8.6.2008 | 10:05
Ég beið hennar án afláts
Ég náði loksins að sofa til kl 8:00 og hvílík sæla. Ég hef verið að vakna á bilinu 5-6 síðustu þrjár vikur og svei mér þá ef það er ekki bara lengri tími. Það er engin ástæða til að nefna það í þessu samhengi að kúturinn er búinn að senda mig tvisvar fram í eldhús í nótt eftir mjólk en ég finn það að svefn var eitthvað sem ég þurfti.
Hann er búinn að vera svo yndislegur litli kúturinn, orðaforðinn æðir upp og koppurinn að verða daglegt mál þótt bleian sé enn ráðandi. Hann sofnaði inni í sófa í gær og við eldri kútur lágum hjá honum og dáðumst að þessari litlu veru sem umlaði upp úr svefni og hefur fært svo mikla gleði inn í líf okkar að það verður aldrei hægt að meta. Aldurinn á milli þeirra bræðra er auðvitað mjög mikill og því metur sá eldri þetta svo mjög í líkingu við mig.
Það var furðuleg tilfinning að koma heim úr vinnu á föstudag og vera kominn í sumarfrí og dagurinn búinn að vera mjög annasamur þar sem mér fannst ég þurfa að klára svo mikið og segja mönnum svo margt áður en ég færi í þetta tveggja vikna frí. Tvær til þrjár vikur ætla ég svo að taka seinna í sumar annaðhvort í samfellt eða í hlutum en það verður tekin ákvörðun um það í samráði við aðra. Á þessum tíma í fyrra fannst mér sumarfrí ekki koma til greina og vera tilgangslaust, orðinn einstakur og engin kona í spilinu. Ég man ekki nákvæmlega hvenær en finnst eins og það hafi verð fljótlega eftir páska eða snemma vors. Vorið var því ekki eins bjart og fallegt og mér finnst það núna og þótt ég hafi verið sá sem tók ákvörðunina og slitin í ljósi aðstæðna sem ég hef áður bloggað um var það eins og drungalegur draumur sem ég hafði ekki reiknað með fyrr en mörgum árum seinna. En ég trúði því samt að það yrði! Ung kona og gamall maður geta aðeins átt samleið um stund eða það taldi ég en sú unga trúir því enn að hún hafi átt að fylgja mér allt til enda. Guð einn veit.
Rúmt ár og ég held svei mér þá að einveran með kútunum sé komin til að vera og ég óska þess að sú Unga megi finna sér sálufélaga til framtíðar. Við eldri feðgar vorum að hjálpa henni í búslóðarflutningum í vikunni og þar var einnig myndarlegur ungur maður sem hún hefur nefnt nokkrum sinnum sem vin sinn. Mjög ljúfur og þægilegur, hjartahlýr og myndarlegur og raunar sá eini í vinahópnum hennar sem gat hjálpað henni í þessum flutningum auðvitað fyrir utan okkur kútafeðga. Það var greinilegt að félaginn var hrifinn af henni og ég nefndi það við hana daginn eftir þegar ég heyrði í henni að mér hafi líkað vel við hann, hvað standi í veginum fyrir meir vináttu? Hann er bara ekki nógu þroskaður og tja, gamall held ég sagði hún og við hlógum af þessu. Hún er góð ung kona í einhverskonar viðjum sem ef til vill er skólabókardæmi um eitthvað sem menn fella snemmbúna dóma yfir og þá helst miðaldra konur en á sér miklu dýpri rætur og því ættu menn og miðaldra konur að spara orðin og dómana yfir málum sem þessum.
Það styttist í ferð okkar feðga, sólarhringur til stefnu og spennan mikil. Hvað bíður okkur vitum við ekki, farið verður víða en ég hlakka ekki síst til ljúfra værðarstunda fallegra kvölda þar sem við sitjum einir og spjöllum, tökum í spil og njótum nærveru hvors annars. Nokkrar ljóðabækur verða teknar með og einnig verður bloggað af og til.
Tólf ára drengur hugsaði sig um í nokkra daga fyrir nokkrum áratugum skilst mér og sagði svo já sem breytti lífi hans til framtíðar. Það eru litlu orðin sem vega svo þungt en ekki langar ræður og orðaflaumur, málskrúð og orðaglamur. Loforð eru léttvæg og svikin handan við hornið. Vöndum okkur, því smátt getur vegið svo þungt. Kannski bíður þín blessun?
Ég bað um blessun
og beið hennar án afláts
uns mér kom í hug
Hversu duldir eru vegir þínir
og miðaðir við eilífðina
og blessun þín
sú er mig síst varir
vísast löngu fallin mér í skaut.
Þóra Jónsdóttir
Njótið sumarsins.
Um bloggið
Júdas
Eldri færslur
Færsluflokkar
Bloggvinir
- tilfinningar
- tolliagustar
- lindalea
- kisabella
- siggasin
- saxi
- svavaralfred
- ein
- gisgis
- totally
- mofi
- vilborgo
- rebby
- scorpio
- gurrihar
- erla1001
- stormsker
- aslaugh
- jensgud
- eggmann
- blossom
- gretaulfs
- limran
- malacai
- arabina
- toshiki
- gurkan
- gelin
- asarich
- kona
- neytendatalsmadur
- myndamen
- brandarar
- little-miss-silly
- rose
- hebron
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 48796
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Góður pistill og njótið frísins, bæði rólegheitastunda og upplifelsis sem fylgir ferðalagi á aðrar slóðir.
Anna, 8.6.2008 kl. 10:54
Blessi ykkur alla kútanaFrá mér fáid thid allt fallegt og gott sem haegt er ad hugsa sér í veganesti í thetta fína ferdalag
Jónína Dúadóttir, 8.6.2008 kl. 15:27
Þetta var góð lesning.
Megið Guð og gæfa vaka yfir ykkur feðgum í ferðalaginu ykkar og gefa ykkur yndislegar stundir
Sporðdrekinn, 8.6.2008 kl. 17:25
Góða ferð .... hlökkum til ferðasagna
Rebbý, 8.6.2008 kl. 17:31
Góða ferð kæru feðgar... E
Ef ég hef einhvern tímann óskað mér þess að ég væri fugl... eða lítil fluga þá er það núna.
Þá hefði ég þvælst ofan í töskuna þína og flogið með. Geri það í huganum í staðin.
Hlakka til að lesa ferðasöguna.
Njótið ykkar og hvors annars í botn.
Linda Lea Bogadóttir, 9.6.2008 kl. 16:10
Njótið ferðarinnar kæru kútafeðgar. Hlakka til að heyra meira
Ein-stök, 9.6.2008 kl. 19:43
Yndisleg lesining -góðar stundir
Heiða Þórðar, 11.6.2008 kl. 20:15
Yndislega ferð þið ljúfustu feðgar.. ..... og heyrðu mig "gamli" kútur... viltu muna mig um að halda huganum opnum? ... K.kv.E.
Edda (IP-tala skráð) 12.6.2008 kl. 00:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.