Fegurð Feneyja misjöfn eftir aldri!

     Ég sit með tölvuna við eldhúsborðið í „villunni“ og bíð eftir að kaffið verði tilbúið.  Kúturinn sefur aftur í, trukkabílstjórarnir flestir að fara en klukkan þó aðeins fimm að íslenskum tíma, sjö á þeim ítalska. 

     Við tókum daginn snemma á Rimini í gær fórum og fengum okkur að borða og keyrðum svo af stað til Feneyja þangað var komið um hádegi og við keyrðum strax niður að höfn þar sem skemmtiferðaskipin leggja að en þar eru líka bílastæðahús og vöktuð stæði.   Við lögðum og röltum okkur niður í gamla bæinn.  Sá gamli bergnuminn af hrifningu en kútnum fannst borgin skítug, strætin þröng og síkin illa lyktandi.  Ég sagði honum að slaka aðeins á því þetta skánaði eftir því sem nær drægi hinar raunverulegu perlur.  Strætin fóru breikkandi og búðunum fjölgandi og við fylgdum bara straumnum.  Síkin þéttust og brúnum fjölgaði en skyndilega fóru strætin aftur breikkandi og greinilegt að við nálguðumst Markúsartorgið.   Við vorum sammála því að fara ekki í gondól því það væri bara fyrir hann og hana og menn myndu líklega reka upp stór augu ef við feðgar, tveir fjallmyndarlegir á misjöfnum aldri kæmum fyrir húshornin á gondól með syngjandi ræðara fyrir aftan okkur.  Kútur sagði það ekki koma til greina frekar en að vera nálægt mér í ömurlegum stuttbuxum svo það mál var afgreitt.  Ég hef svo sem róið þarna með konu fyrir nokkrum árum og þótt þau séu bara nokkur er það sem heil eilífð að minnsta kosti á mælikvarða smáblóma.   Loksins blasti við okkur torgið og ég verð að játa það að þarna hefði ég geta verið í marga daga jafnvel einn með sjálfum mér.  Þetta torg hefur eitthvað svo djúpstæð áhrif á mig að ég get ekki líst því.  Eitthvað svo seiðandi en um leið svo opið og framandi.  Við settumst niður og þáðum þjónustu, tveir expresso og einn amerikano handa þeim gamla en vatn í klaka fyrir unglingskútinn.  Fiðla og klarinetta hljómuðu yfir torgið en það er svo stórt að við sáum hljóðfæraleikara á þremur stöðum á torginu. 

     Eftir allt of stutta stund, nokkra klukkutíma, kirkjuskoðun og rölt var kútur farinn að ókyrrast og sagðist ekki nenna að labba til baka.  Ég stakk upp á strætóbát en honum fannst of margir þarna svo við tókum leigu“bíla“-bát og áttum skemmtilega ferð upp eftir síkjunum alveg upp að bílnum.

     Ekki vildi vinurinn gista þarna eins og ég lagði til heldur vildi hann aka strax af stað til Milano svo einkabílstjórinn kom sér fyrir og svo var bara ekið af stað.  Við gistum þessa nótt á trukkastæði, borðuðum með þeim á Autogrillinu og svo var spjallað og hlegið fram á nótt.  Við feðgar allt svo en ekki við og flutningabílstjórarnir, svona til að forðast misskilning. 

     Við ætlum á eftir að halda för okkar áfram til Milano og það er mikil tilhlökkun í kútnum, segist vera til í tvo daga þarna og það er allt í góðu mín vegna.  Ég er til í nánast hvað sem er.   Best að fara og vekja hann.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jónína Dúadóttir, 24.6.2008 kl. 08:25

2 identicon

Frábært hvað allt er búið að ganga vel hjá ykkur kútum, en varið ykkur (ég meina, verið algjörlega með alla anga úti) í Milano!! ÞJÓFABORG!!  En njótið lífsins og hvors annars   Gaman að frétta frá ykkur gamli kútur  takk. E.

Edda (IP-tala skráð) 25.6.2008 kl. 00:08

3 Smámynd: Rebbý

gaman að heyra að allt er að ganga vel .... hefði verið til í svona ferð nema hvað það þyrfti að stoppa vel og lengi í öllum borgum til að skoða byggingar og mannfjöldann og ná að anda inn menningunni á staðnum.

Rebbý, 25.6.2008 kl. 13:23

4 identicon

..njótið lífsins áfram. bara að skilja eftir lítið og nett múmínspor....

múnínstelpan (IP-tala skráð) 25.6.2008 kl. 15:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Júdas

Höfundur

Júdas
Júdas

"Einn sem hefur allt en bíður þó eftir einhverju sem hann hefur ekki" Þetta á víst ekki við í dag.  Í dag væri nær að segja. Einn sem hefur allt en þarf að muna, viðhalda og sýna þakklæti. judas_@msn.com

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...0808_722078
  • Tröppur
  • Unga konan
  • Bekkurinn okkar
  • Lítill drengur með blóm

http://www.projectplaylist.com/myspace/20002550

Dire Straits - Romeo And Juliet

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband