Hægt að gleyma sér dögum saman

     Við erum staddir í Pisa á fallegu camp-stæði.  Við sáum í fjarska í gær hallandi turn og ætlum að skoða hann betur á eftir.  Ekki skemmir það þótt hann hafi á dögunum fallið úr fyrstasætinu í keppninni um mest hallandi turn heims og sé nú aðeins í öðru sæti.  Við látum það ekki trufla okkur og ætlum að láta forna frægð hans ráða en ekki einhverja standpínukeppni.  Það eru tveir dagar eftir af Ítalíudvöl okkar en þriðji dagurinn fer nánast allur í flug og flugstöðvar. 

     Við eyddum tveimur dögum í Milanó en parkeruðum bílnum þó á góðum stað í Pavia sem er smábær utan við Milanó.  Eftir að hafa keyrt aðeins inn í Milanó fannst okkur glórulaust að leita að stæði þar á svo stórum bíl og tókum því strætó og svo lest til borgarinnar.  Kútnum fannst þessi borg meiriháttar, mikið um verslanir og mikil líf.  Mér tókst þó að draga hann inn í Duome, dómkirkjuna og borgaði fyrir okkur nokkrar Evrur án þess að átta mig á því að það var turninn og þakið sem við vorum á leiðinni upp í.  Á leiðinni upp þrönga hringstiga spurði hann mig hvort ég væri stoltur af mér fyrir að hafa platað sig upp alla þessa stiga sem aldrei ætluðu að enda.  Ég sagði honum að ég vissi það ekki strax en gæti svarað honum eftir nokkra klukkutíma þegar við værum komnir upp................  Útsýnið var mikil og fegurð byggingarinnar mikil.  Það mikil að seinni daginn vildi hann skoða hana að innan líka.

    Við fórum frá Milanó seint um dag og keyrðum til Mónkó.  Nokkrir tímar á hraðbraut með stoppum til að borða og hella upp á kaffi en annars tíðindalítið.  Fjöldi jarðgangna á þessari leið er með ólíkindum og bara frá Génova til Mónakó töldum við 97 stk sem við áttum svo eftir að keyra aftur til baka þegar við tækjum stefnuna aftur til Rómar með viðdvöl hér í Pisa.  Þetta gera aðeins 194 stk. en brýr sem eru ábyggilega svipað margar voru ekki taldar.  Það var gaman að sjá á þessari leið og ekki síst þegar inn í Frakkland var komið hversu misjöfn ræktunin var eftir svæðum og hvað landið er vel nýtt til hennar.  Hver einasta brekka og grasbali nýttur til hins ýtrasta en um leið og við keyrðum inn í Frakkland hætti þessi gjörnýting og tré tóku við hvert sem litið var.  Við keyrðum inn í Mónakó og urðum agndofa.  Það fer ekki fram hjá nokkrum manni að landið stendur undir öllu því sem um er talað.  Íburðarmikil hótel þekja kletta og grónar brekkur, skemmtiferðaskip, skútur og snekkjur aftur á móti hvert sem litið er í átt að sjó.  Þyrlupallar og dýrir bílar, einkabílstjórar og fínar frúr nú og spilavítin.  Þetta er Mónakó.  Það er jafn ljóst að stórir bílar eru fyrir þarna og því keyrðum við til Nice og parkeruðum þar.  Svangir og búið að loka restaurantinu miskunnaði sig yfir okkur frönsk miðaldra kona sem sagði okkur að setjast og bauð okkur lasagna.  Þótt hún skildi ekki ensku hefur vafalaust frönsk gestgirni ráðið ríkjum því hún stjanaði við okkur en fannst við ekki borða nóg af edikböðuðu salatinu með og heldur ekki af ostaeftirréttinum sem ég nartaði þó í fyrir kurteisissakir en kúturinn sagðist frekar borða sokkana mína en þessa osta.  Hún brosti til okkar og við gengum saddir til hvílu.  Á milli Mónakó og Nice eru strætóferðir svo daginn eftir átti að skoða sig enn betur um.  Það er alveg ljóst að hingað eigum við eftir að koma aftur og þá með rýmri tíma því hægt væri að gleyma sér hérna dögum saman því fegurðin er mikil en auðvitað er það líka kvikmyndakennt yfirbragðið og ævintýraljóminn sem er yfir staðnum.

     Ég heyrði í litla kútnum í gær og það er ekki laust við að söknuðurinn sé farinn að plaga mig.  Þótt við feðgar eldri höfum átt góðar stundir saman tölum við báðir um það hvað gott væri að hafa hann hérna hjá okkur. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Unglingurinn þinn er æðiHann hefur greinilega erft húmorinn og kímnina frá þér minn kæri

Jónína Dúadóttir, 26.6.2008 kl. 07:29

2 Smámynd: Anna

Eins og myndræn lesning aftan á póstkorti. Maður fer eiginlega í ferðalag í huganum við lesturinn. Eigið ánægjulega rest þarna úti og góða heimferð

Anna, 26.6.2008 kl. 08:20

3 Smámynd: Rebbý

takk fyrir þessa sendingu frá útlandinu .... bara gaman að ferðast með

Rebbý, 26.6.2008 kl. 11:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Júdas

Höfundur

Júdas
Júdas

"Einn sem hefur allt en bíður þó eftir einhverju sem hann hefur ekki" Þetta á víst ekki við í dag.  Í dag væri nær að segja. Einn sem hefur allt en þarf að muna, viðhalda og sýna þakklæti. judas_@msn.com

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...0808_722078
  • Tröppur
  • Unga konan
  • Bekkurinn okkar
  • Lítill drengur með blóm

http://www.projectplaylist.com/myspace/20002550

Dire Straits - Romeo And Juliet

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband