12.6.2008 | 21:35
Lago de Bracciano
Við erum staddir rétt fyrir utan Róm við vatnið Bracciano eða Lago de Bracciano en það er kennt við fallegan lítinn bæ sem við feðgar ætlum að skreppa til á eftir. Ég sit á litlum kaffihúsapalli við vatnið og horfi yfir það. Fegurðin er mikil og hughrifin svo yfirþyrmandi að annað slagið læðist fram kökkur í hálsinn yfir þeirri lánsemi að geta verið hérna og notið þessa. Við áttum fyrstu góðu nóttina okkar hérna við vatnið því hinar tvær hafa verið spennulosandi og síðasta streitan að líða úr okkur. Í fyrri nótt lögðum við bílnum á hvíldarstæði við litla þjónustumiðstöð rétt utan við Róm en þar vara fyrir fullt af trukkabílstjórum svo við féllum vel í hópinn. Þar var hinsvegar lítið næði og kælipressur stóru bílanna í gangi af og til alla nóttina en það fór samt vel um okkur feðga. Við eyddum Þriðjudeginum í miðborg Rómar og komumst að því umferðin hérna er verri heldur en hún var í Þorpinu áður en fyrstu umferðarljósin voru sett upp þar og lögregluþjónarnir miklu sýnilegri en í henni fallegu höfuðborginni okkar. Við þræddum nokkrar verslanir því kúturinn vildi finna stuttbuxur á föður sinn sem væru flottar og yllu honum ekki kinnroða og vanlíðan í hvert sinn sem hann liti á hann. Nei....ekki þessar, þú yrðir eins og hollenskur eftirlaunaþegi eða NEI er ekki í lagi með þig, ertu á leið í gay-festival fyrir aldraða atvinnuhomma, voru meðal þeirra setninga sem ég fékk á mig bara fyrir það eitt að koma við einhverjar hangandi flíkur sem ekki féllu í kramið. Leit okkar er ekki lokið svo ég brá mér í einar sem ég hafði meðferðis og faldi í töskunni en kúturinn var búinn að segja mér að hann myndi kveikja í þeim þótt ég væri kominn í þær ef ég tæki þær með. Ég setti honum þá úrslita kosti að annaðhvort myndi ég vera í þeim eða lykta eins og Suðurítalskur sorphaugur eftir margra mánaða bið eftir ruslakörlum mafíunnar, svitablautur og ógeðslegur. Hann gaf eftir en sagðist beita mig dagsektum þangað til við fyndum aðrar betri. Mér fannst það bara sanngjarnt.
Vinurinn er í sturtu núna og ætlaði að þrífa aðeins húsbílinn að innan en hann gerið þann einhliða samning við mig að hann sæi alfarið um innanhúss þrifin en gamli maðurinn sæi um allt sem viðkæmi trukknum að utan, fylla á vatnið, losa óhreina vantið, sjá um gasið og síðast en ekki síst og líklega það sem fékk hann til að gera þennan einhliða samning, losa salernistankinn. Ég sagið að það væri nú lítið mál því ég hefði séðu um bleiu og koppalosanir hjá tveimur kútum og væri en að með þann litla og handsalaði því samninginn.
Nóg í bili.
Um bloggið
Júdas
Eldri færslur
Færsluflokkar
Bloggvinir
- tilfinningar
- tolliagustar
- lindalea
- kisabella
- siggasin
- saxi
- svavaralfred
- ein
- gisgis
- totally
- mofi
- vilborgo
- rebby
- scorpio
- gurrihar
- erla1001
- stormsker
- aslaugh
- jensgud
- eggmann
- blossom
- gretaulfs
- limran
- malacai
- arabina
- toshiki
- gurkan
- gelin
- asarich
- kona
- neytendatalsmadur
- myndamen
- brandarar
- little-miss-silly
- rose
- hebron
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 48796
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Vona að þið njótið ferðarinnar, byrjunin hljómar allavega vel!
Erla Ósk Arnardóttir Lilliendahl, 12.6.2008 kl. 22:08
Yndislegt að heyra... Góða ferð áfram og passið ykkur á vasaþjófunum í Róm.
Linda Lea Bogadóttir, 12.6.2008 kl. 22:35
Vita meravigliosa
Anna, 12.6.2008 kl. 22:51
Æ en gaman að fá að heyra smá frá ferðinni ykkar
Þetta hljómar svo notalega að ég slakaði á í smá stund, en hrökk svo við, við lætin í ungunum
Sporðdrekinn, 12.6.2008 kl. 23:47
Greinilega frábært og ég stend með stráksa í stuttbuxnadeilunni ! Það eru nú takmörkNjótið ykkar elskurnar
Jónína Dúadóttir, 13.6.2008 kl. 06:46
Datt inn á þetta blogg,,,og er búin að vera að lesa og lesa og lesa,,,er enn ekki búin virkilega skemmtileg lesning. Flottir kútar sem þú átt, njótið ykkar vel í fríinu
Ásgerður , 14.6.2008 kl. 09:18
Sitjandi á kaffihúsapalli við ítalskt vatn.. Dásamlegt bara. Gangi ykkur vel í stuttbuxnaleitinni og haldið áfram að njóta
Ein-stök, 14.6.2008 kl. 12:12
þetta hljómar vel - flott byrjun á fríinu
skil vel að unglingskúturinn gerði þennan samning við pabba gamla og endilega finndu flottar stuttbuxur svo hann þurfi ekki að skammast sín of lengi
Rebbý, 15.6.2008 kl. 12:51
Sælir, njótið frísins. múmínstelpan fylgist með . Ný komin úr góðu ferðalagi..(eina sem vantaði var einhver sem biði í ofvæni eftir henni á flugvellinum....)hafðið það gott fallegu..
múmínstelpan (IP-tala skráð) 15.6.2008 kl. 18:09
Hafið það rosagott!!
alva (IP-tala skráð) 19.6.2008 kl. 00:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.