hann hefur sagt þetta áður og jafnvel nokkrum sinnum. Við féllumst í faðma og til að halda coolinu hvíslaði hann að mér að ég væri samt ræfill og að hann myndi selja mig á ebay til einhverrar háskólarannsóknarstofu ef ég vogaði mér að hrökkva upp af. En hver veit!
Nú er vika til ferðarinnar ef allt gengur upp og þá verður tíminn afstæður. Fegurðin ræður ríkjum og við eldri feðgar hverfum á vit ævintýra og upplifana. Værðin verður með í för en Júdas líklega skilinn eftir heima og væri það þá í fyrsta skipti.
Nóg komið í dag en greinilegt að það lengist á milli pistlanna í sumarönnum en ljóst að nauðsynlegt er að koma annað slagið upp til að anda.
Kæru vinir, njótið daganna!
Um bloggið
Júdas
Eldri færslur
Færsluflokkar
Bloggvinir
- tilfinningar
- tolliagustar
- lindalea
- kisabella
- siggasin
- saxi
- svavaralfred
- ein
- gisgis
- totally
- mofi
- vilborgo
- rebby
- scorpio
- gurrihar
- erla1001
- stormsker
- aslaugh
- jensgud
- eggmann
- blossom
- gretaulfs
- limran
- malacai
- arabina
- toshiki
- gurkan
- gelin
- asarich
- kona
- neytendatalsmadur
- myndamen
- brandarar
- little-miss-silly
- rose
- hebron
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Andleysi hrjáir fleiri þessa dagana.
Gott að Júdas þekkir sjálfan sig - það skiptir sköpum.
Njóttu dagsins fallegi maður
Linda Lea Bogadóttir, 1.6.2008 kl. 10:51
hafa ekki flestir nóg annað að gera í sumarbyrjun en skrifa pistla fyrir okkur hin að lesa ....
takk samt fyrir að kíkja aðeins inn
Rebbý, 1.6.2008 kl. 11:07
Góðan daginn minn kæri, ég er líka farin að kannast aðeins við Júdas... og mér líkar mjög vel við hann
Jónína Dúadóttir, 2.6.2008 kl. 06:09
Góð lýsing á kynnum þínum af Júdasi. Held að hann komi víða við en það sé ekki öllum gefið að skynja nærveru hans á þennan hátt. Eigðu skemmtilegan dag.
Anna, 2.6.2008 kl. 08:10
góða ferð..
múmínstelpan er viss um að hafa séð örla á fótspori Júdasar nýlega..og hefur augun hjá sér ...
múminstelpan (IP-tala skráð) 4.6.2008 kl. 00:35
Af hverju í andsk . . . tekur þú ekki bara múmínstelpuna með í ferðina ???
Ef allir væru eins og Júdas þá væri gott að lifa. Njótið ferðarinnar og hvors annars kútar.
Fiðrildi, 4.6.2008 kl. 06:05
Hurru.....Arna....góð hugmynd!! Ég veit bara ekki hver hún er þetta krútt. Kannski finnur hún hjólförin þessi elska og kemur bara með .
Takk Gylfi minn, eigðu líka góða daga.
Gott að vera kallaður fallegur......mamma sagði það líka alltaf. " Þú ert fallegur Júdas minn sama hvað krakkarnir segja!
Þið eruð öll yndisleg.
Júdas, 4.6.2008 kl. 22:52
Nú ertu alveg að leggja í ferðina, vona að við fáum smá fréttaskot frá þér áður en þú hverfur á slóðir ævintýranna - ef ekki, þá góða ferð
Rebbý, 6.6.2008 kl. 00:09
Var að koma heim úr fríi ..... góða ferð elsku vinur K.kv. E.
Edda (IP-tala skráð) 12.6.2008 kl. 00:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.